Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Íslendingar eru skelfilegir trassar í loftslagsmálum“

Ný­stofn­að Fé­lag lækna gegn um­hverf­is­vá vill að kom­ur einka­þotna verði bann­að­ar og setja tak­mark­an­ir á fjölda ferða­manna svo draga megi úr flugi. Að hið op­in­bera styðji við fram­leiðslu á græn­meti og dragi úr kjöt­neyslu. Kom­ið er að ög­ur­stund í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um að mati lækna.

„Íslendingar eru skelfilegir trassar í loftslagsmálum“
„Hrein sturlun“ Það hvernig Íslendingar ganga um í umhverfis- og loftslagsmálum er óboðlegt að mati þeirra Hjalta og Halldóru.

Skipa þarf til valda fólk sem hefur vísindalega þekkingu á umhverfis- og loftslagsmálum og veita þeim völd til að takast á við þann gríðarlega vanda sem uppi er. Þetta er mat forsvarsfólks nýstofnaðs Félags lækna gegn umhverfisvá. Væri heimurinn sjúklingur yrði að leggja hann inn á gjörgæsludeild, segir Halldóra Jónsdóttir geðlæknir. Hjalti Már Björnsson bráðalæknir segir að læknum þyki sárt að horfa upp á lífríki jarðar á hraðferð fram af hengiflugi án þess að nokkuð sé að gert og heldur bætt í. „Það er glórulaust ástand og hrein sturlun.“

Á stofnfundi Félags lækna gegn umhverfisvá voru samþykktar nokkur fjöldi ályktana. Undirstrikað var að hafið væri yfir allan vafa að hamfarahlýnun jarðar væri af mannavöldum og bregðast þyrfti við strax. Lagt er til að komur einkaþotna til Íslands verði bannaðar og að flugferðum almennt verði fækkað, meðal annars með því að skoðað verði að setja á takmarkanir á fjölda ferðamanna sem …

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ævar Austfjörð skrifaði
    "Skipa þarf til valda fólk sem hefur vísindalega þekkingu á umhverfis- og loftslagsmálum og veita þeim völd til að takast á við þann gríðarlega vanda sem uppi er"

    "Væri heimurinn sjúklingur yrði að leggja hann inn á gjörgæsludeild, segir Halldóra Jónsdóttir geðlæknir"

    Hefur Halldóra Jónsdóttir næga vísindalega þekkingu á umhverfis og loftslagsmálum til að slá þessari fullyrðingu fram?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár