Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1072. spurningaþraut: Spáspil og Bermúdaskál

1072. spurningaþraut: Spáspil og Bermúdaskál

Fyrri aukaspurning, efri mynd:

Hver er hér með mömmu sinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir höfuðborgin í Lúxembúrg?

2.  Uppi á hvaða fjalli fann Móse boðorðin tíu? 

3.  Hverrar þjóðar er söngstjarnan Loreen? Svo fáiði Eurovision-stig ef þið vitið til hvaða lands foreldrar hennar rekja ættir sínar.

4.  Hverrar þjóðar er kvikmyndastjarnan Sophia Loren?

5.  Hver er merking orðsins engill, bæði á grísku og hebresku?

6.  Bermúdaskálin er eins konar óopinber heimsmeistarakeppni í bridge. Ísland hefur einu sinni unnið, eins og frægt var. Hvaða ár var það?

7.  Hvaða þjóð skyldi oftast hafa unnið Bermúdaskálina eða 19 sinnum?

8.  Jurt ein er algeng á Íslandi- svo algeng að hún heitir á fræðimáli Cetraria islandica. Hún vex reyndar í fleiri löndum, en sést lítt eða ekki á byggðum bólum. Hvað köllum við þessa harðgerðu jurt?

9.  Hvað nefnast vinsælustu spáspil heimsins?

10.  Reykjavík er nokkurn veginn á 21. gráðu vestlægrar lengdar. Ef haldið er beint í suður frá Reykjavík, höfuðborg í hvaða ríki mun þá verða næst okkur á ferðalaginu? — Það er að segja, höfuðborg í hvaða ríki í suðri er næst lengdargráðu Reykjavíkur?

***

Seinni aukaspurning:

En hver er hér með mömmu sinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Lúxembúrg.

2.  Sínaí-fjalli.

3.  Loreen er sænsk. Foreldrar hennar eru aftur á móti frá Marokkó.

4.  Hún er ítölsk.

5.  Sendiboði.

6.  1991.

7.  Bandaríkin.

8.  Fjallagrös.

9.  Tarot-spil.

10.  Höfuðborg Grænhöfðaeyja, Praia, er næst lengdargráðunni okkar — örlítið nær en gráða Dakar í Senegal.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Barack Obama með mömmu sinni en á þeirri neðri er Sólveig Anna Jónsdóttir með sinni móður.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár