Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Helgi rannsóknarblaðamaður ársins

Blaða­manna­verð­laun Blaða­manna­fé­lags Ís­lands voru af­hent í kvöld. Helgi Selj­an var verð­laun­að­ur fyr­ir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins vegna um­fjöll­un­ar um Mos­hen­sky. Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir var blaða­mað­ur árs­ins.

Helgi rannsóknarblaðamaður ársins

Helgi Seljan er rannsóknarblaðamaður ársins og Sunna Valgerðardóttir er blaðamaður ársins. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands voru veitt fyrr í kvöld. 

Verðlaun eru veitt í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamaður ársins. 

Verðlaunin hlaut Helgi fyrir fréttaskýringar Stundarinnar um Alexander Moshensky, kjörræðismann Íslands í Belarús, og náin tengsl hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Rannsókn Helga leiddi meðal annars í ljós að íslensk stjórnvöld áttu mikil samskipti við fulltrúa Evrópuríkja eftir að Moshensky leitaði liðsinnis þeirra vegna boðaðra refsiaðgerða gegn honum en Moshensky er umfangsmikill kaupandi íslenskra sjávarafurða. Í kjölfar fréttaskýringanna var mál Moshenskys tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og utanríkisráðherra kallaður fyrir nefndina.“

Er þetta í fjórða sinn sem Helgi fær blaðamannaverðlaun, en um var að ræða tíundu tilnefninguna. 

Viðtal ársins átti Lillý Valgerður Pétursdóttir, á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar, fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn um aðdraganda andláts dóttur þeirra. 

Þá átti Þorsteinn J. Vilhjálmsson umfjöllun ársins um kennarann og útvarpsmanninn Skeggja Ásbjarnarson og ofbeldi hans gegn börnum Laugarnesskóla. Umfjöllunin birtist sem útvarpsþáttaröð á Rás 1. 

Loks var Sunna Valgerðardóttir verðlaunuð sem blaðamaður ársins, fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV, þá sérstaklega fyrir umfjöllun um trúarofbeldi innan sértrúarsafnaða og aðra hópa sem fást við andleg málefni og afleiðingar þess, sem og umfjöllun um ópíóðafíkn. Að auki var tiltekið í rökstuðningi dómnefndar efnistök í þættinum Þetta helst á Rás 1 væru fjölþætt og nýstárleg. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Frábært og til hamingju.
    0
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Til hamingju, nafni!!
    0
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Þú ert flottur Helgi.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Helgi er bestur! Ótrúlegur.
    2
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Til hamingju Helgi og Heimildin (Stundin)
    1
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Meiriháttar flottur..
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Til hamingju Helgi og Heimildin/Stundin líka. Áfram með ykkar ómetanlega starf. Ég er mjög sáttur með áskrift mína að ykkar miðli því svona vil ég hafa hlutina,ég vil kaupa fréttir en ekki vera sjálfur verslunarvaran.
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Til hamingju Kæri Helgi Seljan!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár