Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

SA frestar verkbanni um fjóra sólarhringa

Boð­að hef­ur ver­ið til fund­ar í kjara­deilu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Efl­ing­ar hjá rík­is­sátta­semj­ara í kvöld. Þar verð­ur til um­ræða ný miðl­un­ar­til­laga í deil­unni. Verk­banni að­ild­ar­fyr­ir­tækja SA hef­ur ver­ið sleg­ið á frest.

SA frestar verkbanni um fjóra sólarhringa
Fresta Samtök atvinnulífsins hafa frestað boðuðu verkbanni á Eflingarfélaga í ljósi þess að settur ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilunni. Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtakanna. Mynd: Samtök atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins hafa frestað boðuðu verkbanni á starfsfólk Eflingar um fjóra sólarhringa. Verkbannið átti að hefjast í hádeginu á fimmtudag en mun taka gildi klukkan fjögur síðdegis á mánudag eftir viku. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA, sem vísar þar til þess að boðað hafi verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna við Eflingu stéttarfélag. Fundurinn er boðaður til að ráðgast um framlagningu miðlunartillögu í deilunni. Í tilkynningu á vef Eflingar er talað um að SA hafi tilkynnt stéttarfélaginu ákvörðun sína rétt fyrir hádegi í dag. 

Verkbannið bíður þess að fara fyrir félagsdóm síðdegis í dag. Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir dóminn vegna þess að sambandið telur boðað verkbann brjóta í bága við lög. Er þar meðal annars vísað til ójafns vægis atkvæða aðildarfyrirtækja SA í atkvæðagreiðslu um verkbannið auk þess sem forsvarsmenn fyrirtækja utan starfssvæðis Eflingar, sem þar af leiðandi hafa ekki aðild að kjaradeilunni, hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár