Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir Íslendinga hafða að háði og spotti og fjölmiðla notaða til að dreifa falsupplýsingum hér á landi

Sendi­herra Úkraínu seg­ir að ís­lenska þjóð­in sé höfð að at­hlægi með birt­ingu grein­ar rúss­neska sendi­herr­ans í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku. Hún skor­ar á Morg­un­blað­ið að forð­ast það að vera í vitorði með Rúss­um.

Segir Íslendinga hafða að háði og spotti og fjölmiðla notaða til að dreifa falsupplýsingum hér á landi
Olgu Dibrova Sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi hefur aðsetur í Helsinki í Finnlandi. Mynd: Wikimedia Commons/FinnishGovernment

Sendiráð Úkraínu gagnvart Íslandi hefur þungar áhyggjur vegna aðsendrar greinar sem birt var í Morgunblaðinu 22. febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í opnu bréfi Olgu Dibrova sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi til Morgunblaðsins sem dagsett er 28. febrúar og birtist á Facebook-síðu sendiráðsins. 

Greinin sem um ræðir er eftir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi en í henni segir hann meðal annars að frá því í febrúar á síðasta ári hafi Rússland staðið að sérstökum hernaðaraðgerðum til að „afhervæða og afnasistavæða Úkraínu“. Noskov segir jafnframt að ásakanir svokallaðs „vestræns samfélags” um „tilefnislausa árás” hafi ómað alla síðustu tólf mánuði. „Hræsnisleg fullyrðing um að Rússland hafi „án ástæðu” ráðist á „meinlausa“ Úkraínu er meðal þeirra sem málsvarar núverandi Kænugarðsstjórnar hafa haldið sem mest á lofti.“

Talar hann um að innanlandsátök í Úkraínu hafi fyrst og fremst verið afleiðing þjóðfjandsamlegrar stefnu öfgahægriafla sem hafi tekið við stjórn í Kænugarði eftir að blóðugt valdarán hafi verið framið með virkri aðstoð Bandaríkjanna og leiðandi Evrópulanda árið 2014. 

Noskov lýkur aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu á þeim orðum að ljóst liggi fyrir að tilraunir Vesturveldanna til að „einangra“ eða „slaufa“ Rússlandi bíði afhroð. „Í millitíðinni hafa rússneskir hermenn náð góðum árangri í að eyða vopnabúnaði frá NATO á því svæði þar sem séraðgerðirnar fara fram. Enginn vafi leikur á því að Rússland tryggir öryggi sitt og skapar jákvæðar aðstæður fyrir áframhaldandi, stigvaxandi þróun. Sagan mun um síðir leiða hið rétta í ljós,“ skrifar hann. 

Fjölmiðlar geta orðið tæki Rússa til að dreifa áróðri

Sendiherra Úkraínu gagnrýnir ákvörðun Morgunblaðsins að birta greinina. Dibrova segir að hún samanstandi af augljósum áróðri Rússlands frá opinberum fulltrúa hryðjuverkaríkisins Rússlands á Íslandi. Birting greinarinnar sé gott dæmi um það hvernig vestrænir fjölmiðlar geti orðið tæki til að dreifa fölsuðum upplýsingum og sjónarhorni Rússa til stuðnings fjöldamorða sem Rússar frömdu í hjarta Evrópu og grafa undan öllum alþjóðlegum viðmiðum, mannlegri reisn og grundvallarreglum um sambúð meðal þjóða.

„Íslenska þjóðin er einnig höfð að athlægi sem staðið hefur hugrökk með Úkraínumönnum frá fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu er nú berjast og deyja fyrir tilverurétt sinn sem frjáls og sjálfstæð þjóð.“
Olga Dibrova
sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi

Samkvæmt sendiherra Úkraínu hefur greinin milljónir samlanda hennar að háði og spotti. Greinin hæðist að fólki sem misst hefur heimili sín og þá sem búa við daglegar flugskeyta- og drónaárásir frá Rússum – og þeim þúsundum úkraínskra fjölskyldna sem misst hafa ástvini sína í þessu grimma árásarstríði gegn Úkraínu. 

„Íslenska þjóðin er einnig höfð að athlægi sem staðið hefur hugrökk með Úkraínumönnum frá fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu er nú berjast og deyja fyrir tilverurétt sinn sem frjáls og sjálfstæð þjóð og rétt til að stjórna eigin örlögum sem hluti af siðmenntuðum og lýðræðislegum heimi,“ skrifar hún. 

Vonast eftir stuðningi

Dibrova segir að Morgunblaðið hafi gefið manninum orðið sem er opinberlega tengdur ríki sem brjóti kerfisbundið í bága við viðmið alþjóðlegra mannúðar- og mannréttindalaga í Úkraínu.

Sendiráðið skorar á Morgunblaðið að forðast það að verða óviljandi í vitorði með Rússum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu og fjölda stríðsglæpa sem kostuðu þúsundir manna lífið. „Ég vonast til að fá skilning og stuðning,“ skrifar hún að lokum. 

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Birting áróðursgreinar rússneska sendiherrans í Morgunblaðinu vakti eðlilega mikla undrun og meira að segja reiði. Hvernig getur virtur fjölmiðill sem Morgunblaðið lagst í duftið fyrir sjónarmiðum einræðisherra og ofbeldismanns?
    Áleitin spurning er hvort íslenska Utanríkisráðuneytið óski ekki eftir því við stjórnvöld í Kreml að þessi umdeildi sendiherra verði kallaður heim og annar sem kann venjulega mannasiði verði sendur í hans stað?
    1
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Útgerðirnar sem eiga moggann vilja selja rúzzum meiri fisk. Rúzzagullið glóir og glepur. Sannleikurinn og réttlætið á Íslandi hafa verðmiða hjá mogganum. Útsöluverð. TaxFree. Svo einfalt er það.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þarna kemur fram afgerandi menningarmunur. Úkraínski sendiherrann er enn þjakaður af gamla sovétinu, telur almenning trúa bulli stjórnvalda gagnrýnislaust.
    -2
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Sorpritið sem gefið er út frá Hádegismóum er og verður ávalt sorprit í mínum augum.
    Hér í denn þegar maður var ungur og varla farinn að mynda sér pólutískar skoðannir.
    Þá las maður samt ekki áróðurs sorprit styrmis, nema til að sjá hvað var í bíó.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Morgunblaðið er nú orðið að mörgu leiti eins og prentútgáfan af útvarpi Sögu svona í seinni tíð. Meðan Styrmir var ritstjóri þá voru sagðar fréttir í Mogganum og oft var mjög góð umfjöllun um erlend málefni, sérstaklega þegar stórir atburðir áttu sér stað. Vissulega var alltaf ákveðið agenda í gangi en það var auðvelt að sjá í gegnum það. Í dag er Mogginn eitthvað sem ég get ekki alveg skilgreint, einhver sérstakur angi af veröld með valkvæðan veruleika. Fyrirbæri sem er ekki alveg til ásetnings eins og maður myndi segja í sveitinni.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár