Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í

Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor í fé­lags­fræði, seg­ir að femín­ism­inn eigi enn eft­ir að gera upp móð­ur­hlut­verk­ið, kröf­urn­ar sem gerð­ar séu til mæðra í dag séu í raun bak­slag við rétt­inda­bar­áttu kvenna. Ný rann­sókn Sunnu sýn­ir hvernig þess­ar kröf­ur stuðla að lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni á Ís­landi.

Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í
Jafnréttismál Sunna segir ekki hægt að tala um raunverulegt jafnrétti fyrr en foreldrahlutverkið deilist jafnt á báða foreldra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rannsókn Sunnu Kristínar Símonardóttur, nýdoktors í félagsfræði, og Hlédísar Marenar Guðmundsdóttur, meistaranema í félagsfræði, um viðhorf ungra kvenna til barneigna sýnir að ungar barnlausar konur á Íslandi vilja ekki ganga inn í sama móðurhlutverk og formæður þeirra. Það hversu ósanngjarnt þeim þykir þetta hlutverk vera hafi þau áhrif að þær vilja síður, eða seinna, verða mæður, og að þetta leiði til lækkandi fæðingartíðni.

Undanfarinn áratug hefur fæðingartíðni á Íslandi lækkað hratt og nýjustu tölur sýna að íslenskar konur eignast að meðaltali 1,82 börn yfir ævina, sem er umtalsverð lækkun frá því sem áður var. Almennt er  miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Alþjóðlegur samanburður gefur til kynna að stefnumörkun sem veitir foreldrum atvinnuöryggi, hágæða opinbera dagvistun og launað fæðingarorlof geti hjálpað til við að viðhalda eða auka frjósemi.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var meðalaldur mæðra við fæðingu …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Feður í dag hugsa miklu meira um börnin sín en áður var.
    Þarf ekki annað en sjá þá með barnakerrurnar á götum úti,
    það hefði minni kynslóð aldrei dreymt um að sjá.
    2
    • KÞM
      Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
      Tek undir það að feður taka meiri þátt
      Í uppeldi barna en áður enda hófst almenn atvinnuþátttaka kvenna ekki fyrir svo ýkja löngu. En betur má ef duga skal, þeir eru örugglega enn hálfdrættingar á við konur sínar þegar kemur að barnauppeldi og ungar mæður í dag þurfa að taka á honum stóra sínum til að standa undir þeim kröfum sem samfélagið , þar með talið þær sjálfar gera til sín. Minni svo á kvennaverkfallsdaginn 24. október.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár