Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill gera mömmu sína stolta

Sti­ven Tob­ar Valencia skor­aði sín fyrstu mörk fyr­ir hand­bolta­lands­lið­ið um helg­ina þeg­ar Ís­land vann Tékka­land og kom sér í væn­lega stöðu fyr­ir EM á næsta ári. Sti­ven er 22 ára, út­skrif­ast í vor í líf­einda­fræði frá Há­skóla Ís­lands, vinn­ur í hluta­starfi hjá Al­votech og vinn­ur af og til sem plötu­snúð­ur og mód­el. Hann seg­ir að mik­il­vægt sé að for­gangsr­aða, velja og hafna. Líkja megi þessu við Ru­bik-kubb.

Vill gera mömmu sína stolta

„Þetta er mikill heiður,“ segir Stiven Tobar Valencia, hornamaður úr Val, sem nýlega var valinn í karlalandsliðið í handbolta. „Þetta er stórt fyrir mig og alla í kringum mig og ég er mjög ánægður með hvernig þetta hefur allt komið út.“ Hann er 22 ára, útskrifast í vor í lífeindafræði frá Háskóla Íslands, vinnur í hlutastarfi hjá Alvotech og hefur undanfarin ár auk þess unnið sem plötusnúður og módel. „Ég skipulegg mig mjög vel og stundum þarf maður að velja og hafna. Þetta er eins og Rubik-kubbur. Þetta er kannski skrýtin blanda af súpu; handbolti, lífeindafræði og DJ.“ Og svo eru það módelstörfin.

Stefnir á atvinnumennsku

„Ég var alltaf bæði í handbolta og fótbolta. Félagar mínir voru í báðum íþróttum og ég fylgdi þeim. Við vorum sigursælli í handboltanum heldur en í fótboltanum þannig að maður færðist hægt og rólega yfir í handboltann; maður var valinn í yngra landsliðið og …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár