Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lestur Fréttablaðsins heldur áfram að dala – Kominn undir 15 prósent

Eft­ir að Frétta­blað­ið tók þá ákvörð­un í byrj­un árs að hætta að dreifa blað­inu heim til fólks hef­ur lest­ur blaðs­ins hrun­ið úr 28,2 í 14,5 pró­sent. For­stjóri út­gáfu­fé­lags blaðs­ins boð­aði auk­inn lest­ur í fe­brú­ar. Það gekk ekki eft­ir. Lest­ur Heim­ild­ar­inn­ar jókst milli mán­aða.

Lestur Fréttablaðsins heldur áfram að dala – Kominn undir 15 prósent
Dreifing Áhugasamir, sem fengu áður Fréttablaðið í gegnum lúguna hjá sér, þurfa nú að sækja sér blaðið á fjölfarna staði á borð við stórmarkaði. Mynd: Heimildin

Lestur Fréttablaðsins hélt áfram að falla í síðasta mánuði og mælist nú 14,5 prósent. Lesturinn hrundi í janúarmánuði þegar hann fór úr 28,2 prósent í 15,7 prósent í kjölfar þess að Torg, útgáfufélag blaðsins, ákvað að hætta að dreifa blaðinu í hús. Nú er það aðgengilegt á ýmsum stöðum á borð við stórmarkaði og bensínstöðvar auk þess sem hægt er að lesa Fréttablaðið í stafrænni útgáfu. 

Hrun í lestriÁkvörðun útgáfufélags Fréttablaðsins um að hætta að dreifa blaðinu heim til fólks hefur haft mikil áhrif á lestur blaðsins.

Lestur blaðsins er enn minni hjá aldurshópnum 18 til 49 ára. Þar mælist hann nú 7,7 prósent en var 17,4 prósent í desember. 

Morgunblaðið, sem er áskriftarblað en er dreift endurgjaldslaust í aldreifingu á fimmtudögum, hefur bætt við sig lestri samhliða þessari þróun. Frá því í desember hefur lestur blaðsins í heild farið úr 17,8 prósent í 19,1 prósent og hjá fullorðnum undir fimmtugu hefur hann aukist úr 8,2 í 8,7 prósent á tveimur mánuðum. 

Lestur Heimildarinnar, sem kemur út á tveggja vikna fresti, eykst milli mánaða. Hann fer úr 8,5 í 8,7 prósent. Lestur blaðsins hjá aldurshópnum 18-49 ára stendur í stað milli mánaða í 6,3 prósentum. 

Boðaði aukinn lestur í febrúar

Sú þróun sem orðið hefur á lestri Fréttablaðsins er ekki í takti við þær væntingar sem útgáfufélag blaðsins hafði til breytinganna. Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í upphafi ársins var tilkynnt um breytta dreifingu og þar haft eftir Jóni Þórissyni, forstjóra Torgs, að ekki væri búist við því að lestur blaðsins kæmi til með að dragast saman. 

Þegar það gerðist í fyrstu mælingu eftir breytingarnar sagði Jón, í samtali við vef DV sem einnig er í eigu Torgs, að það væri „villandi að birta meðal­tals­lestur blaðsins allan janúar á meðan breytingin gekk yfir, en miklu raun­hæfara að skoða tölurnar fyrir seinni hluta mánaðarins þegar breytingin var um garð gengin.“ Í febrúar mætti búast við að lestur Fréttablaðsins myndi aukast til muna. 

Það gerðist ekki. Þess í stað dróst hann áfram saman. 

Náðu um tíma yfirburðarstöðu

Með þeirri dreif­ingu sem áður var, þar sem blaðið kom inn um lúgu fjölda fólks á hverjum morgni, náði Frétta­blaðið yfir­burða­stöðu á prent­mark­aði á Íslandi. Vorið 2007 sögð­ust til að mynda 65,2 pró­­­­­­sent lands­­­­­­manna lesa Frétta­­­­­­blað­ið. 

Síðan hefur fjarað jafnt og þétt undan lestr­inum vegna ýmissa ástæðna. Tækni­bylt­ing sam­hliða snjall­væð­ingu og staf­rænum fram­förum hefur skilað breyttri neyslu­hegð­un, enda leiðir les­enda og áhorf­enda til að nálg­ast fréttir allt aðrar í dag en þær voru fyrir 15 árum síð­an. 

Lestur Frétta­blaðs­ins hefur dreg­ist hratt saman sam­hliða þessum breyt­ing­um. Hann fór undir 50 pró­sent 2015, undir 40 pró­sent fyrir tæpum þremur árum undir 30 pró­sent í fyrra og í síð­ustu mæl­ingu fyrir breyt­ing­arnar á dreifi­kerf­inu stóð hann í 28,2 pró­sent­um. Nú er hann svo kominn undir 15 prósent. 

Sam­drátt­ur­inn er enn meiri hjá yngri hluta þjóð­ar­inn­ar, full­orðnum ein­stak­lingum undir 50 ára sem alla jafna eru taldir mik­il­væg­ustu skot­mörk aug­lýsenda. Hjá þeim hópi hefur lest­ur­inn farið úr 64 pró­sent í 7,7 pró­sent á um tólf árum. 

Mik­ill tap­rekstur

Frétta­­blaðið er í eigu útgáfu­­­­fé­lags­ins Torgs og er flagg­­­­skip þess félags. Félagið rekur einnig vefmiðlana dv.is, eyjan.is, pressan.is, 433.is, hringbraut.is, frettabladid.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina Hring­braut.

Útgáfu­­­­­­dögum Frétta­­­blaðs­ins var fækkað úr sex í fimm á viku á árinu 2020 þegar hætt var með mán­u­­­­­­dags­út­­­­­­­­­­­gáfu blaðs­ins. 

EigandinnHelgi Magnússon aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs.

Torg er í eigu tveggja félaga, Hof­­­­­­garða ehf. og HFB-77 ehf. Eig­andi fyrr­­­­­­nefnda félags­­­­­­ins er fjár­­­­­­­­­­­fest­ir­inn Helgi Magn­ús­­­­­­son og hann á 82 pró­­­­­­sent í því síð­­­­­­­­­­­ar­­­­­­nefnda. Helgi er auk þess stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­for­­­­­­maður Torgs. Aðrir eig­endur þess eru Sig­­­­­­urður Arn­gríms­­­­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­­­­skipta­­­­­­fé­lagi Helga til margra ára, áður­­­nefndur Jón Þór­is­­­­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­­­­stjóri Frétta­­­­­­blaðs­ins og núver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Torgs, og Guð­­­­­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­­­­­varps­­­­­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­­­­­kvæmda­­­­­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­­­­­mála og dag­­­­­­­­­­­skrár­­­­­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­­­­­arra en Helga er hverf­andi.

Hóp­­­­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­­­­­að­­­­­­ar­­­­­­mál en í árs­­­­­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­­­­­ins.  

Tap af reglu­­legri starf­­semi fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins Torgs var 325,7 millj­­ónir króna á árinu 2021,, sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi félags­­ins. Heild­­ar­tapið var 252,5 millj­­ónir króna en þar munar mestu um að tekju­skattsinn­­eign vegna taps árs­ins var bók­­færð sem tekjur upp á 73 millj­­ónir króna. Upp­­safnað skatta­­legt tap nýt­ist ekki nema að fyr­ir­tæki skila hagn­að­i. 

Á árunum 2019 og 2020 var millj­­­arðs króna tap af reglu­­­legri starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­an­lagt hefur því verið rúm­­lega 1,3 millj­­arða króna tap af henni á þremur árum. Heild­­ar­tap, þegar búið er að taka til­­lit til þeirrar tekju­skattsinn­­eignar sem skap­að­ist vegna taps­ins á þessum árum, var tæp­­lega 1,1 millj­­arður króna.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár