Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1079. spurningaþraut: Hvar er Ísland að stærð í röð Evrópulanda?

1079. spurningaþraut: Hvar er Ísland að stærð í röð Evrópulanda?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sjálfstæð Evrópuríki teljast vera 50 talsins. Fáein þeirra teljast bæði til Evrópu og annarrar heimsálfu landfræðilega og/eða stjórnskipunarlega, en ef eingöngu er miðað við landfræðilegan Evrópuhlutann, hvar er Ísland þá í röð Evrópuríkja eftir flatarmáli? Er Ísland 7. stærsta ríki Evrópu — 17da — 27da — 37da — eða 47da?

2.  Í hvaða bæjarfélagi á Íslandi er Hólavallakirkjugarður?

3.  Sú var tíð að flest dagblöð héldu úti stjörnuspám, en nú mun vefritið Vísir.is eitt eftir fjölmiðla til þess. Sesselja Sig­ríður Ævars­dótt­ir heitir í þjóðskrá sú dugmikla kona sem hefur úti stjörnuspánni þar. En hvað kallar hún sig?

4.  Sú var líka tíð á 20. öld að flest dagblöð á Íslandi voru gefin út í nánum tengslum við helstu stjórnmálaflokkana. Hvað nefnist blaðið sem var lengst af málgagn Framsóknarflokksins?

5.   Hvaða ár lýstu breskar nýlendur í Norður-Ameríku yfir sjálfstæði?

6.  Macropus er latneskt fræðiheiti sem notað er um nokkrar dýrategundir sem búa eingöngu á einu afmörkuðu svæði heimsins. Macropus þýðir í raun „stórfótur“ og á það vissulega prýðilega við þekktustu tegundirnar, sem við þekkjum sem ... hvað?

7.  Sérstakur borði sem er undið upp á þannig að hann hefur í rauninni aðeins eina hlið, hvað nefnist hann?

8.  Í hvaða landi er borgin Tangier?

9.  Hvaða flytjandi varð í öðru sæti í undankeppni Eurovision hér á landi?

10.  Fyrir skömmu var spurt hér um hvaða virkjun hér á landi framleiddi mesta orku og reyndist það vera Kárahnjúkavirkjun. En hver er í öðru sæti?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni?

***

Svör við aðaspurningum:

1.  Ísland er 17da.

2.  Í Reykjavík.

3.  Sigga Kling. Hún mun vera hætt að notast við nafnið Klingenberg en þar sem hún var lengi þekkt undir því nafni fæst stig fyrir það líka.

4.  Tíminn.

5.  1776.

6.  Kengúrur.

7.  Möbius-borði.

Nei sko, þetta er Möbius-borði!

8.  Marokkó.

9.  Langi Seli og skuggarnir.

10.  Hellisheiðarvirkjun. Athugið að við gerð þessarar spurningar, eða öllu heldur við gerð svarsins, var leitað til færustu sérfræðinga í málinu! Svo um það verður ekki deilt!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sænska söngkonan Loreen.

Á neðri myndinni er Lionel Messi með gullboltana sína sjö, æðstu einstaklingsverðlaun fótboltans sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár