Fyrri aukaspurning, efri mynd:
Hver er hér með mömmu sinni?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir höfuðborgin í Lúxembúrg?
2. Uppi á hvaða fjalli fann Móse boðorðin tíu?
3. Hverrar þjóðar er söngstjarnan Loreen? Svo fáiði Eurovision-stig ef þið vitið til hvaða lands foreldrar hennar rekja ættir sínar.
4. Hverrar þjóðar er kvikmyndastjarnan Sophia Loren?
5. Hver er merking orðsins engill, bæði á grísku og hebresku?
6. Bermúdaskálin er eins konar óopinber heimsmeistarakeppni í bridge. Ísland hefur einu sinni unnið, eins og frægt var. Hvaða ár var það?
7. Hvaða þjóð skyldi oftast hafa unnið Bermúdaskálina eða 19 sinnum?
8. Jurt ein er algeng á Íslandi- svo algeng að hún heitir á fræðimáli Cetraria islandica. Hún vex reyndar í fleiri löndum, en sést lítt eða ekki á byggðum bólum. Hvað köllum við þessa harðgerðu jurt?
9. Hvað nefnast vinsælustu spáspil heimsins?
10. Reykjavík er nokkurn veginn á 21. gráðu vestlægrar lengdar. Ef haldið er beint í suður frá Reykjavík, höfuðborg í hvaða ríki mun þá verða næst okkur á ferðalaginu? — Það er að segja, höfuðborg í hvaða ríki í suðri er næst lengdargráðu Reykjavíkur?
***
Seinni aukaspurning:
En hver er hér með mömmu sinni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Lúxembúrg.
2. Sínaí-fjalli.
3. Loreen er sænsk. Foreldrar hennar eru aftur á móti frá Marokkó.
4. Hún er ítölsk.
5. Sendiboði.
6. 1991.
7. Bandaríkin.
8. Fjallagrös.
9. Tarot-spil.
10. Höfuðborg Grænhöfðaeyja, Praia, er næst lengdargráðunni okkar — örlítið nær en gráða Dakar í Senegal.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er Barack Obama með mömmu sinni en á þeirri neðri er Sólveig Anna Jónsdóttir með sinni móður.
Athugasemdir