Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir Íslendinga hafða að háði og spotti og fjölmiðla notaða til að dreifa falsupplýsingum hér á landi

Sendi­herra Úkraínu seg­ir að ís­lenska þjóð­in sé höfð að at­hlægi með birt­ingu grein­ar rúss­neska sendi­herr­ans í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku. Hún skor­ar á Morg­un­blað­ið að forð­ast það að vera í vitorði með Rúss­um.

Segir Íslendinga hafða að háði og spotti og fjölmiðla notaða til að dreifa falsupplýsingum hér á landi
Olgu Dibrova Sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi hefur aðsetur í Helsinki í Finnlandi. Mynd: Wikimedia Commons/FinnishGovernment

Sendiráð Úkraínu gagnvart Íslandi hefur þungar áhyggjur vegna aðsendrar greinar sem birt var í Morgunblaðinu 22. febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í opnu bréfi Olgu Dibrova sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi til Morgunblaðsins sem dagsett er 28. febrúar og birtist á Facebook-síðu sendiráðsins. 

Greinin sem um ræðir er eftir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi en í henni segir hann meðal annars að frá því í febrúar á síðasta ári hafi Rússland staðið að sérstökum hernaðaraðgerðum til að „afhervæða og afnasistavæða Úkraínu“. Noskov segir jafnframt að ásakanir svokallaðs „vestræns samfélags” um „tilefnislausa árás” hafi ómað alla síðustu tólf mánuði. „Hræsnisleg fullyrðing um að Rússland hafi „án ástæðu” ráðist á „meinlausa“ Úkraínu er meðal þeirra sem málsvarar núverandi Kænugarðsstjórnar hafa haldið sem mest á lofti.“

Talar hann um að innanlandsátök í Úkraínu hafi fyrst og fremst verið afleiðing þjóðfjandsamlegrar stefnu öfgahægriafla sem hafi tekið við stjórn í Kænugarði eftir að blóðugt valdarán hafi verið framið með virkri aðstoð Bandaríkjanna og leiðandi Evrópulanda árið 2014. 

Noskov lýkur aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu á þeim orðum að ljóst liggi fyrir að tilraunir Vesturveldanna til að „einangra“ eða „slaufa“ Rússlandi bíði afhroð. „Í millitíðinni hafa rússneskir hermenn náð góðum árangri í að eyða vopnabúnaði frá NATO á því svæði þar sem séraðgerðirnar fara fram. Enginn vafi leikur á því að Rússland tryggir öryggi sitt og skapar jákvæðar aðstæður fyrir áframhaldandi, stigvaxandi þróun. Sagan mun um síðir leiða hið rétta í ljós,“ skrifar hann. 

Fjölmiðlar geta orðið tæki Rússa til að dreifa áróðri

Sendiherra Úkraínu gagnrýnir ákvörðun Morgunblaðsins að birta greinina. Dibrova segir að hún samanstandi af augljósum áróðri Rússlands frá opinberum fulltrúa hryðjuverkaríkisins Rússlands á Íslandi. Birting greinarinnar sé gott dæmi um það hvernig vestrænir fjölmiðlar geti orðið tæki til að dreifa fölsuðum upplýsingum og sjónarhorni Rússa til stuðnings fjöldamorða sem Rússar frömdu í hjarta Evrópu og grafa undan öllum alþjóðlegum viðmiðum, mannlegri reisn og grundvallarreglum um sambúð meðal þjóða.

„Íslenska þjóðin er einnig höfð að athlægi sem staðið hefur hugrökk með Úkraínumönnum frá fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu er nú berjast og deyja fyrir tilverurétt sinn sem frjáls og sjálfstæð þjóð.“
Olga Dibrova
sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi

Samkvæmt sendiherra Úkraínu hefur greinin milljónir samlanda hennar að háði og spotti. Greinin hæðist að fólki sem misst hefur heimili sín og þá sem búa við daglegar flugskeyta- og drónaárásir frá Rússum – og þeim þúsundum úkraínskra fjölskyldna sem misst hafa ástvini sína í þessu grimma árásarstríði gegn Úkraínu. 

„Íslenska þjóðin er einnig höfð að athlægi sem staðið hefur hugrökk með Úkraínumönnum frá fyrstu dögum innrásar Rússa í Úkraínu er nú berjast og deyja fyrir tilverurétt sinn sem frjáls og sjálfstæð þjóð og rétt til að stjórna eigin örlögum sem hluti af siðmenntuðum og lýðræðislegum heimi,“ skrifar hún. 

Vonast eftir stuðningi

Dibrova segir að Morgunblaðið hafi gefið manninum orðið sem er opinberlega tengdur ríki sem brjóti kerfisbundið í bága við viðmið alþjóðlegra mannúðar- og mannréttindalaga í Úkraínu.

Sendiráðið skorar á Morgunblaðið að forðast það að verða óviljandi í vitorði með Rússum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu og fjölda stríðsglæpa sem kostuðu þúsundir manna lífið. „Ég vonast til að fá skilning og stuðning,“ skrifar hún að lokum. 

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Guðjón Jensson skrifaði
  Birting áróðursgreinar rússneska sendiherrans í Morgunblaðinu vakti eðlilega mikla undrun og meira að segja reiði. Hvernig getur virtur fjölmiðill sem Morgunblaðið lagst í duftið fyrir sjónarmiðum einræðisherra og ofbeldismanns?
  Áleitin spurning er hvort íslenska Utanríkisráðuneytið óski ekki eftir því við stjórnvöld í Kreml að þessi umdeildi sendiherra verði kallaður heim og annar sem kann venjulega mannasiði verði sendur í hans stað?
  1
 • Gudmundur Einarsson skrifaði
  Útgerðirnar sem eiga moggann vilja selja rúzzum meiri fisk. Rúzzagullið glóir og glepur. Sannleikurinn og réttlætið á Íslandi hafa verðmiða hjá mogganum. Útsöluverð. TaxFree. Svo einfalt er það.
  0
 • PB
  Páll Bragason skrifaði
  Þarna kemur fram afgerandi menningarmunur. Úkraínski sendiherrann er enn þjakaður af gamla sovétinu, telur almenning trúa bulli stjórnvalda gagnrýnislaust.
  -2
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Sorpritið sem gefið er út frá Hádegismóum er og verður ávalt sorprit í mínum augum.
  Hér í denn þegar maður var ungur og varla farinn að mynda sér pólutískar skoðannir.
  Þá las maður samt ekki áróðurs sorprit styrmis, nema til að sjá hvað var í bíó.
  1
 • SIB
  Sigurður I Björnsson skrifaði
  Morgunblaðið er nú orðið að mörgu leiti eins og prentútgáfan af útvarpi Sögu svona í seinni tíð. Meðan Styrmir var ritstjóri þá voru sagðar fréttir í Mogganum og oft var mjög góð umfjöllun um erlend málefni, sérstaklega þegar stórir atburðir áttu sér stað. Vissulega var alltaf ákveðið agenda í gangi en það var auðvelt að sjá í gegnum það. Í dag er Mogginn eitthvað sem ég get ekki alveg skilgreint, einhver sérstakur angi af veröld með valkvæðan veruleika. Fyrirbæri sem er ekki alveg til ásetnings eins og maður myndi segja í sveitinni.
  6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár