Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1079. spurningaþraut: Hvar er Ísland að stærð í röð Evrópulanda?

1079. spurningaþraut: Hvar er Ísland að stærð í röð Evrópulanda?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sjálfstæð Evrópuríki teljast vera 50 talsins. Fáein þeirra teljast bæði til Evrópu og annarrar heimsálfu landfræðilega og/eða stjórnskipunarlega, en ef eingöngu er miðað við landfræðilegan Evrópuhlutann, hvar er Ísland þá í röð Evrópuríkja eftir flatarmáli? Er Ísland 7. stærsta ríki Evrópu — 17da — 27da — 37da — eða 47da?

2.  Í hvaða bæjarfélagi á Íslandi er Hólavallakirkjugarður?

3.  Sú var tíð að flest dagblöð héldu úti stjörnuspám, en nú mun vefritið Vísir.is eitt eftir fjölmiðla til þess. Sesselja Sig­ríður Ævars­dótt­ir heitir í þjóðskrá sú dugmikla kona sem hefur úti stjörnuspánni þar. En hvað kallar hún sig?

4.  Sú var líka tíð á 20. öld að flest dagblöð á Íslandi voru gefin út í nánum tengslum við helstu stjórnmálaflokkana. Hvað nefnist blaðið sem var lengst af málgagn Framsóknarflokksins?

5.   Hvaða ár lýstu breskar nýlendur í Norður-Ameríku yfir sjálfstæði?

6.  Macropus er latneskt fræðiheiti sem notað er um nokkrar dýrategundir sem búa eingöngu á einu afmörkuðu svæði heimsins. Macropus þýðir í raun „stórfótur“ og á það vissulega prýðilega við þekktustu tegundirnar, sem við þekkjum sem ... hvað?

7.  Sérstakur borði sem er undið upp á þannig að hann hefur í rauninni aðeins eina hlið, hvað nefnist hann?

8.  Í hvaða landi er borgin Tangier?

9.  Hvaða flytjandi varð í öðru sæti í undankeppni Eurovision hér á landi?

10.  Fyrir skömmu var spurt hér um hvaða virkjun hér á landi framleiddi mesta orku og reyndist það vera Kárahnjúkavirkjun. En hver er í öðru sæti?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni?

***

Svör við aðaspurningum:

1.  Ísland er 17da.

2.  Í Reykjavík.

3.  Sigga Kling. Hún mun vera hætt að notast við nafnið Klingenberg en þar sem hún var lengi þekkt undir því nafni fæst stig fyrir það líka.

4.  Tíminn.

5.  1776.

6.  Kengúrur.

7.  Möbius-borði.

Nei sko, þetta er Möbius-borði!

8.  Marokkó.

9.  Langi Seli og skuggarnir.

10.  Hellisheiðarvirkjun. Athugið að við gerð þessarar spurningar, eða öllu heldur við gerð svarsins, var leitað til færustu sérfræðinga í málinu! Svo um það verður ekki deilt!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sænska söngkonan Loreen.

Á neðri myndinni er Lionel Messi með gullboltana sína sjö, æðstu einstaklingsverðlaun fótboltans sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár