Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1079. spurningaþraut: Hvar er Ísland að stærð í röð Evrópulanda?

1079. spurningaþraut: Hvar er Ísland að stærð í röð Evrópulanda?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sjálfstæð Evrópuríki teljast vera 50 talsins. Fáein þeirra teljast bæði til Evrópu og annarrar heimsálfu landfræðilega og/eða stjórnskipunarlega, en ef eingöngu er miðað við landfræðilegan Evrópuhlutann, hvar er Ísland þá í röð Evrópuríkja eftir flatarmáli? Er Ísland 7. stærsta ríki Evrópu — 17da — 27da — 37da — eða 47da?

2.  Í hvaða bæjarfélagi á Íslandi er Hólavallakirkjugarður?

3.  Sú var tíð að flest dagblöð héldu úti stjörnuspám, en nú mun vefritið Vísir.is eitt eftir fjölmiðla til þess. Sesselja Sig­ríður Ævars­dótt­ir heitir í þjóðskrá sú dugmikla kona sem hefur úti stjörnuspánni þar. En hvað kallar hún sig?

4.  Sú var líka tíð á 20. öld að flest dagblöð á Íslandi voru gefin út í nánum tengslum við helstu stjórnmálaflokkana. Hvað nefnist blaðið sem var lengst af málgagn Framsóknarflokksins?

5.   Hvaða ár lýstu breskar nýlendur í Norður-Ameríku yfir sjálfstæði?

6.  Macropus er latneskt fræðiheiti sem notað er um nokkrar dýrategundir sem búa eingöngu á einu afmörkuðu svæði heimsins. Macropus þýðir í raun „stórfótur“ og á það vissulega prýðilega við þekktustu tegundirnar, sem við þekkjum sem ... hvað?

7.  Sérstakur borði sem er undið upp á þannig að hann hefur í rauninni aðeins eina hlið, hvað nefnist hann?

8.  Í hvaða landi er borgin Tangier?

9.  Hvaða flytjandi varð í öðru sæti í undankeppni Eurovision hér á landi?

10.  Fyrir skömmu var spurt hér um hvaða virkjun hér á landi framleiddi mesta orku og reyndist það vera Kárahnjúkavirkjun. En hver er í öðru sæti?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni?

***

Svör við aðaspurningum:

1.  Ísland er 17da.

2.  Í Reykjavík.

3.  Sigga Kling. Hún mun vera hætt að notast við nafnið Klingenberg en þar sem hún var lengi þekkt undir því nafni fæst stig fyrir það líka.

4.  Tíminn.

5.  1776.

6.  Kengúrur.

7.  Möbius-borði.

Nei sko, þetta er Möbius-borði!

8.  Marokkó.

9.  Langi Seli og skuggarnir.

10.  Hellisheiðarvirkjun. Athugið að við gerð þessarar spurningar, eða öllu heldur við gerð svarsins, var leitað til færustu sérfræðinga í málinu! Svo um það verður ekki deilt!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sænska söngkonan Loreen.

Á neðri myndinni er Lionel Messi með gullboltana sína sjö, æðstu einstaklingsverðlaun fótboltans sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneytið svarar fyrir sendiherraskipanir Bjarna
6
Fréttir

Ráðu­neyt­ið svar­ar fyr­ir sendi­herra­skip­an­ir Bjarna

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur loks orð­ið við beiðni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um upp­lýs­ing­ar um skip­an­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar á sendi­herr­um í Róm og Washingt­on D.C. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata og flutn­ings­mað­ur fyr­ir­spurn­ar­inn­ar í nefnd­inni, seg­ir svör ráðu­neyt­is­ins vera þunn­an þrett­ánda og sýni glöggt hversu hroð­virkn­is­lega hafi ver­ið unn­ið að skip­un­um ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár