Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

SA frestar verkbanni um fjóra sólarhringa

Boð­að hef­ur ver­ið til fund­ar í kjara­deilu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Efl­ing­ar hjá rík­is­sátta­semj­ara í kvöld. Þar verð­ur til um­ræða ný miðl­un­ar­til­laga í deil­unni. Verk­banni að­ild­ar­fyr­ir­tækja SA hef­ur ver­ið sleg­ið á frest.

SA frestar verkbanni um fjóra sólarhringa
Fresta Samtök atvinnulífsins hafa frestað boðuðu verkbanni á Eflingarfélaga í ljósi þess að settur ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilunni. Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtakanna. Mynd: Samtök atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins hafa frestað boðuðu verkbanni á starfsfólk Eflingar um fjóra sólarhringa. Verkbannið átti að hefjast í hádeginu á fimmtudag en mun taka gildi klukkan fjögur síðdegis á mánudag eftir viku. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA, sem vísar þar til þess að boðað hafi verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna við Eflingu stéttarfélag. Fundurinn er boðaður til að ráðgast um framlagningu miðlunartillögu í deilunni. Í tilkynningu á vef Eflingar er talað um að SA hafi tilkynnt stéttarfélaginu ákvörðun sína rétt fyrir hádegi í dag. 

Verkbannið bíður þess að fara fyrir félagsdóm síðdegis í dag. Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir dóminn vegna þess að sambandið telur boðað verkbann brjóta í bága við lög. Er þar meðal annars vísað til ójafns vægis atkvæða aðildarfyrirtækja SA í atkvæðagreiðslu um verkbannið auk þess sem forsvarsmenn fyrirtækja utan starfssvæðis Eflingar, sem þar af leiðandi hafa ekki aðild að kjaradeilunni, hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár