Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1079. spurningaþraut: Hvar er Ísland að stærð í röð Evrópulanda?

1079. spurningaþraut: Hvar er Ísland að stærð í röð Evrópulanda?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sjálfstæð Evrópuríki teljast vera 50 talsins. Fáein þeirra teljast bæði til Evrópu og annarrar heimsálfu landfræðilega og/eða stjórnskipunarlega, en ef eingöngu er miðað við landfræðilegan Evrópuhlutann, hvar er Ísland þá í röð Evrópuríkja eftir flatarmáli? Er Ísland 7. stærsta ríki Evrópu — 17da — 27da — 37da — eða 47da?

2.  Í hvaða bæjarfélagi á Íslandi er Hólavallakirkjugarður?

3.  Sú var tíð að flest dagblöð héldu úti stjörnuspám, en nú mun vefritið Vísir.is eitt eftir fjölmiðla til þess. Sesselja Sig­ríður Ævars­dótt­ir heitir í þjóðskrá sú dugmikla kona sem hefur úti stjörnuspánni þar. En hvað kallar hún sig?

4.  Sú var líka tíð á 20. öld að flest dagblöð á Íslandi voru gefin út í nánum tengslum við helstu stjórnmálaflokkana. Hvað nefnist blaðið sem var lengst af málgagn Framsóknarflokksins?

5.   Hvaða ár lýstu breskar nýlendur í Norður-Ameríku yfir sjálfstæði?

6.  Macropus er latneskt fræðiheiti sem notað er um nokkrar dýrategundir sem búa eingöngu á einu afmörkuðu svæði heimsins. Macropus þýðir í raun „stórfótur“ og á það vissulega prýðilega við þekktustu tegundirnar, sem við þekkjum sem ... hvað?

7.  Sérstakur borði sem er undið upp á þannig að hann hefur í rauninni aðeins eina hlið, hvað nefnist hann?

8.  Í hvaða landi er borgin Tangier?

9.  Hvaða flytjandi varð í öðru sæti í undankeppni Eurovision hér á landi?

10.  Fyrir skömmu var spurt hér um hvaða virkjun hér á landi framleiddi mesta orku og reyndist það vera Kárahnjúkavirkjun. En hver er í öðru sæti?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni?

***

Svör við aðaspurningum:

1.  Ísland er 17da.

2.  Í Reykjavík.

3.  Sigga Kling. Hún mun vera hætt að notast við nafnið Klingenberg en þar sem hún var lengi þekkt undir því nafni fæst stig fyrir það líka.

4.  Tíminn.

5.  1776.

6.  Kengúrur.

7.  Möbius-borði.

Nei sko, þetta er Möbius-borði!

8.  Marokkó.

9.  Langi Seli og skuggarnir.

10.  Hellisheiðarvirkjun. Athugið að við gerð þessarar spurningar, eða öllu heldur við gerð svarsins, var leitað til færustu sérfræðinga í málinu! Svo um það verður ekki deilt!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sænska söngkonan Loreen.

Á neðri myndinni er Lionel Messi með gullboltana sína sjö, æðstu einstaklingsverðlaun fótboltans sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
5
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár