Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Helgi rannsóknarblaðamaður ársins

Blaða­manna­verð­laun Blaða­manna­fé­lags Ís­lands voru af­hent í kvöld. Helgi Selj­an var verð­laun­að­ur fyr­ir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins vegna um­fjöll­un­ar um Mos­hen­sky. Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir var blaða­mað­ur árs­ins.

Helgi rannsóknarblaðamaður ársins

Helgi Seljan er rannsóknarblaðamaður ársins og Sunna Valgerðardóttir er blaðamaður ársins. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands voru veitt fyrr í kvöld. 

Verðlaun eru veitt í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamaður ársins. 

Verðlaunin hlaut Helgi fyrir fréttaskýringar Stundarinnar um Alexander Moshensky, kjörræðismann Íslands í Belarús, og náin tengsl hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Rannsókn Helga leiddi meðal annars í ljós að íslensk stjórnvöld áttu mikil samskipti við fulltrúa Evrópuríkja eftir að Moshensky leitaði liðsinnis þeirra vegna boðaðra refsiaðgerða gegn honum en Moshensky er umfangsmikill kaupandi íslenskra sjávarafurða. Í kjölfar fréttaskýringanna var mál Moshenskys tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og utanríkisráðherra kallaður fyrir nefndina.“

Er þetta í fjórða sinn sem Helgi fær blaðamannaverðlaun, en um var að ræða tíundu tilnefninguna. 

Viðtal ársins átti Lillý Valgerður Pétursdóttir, á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar, fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn um aðdraganda andláts dóttur þeirra. 

Þá átti Þorsteinn J. Vilhjálmsson umfjöllun ársins um kennarann og útvarpsmanninn Skeggja Ásbjarnarson og ofbeldi hans gegn börnum Laugarnesskóla. Umfjöllunin birtist sem útvarpsþáttaröð á Rás 1. 

Loks var Sunna Valgerðardóttir verðlaunuð sem blaðamaður ársins, fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV, þá sérstaklega fyrir umfjöllun um trúarofbeldi innan sértrúarsafnaða og aðra hópa sem fást við andleg málefni og afleiðingar þess, sem og umfjöllun um ópíóðafíkn. Að auki var tiltekið í rökstuðningi dómnefndar efnistök í þættinum Þetta helst á Rás 1 væru fjölþætt og nýstárleg. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Frábært og til hamingju.
    0
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Til hamingju, nafni!!
    0
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Þú ert flottur Helgi.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Helgi er bestur! Ótrúlegur.
    2
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Til hamingju Helgi og Heimildin (Stundin)
    1
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Meiriháttar flottur..
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Til hamingju Helgi og Heimildin/Stundin líka. Áfram með ykkar ómetanlega starf. Ég er mjög sáttur með áskrift mína að ykkar miðli því svona vil ég hafa hlutina,ég vil kaupa fréttir en ekki vera sjálfur verslunarvaran.
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Til hamingju Kæri Helgi Seljan!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár