Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í

Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor í fé­lags­fræði, seg­ir að femín­ism­inn eigi enn eft­ir að gera upp móð­ur­hlut­verk­ið, kröf­urn­ar sem gerð­ar séu til mæðra í dag séu í raun bak­slag við rétt­inda­bar­áttu kvenna. Ný rann­sókn Sunnu sýn­ir hvernig þess­ar kröf­ur stuðla að lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni á Ís­landi.

Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í
Jafnréttismál Sunna segir ekki hægt að tala um raunverulegt jafnrétti fyrr en foreldrahlutverkið deilist jafnt á báða foreldra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rannsókn Sunnu Kristínar Símonardóttur, nýdoktors í félagsfræði, og Hlédísar Marenar Guðmundsdóttur, meistaranema í félagsfræði, um viðhorf ungra kvenna til barneigna sýnir að ungar barnlausar konur á Íslandi vilja ekki ganga inn í sama móðurhlutverk og formæður þeirra. Það hversu ósanngjarnt þeim þykir þetta hlutverk vera hafi þau áhrif að þær vilja síður, eða seinna, verða mæður, og að þetta leiði til lækkandi fæðingartíðni.

Undanfarinn áratug hefur fæðingartíðni á Íslandi lækkað hratt og nýjustu tölur sýna að íslenskar konur eignast að meðaltali 1,82 börn yfir ævina, sem er umtalsverð lækkun frá því sem áður var. Almennt er  miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Alþjóðlegur samanburður gefur til kynna að stefnumörkun sem veitir foreldrum atvinnuöryggi, hágæða opinbera dagvistun og launað fæðingarorlof geti hjálpað til við að viðhalda eða auka frjósemi.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var meðalaldur mæðra við fæðingu …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Feður í dag hugsa miklu meira um börnin sín en áður var.
    Þarf ekki annað en sjá þá með barnakerrurnar á götum úti,
    það hefði minni kynslóð aldrei dreymt um að sjá.
    2
    • KÞM
      Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
      Tek undir það að feður taka meiri þátt
      Í uppeldi barna en áður enda hófst almenn atvinnuþátttaka kvenna ekki fyrir svo ýkja löngu. En betur má ef duga skal, þeir eru örugglega enn hálfdrættingar á við konur sínar þegar kemur að barnauppeldi og ungar mæður í dag þurfa að taka á honum stóra sínum til að standa undir þeim kröfum sem samfélagið , þar með talið þær sjálfar gera til sín. Minni svo á kvennaverkfallsdaginn 24. október.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár