Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
Myndlist

Ho did I get to the bomb shelter

Gefðu umsögn

Hvernig ég komst í sprengjubyrgið er titill sýningar á verkum eftir úkraínska listamenn sem nú stendur yfir í Hvelfingu, sýningarrými í kjallara Norræna hússins. Titilinn má túlka sem svar við spurningu sýningarstjórans Yuliiu Sapiga: „Hverjar voru leiðirnar að persónulegu skýli listamannana?“ þegar þeir stóðu frammi fyrir hörku og eyðileggingu stríðsins sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu fyrir rúmu ári. Hvernig fara listamenn að því að halda áfram að vinna að list sinni og hvaða áhrif hefur stríðið haft á viðfangsefni verka þeirra? Hvaða viðbrögð við stríðinu birtast í verkunum og hvernig túlka listamennirnir átök sem fjallað er um daglega í fréttum?

Blóðregn

Fyrsta verkið sem blasir við sýningargestum er Ashes of War eftir Yaroslav Kostensko. Verkið er vídeóvörpun byggð á stafrænni grátóna brjóstmynd í líki mannveru sem virðist við það að tætast í sundur og verða hluti af brotunum sem fljúga allt í kringum hana. Verkið er í senn fígúratíft og abstrakt því brjóstmyndin er andlitslaus og hol, og yfirborð hennar þakið hrjúfri áferð líkustum rafsegulbylgjum. Verkið býr yfir áhrifamætti einfaldleika og síendurtekinnar spennu sem skapast þegar brjóstmyndin virðist við það að splundrast en fellur alltaf saman aftur í eina heild, föst í endurtekningu. Andspænis verki Kostenko er annað ekki síður áhrifamikið og fallegt verk, We no longer feel the future, eftir ljósmyndarann Olenu Subach. Verkið er marglaga innsetning í fleiri en einum skilningi, en Subach vinnur með opnun og lokun, samband fortíðar og nútíðar, hversdagslegrar fegurðar og hryllings í áferðarfallegum ljósmyndum sem krefja áhorfandann um ítarlega skoðun.  Verkið er baðað rauðum lit, frá kögurgardínum sem skilja ljósmyndirnar frá inngangi sýningarinnar, rauðum málningartaumum á veggjum, og rauða litnum sem þrengir sér inn í flöt ljósmyndanna og er í textahluta verksins tengdur við blóðregn.

Öðruvísi grípandi er verkið And who allowed you to live beautifully? eftir Sergiy Petlyuk. Hann vinnur með þyrpingu ljósaskilta sem hefur verið komið fyrir úti á gólfi í miðju sýningarrýminu. Skiltin standa skáhallt líkt og flugskeyti sem stingast ofan í jörðina og baða gólfið rauðri birtu. Eftir öllum skiltum rennur texti með ágengum titli verksins á úkraínsku. Innsetningin minnir óþægilega á það friðsamlega líf sem stríðið hefur raskar en setningin er sótt í ljósmynd af veggjakroti. Röskun á lífi hversdagsins er einnig viðfangsefni portrettljósmyndaraðar Maksym Finogeiev, Will a rainbow appear after the storm? af einstaklingum sem tilheyra samfélagi hinsegin fólks. Ljósmyndirnar ná ekki að öllu leyti að fanga viðkvæma stöðu þessa hóps en þær undirstrika sameiginlega mennsku sem stríðið ógnar að verði viðurkennd.  

Innst í miðju sýningarrýminu er lágstemmd innsetning með keramíkskúlptúrum eftir Kinder Album sem einkennist af togstreitu milli fegurðar og illsku. Titill verksins, Bones & Limbes eða bein og limir, er lýsandi fyrir allt að því „barnslega krúttleg“ keramíkverk af óbærilegum og alltumlykjandi hryllingi sem er undirstrikaður með hljóðmynd verksins.

Hundur og kartöflur

Tvö verkanna í miðhluta sýningarinnar náðu ekki fyllilega tökum á mér. Annars vegar var um að ræða röð af portrettljósmyndum  sem ég skildi ekki hvað voru að gera á sýningunni, en þeim fylgdu lýsingar á hremmingum íbúa Mariupol sem ekki var annað hægt en verða snortinn af þótt listrænt gildi verksins væri á reiki. Hitt verkið var myndbandsverkið „Juliette – Queen of Podil“ eftir Art Group SVITER. Þar kveður við annan tón en listamennirnir Lera Polyanskoa og Max Robotov nýta sér heimildamyndaformið til að ræða við íbúa hverfisins Podil í Kiyv um örlög tíkurinnar Juliette sem íbúarnir sáu í sameiningu um að fóðra áður en hún lét sig hverfa þegar loftvarnarflautur og flugskeyti röskuðu ró borgarinnar. Heimildamyndaformið er vandmeðfarið en í hluta myndarinnar reyna þau að sjá fyrir sér hvað hafi orðið um tíkina með því að setja sig í hennar spor. Verkið beinir athyglinni frá augljósum hryllingi með því að velta fyrir sér örlögum hundsins.

Ég hreifst meira af innsetningu í þremur hlutum eftir Mikhaylo Barbash, Potates FREE, sem er staðsett í innsta hluta sýningarrýmisins. Nálgun listamannsins á viðfangsefnið er á margan hátt ólík hinum verkunum að viðfangsefni og framsetningu. Listamaðurinn leitar í hversdaginn en innsetningin er þrískipt, og er fyrsti hlutinn skúlptúr, annar hlutinn myndband og sá þriðji röð af teikningum. Skúlptúrinn lítur út eins og steyptur veggbútur, eins konar tálmi eða hindrun, ofan á hvern er búið að leggja tvo stóra kartöflupoka. Teikningarnar hanga innrammaðar á einum veggnum og sýna af mikilli nákvæmni hinar ýmsu kartöflutegundir en um þær er fjallað nánar í myndbandinu sem hefur að geyma lykilinn að verkinu. Þar sjáum við Mikhaylo Barbash skræla kartöflur inni í litlu eldhúsi á meðan hann útskýrir sögu kartöflunnar, ræktunaraðferðir, næringargildi og mismunandi matreiðsluaðferðir. Hann talar um þýðingu kartöflunnar fyrir hann sjálfan og útskýrir hvers vegna veitingastaðir bjóða upp á djúpsteiktar kartöflur. Olían segir hann breytir efnasamsetningu kartöflunnar og rýrir næringargildi hennar en gerir hana einnig einstaklega hitaeiningaríka og gómsæta. Barbash ætlar einmitt að steikja flysjaðar kartöflurnar á þann hátt sem honum þykir best. Á meðan hann gleymir sér í þessari hversdagslegu athöfn sem eldamennskan er dvelur hann í sínu eigin huglæga „sprengjuskýli“, í skjóli frá hugsunum um hörmungar stríðsins.

Sýningarstjóranum Yuliiu Sapiga hefur tekist að setja saman margradda en heildstæða sýningu sem veitir áhugaverða innsýn í samtímalist í Úkraínu á sama tíma og hún dregur upp  áhrifamikla mynd af áhrifum stríðsins á listamenn og viðfangsefni verka þeirra.


Sýningarstjóri: Yuliia Sapiga
Staðsetning: Hvelfing, Norræna húsið, Sæmundargata 11, Reykjavík
Tímabil: 4. febrúar - 14. maí 2023
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningasmiðir byrjaðir að smíða
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­inga­smið­ir byrj­að­ir að smíða

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
8
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár