Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1081. spurningaþraut: Hvað fer eiginlega fram á Sæmundargötu 21?!

1081. spurningaþraut: Hvað fer eiginlega fram á Sæmundargötu 21?!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd frá 2021 er þetta skjáskot?

Aukastig fyrir nafnið á leikkonunni í rauðu kápunni!

***

Aðalspurningar:

1.  Draumaþjófurinn er söngleikur sem nú er sýndur í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn er gerður eftir bók, og höfundar leikgerðar eru skráðir tveir. Ætla má að annar höfundurinn hafi fyrst og fremst séð um tónlistina en það er ... hver?

2.  Hinn höfundurinn er aftur á móti ... hver?

3.  Peppa heitir teiknimyndapersóna sem mun stundum kölluð Gurra á íslensku. Hvernig dýr er Peppa eða Gurra?

4.  Hver er fjölmennasta gata á Íslandi?

5.  Það einstaka húsnúmer sem flestir búa í er þó sennilega Sæmundargata 21 í Vatnsmýrinni í Reykjavík en þar eru um 300 manns skráðir til heimilis. Hvað er í því húsi?

6.  Í röðum franskra listamanna bar Charles-Camille Saint-Saëns nokkuð hátt á ofanverðri 19. öld. Hvaða listgrein stundaði hann?

7.  Annar franskur listamaður, mun yngri,  heitir Michel Houellebecq. Hvað fæst hann við?

8.  Í skammlífri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 2017 voru þrír flokkar — Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og ... hvaða flokkur?

9.  Viðreisn átti þrjá ráðherra í stjórninni. Hver gegndu þeim störfum? Nefna þarf öll þrjú.

10.  Hver er aflmesti foss á Íslandi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þorvaldur Bjarni.

2.  Björk Jakobsdóttir.

3.  Grís.

4.  Hraunbær.

5.  Stúdentagarðar.

6.  Tónlist, tónsmíðar.

7.  Ritstörf.

8.  Björt framtíð.

9.  Benedikt Jóhannesson, Þorgerður Katrín og Þorsteinn Víglundsson.

10.  Dettifoss.

***

Svör við aukaspurningum:

Efra skjáskotið er úr myndinni Skjálfta. Leikkonan er Aníta Briem.

Neðri myndin er af Brigitte Bardot.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár