Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1072. spurningaþraut: Spáspil og Bermúdaskál

1072. spurningaþraut: Spáspil og Bermúdaskál

Fyrri aukaspurning, efri mynd:

Hver er hér með mömmu sinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir höfuðborgin í Lúxembúrg?

2.  Uppi á hvaða fjalli fann Móse boðorðin tíu? 

3.  Hverrar þjóðar er söngstjarnan Loreen? Svo fáiði Eurovision-stig ef þið vitið til hvaða lands foreldrar hennar rekja ættir sínar.

4.  Hverrar þjóðar er kvikmyndastjarnan Sophia Loren?

5.  Hver er merking orðsins engill, bæði á grísku og hebresku?

6.  Bermúdaskálin er eins konar óopinber heimsmeistarakeppni í bridge. Ísland hefur einu sinni unnið, eins og frægt var. Hvaða ár var það?

7.  Hvaða þjóð skyldi oftast hafa unnið Bermúdaskálina eða 19 sinnum?

8.  Jurt ein er algeng á Íslandi- svo algeng að hún heitir á fræðimáli Cetraria islandica. Hún vex reyndar í fleiri löndum, en sést lítt eða ekki á byggðum bólum. Hvað köllum við þessa harðgerðu jurt?

9.  Hvað nefnast vinsælustu spáspil heimsins?

10.  Reykjavík er nokkurn veginn á 21. gráðu vestlægrar lengdar. Ef haldið er beint í suður frá Reykjavík, höfuðborg í hvaða ríki mun þá verða næst okkur á ferðalaginu? — Það er að segja, höfuðborg í hvaða ríki í suðri er næst lengdargráðu Reykjavíkur?

***

Seinni aukaspurning:

En hver er hér með mömmu sinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Lúxembúrg.

2.  Sínaí-fjalli.

3.  Loreen er sænsk. Foreldrar hennar eru aftur á móti frá Marokkó.

4.  Hún er ítölsk.

5.  Sendiboði.

6.  1991.

7.  Bandaríkin.

8.  Fjallagrös.

9.  Tarot-spil.

10.  Höfuðborg Grænhöfðaeyja, Praia, er næst lengdargráðunni okkar — örlítið nær en gráða Dakar í Senegal.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Barack Obama með mömmu sinni en á þeirri neðri er Sólveig Anna Jónsdóttir með sinni móður.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár