Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1081. spurningaþraut: Hvað fer eiginlega fram á Sæmundargötu 21?!

1081. spurningaþraut: Hvað fer eiginlega fram á Sæmundargötu 21?!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd frá 2021 er þetta skjáskot?

Aukastig fyrir nafnið á leikkonunni í rauðu kápunni!

***

Aðalspurningar:

1.  Draumaþjófurinn er söngleikur sem nú er sýndur í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn er gerður eftir bók, og höfundar leikgerðar eru skráðir tveir. Ætla má að annar höfundurinn hafi fyrst og fremst séð um tónlistina en það er ... hver?

2.  Hinn höfundurinn er aftur á móti ... hver?

3.  Peppa heitir teiknimyndapersóna sem mun stundum kölluð Gurra á íslensku. Hvernig dýr er Peppa eða Gurra?

4.  Hver er fjölmennasta gata á Íslandi?

5.  Það einstaka húsnúmer sem flestir búa í er þó sennilega Sæmundargata 21 í Vatnsmýrinni í Reykjavík en þar eru um 300 manns skráðir til heimilis. Hvað er í því húsi?

6.  Í röðum franskra listamanna bar Charles-Camille Saint-Saëns nokkuð hátt á ofanverðri 19. öld. Hvaða listgrein stundaði hann?

7.  Annar franskur listamaður, mun yngri,  heitir Michel Houellebecq. Hvað fæst hann við?

8.  Í skammlífri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 2017 voru þrír flokkar — Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og ... hvaða flokkur?

9.  Viðreisn átti þrjá ráðherra í stjórninni. Hver gegndu þeim störfum? Nefna þarf öll þrjú.

10.  Hver er aflmesti foss á Íslandi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þorvaldur Bjarni.

2.  Björk Jakobsdóttir.

3.  Grís.

4.  Hraunbær.

5.  Stúdentagarðar.

6.  Tónlist, tónsmíðar.

7.  Ritstörf.

8.  Björt framtíð.

9.  Benedikt Jóhannesson, Þorgerður Katrín og Þorsteinn Víglundsson.

10.  Dettifoss.

***

Svör við aukaspurningum:

Efra skjáskotið er úr myndinni Skjálfta. Leikkonan er Aníta Briem.

Neðri myndin er af Brigitte Bardot.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
5
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár