Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1071. spurningaþraut: Hvaða stærðfræðikennari varð fjármálaráðherra?

1071. spurningaþraut: Hvaða stærðfræðikennari varð fjármálaráðherra?

Fyrri aukaspurning:

Hver er sú unga stúlka sem þarna sést með afa sínum? Þið þurfið EKKI að vita hvað afinn heitir en ef einhver veit það, á sá eða sú skilið nördaverðlaun vikunnar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þingmaður á Alþingi Íslendinga var stærðfræðikennari en tók síðar að sér fjármálaráðuneytið?

2.  Í hvaða sagnaheimi kynnumst við mæðgunum Catelyn Stark og dætrum hennar Sönsu og Örju?

3.  Hvað heitir stærsta eyjan á Karíbahafi?

4.  Hvaða skáld um 1300 lýsti bæði helvíti og himnaríki betur en áður hafði verið gert?

5.  Síðustu þrír páfar hafa hins vegar tilheyrt hver sinni þjóðinni. Hvaða þremur þjóðum hafa þessir páfar tilheyrt? Þið þurfið að hafa öll þjóðaheitin rétt en nöfn páfanna mega liggja milli hluta í þetta sinn.

6.   Hvaða þjóð í Evrópu stærir sig gjarnan af því að ríki hennar hafi verið það síðasta í álfunni sem undirgekkst kristni?

7.  Á fremur afskekktum stað norðar í álfunni bjó þó önnur þjóð sem hafði að sönnu fengið að kynnast kristindómnum fyrr, en heiðin trúarbrögð viðhéldust þó í nokkrar aldir enn til hliðar við og innan um kristindóminn. Hvaða þjóð var svona blendin í trúnni?

8.  Hvaða byggði staður á Atlantshafi er lengst frá öðru byggðu bóli?

9.  Hver er aftastur í stafrófinu af öllum þeim sem hafa verið kjörnir á Alþingi Íslendinga?

10.  Í bandaríska flotanum tíðkast nokkuð að gefa risastórum flugvélamóðurskipum nöfn forseta Bandaríkjanna. Sem stendur sigla átta slík risaskip um höfin og það níunda er á leiðinni. En hver er nýjasti forsetinn (þ.e.a.s. styst síðan hann gegndi embætti) sem hefur verið heiðraður með þessum hætti?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er ein óvenjuleg. Ég fékk hana með góðfúslegu leyfi hjá Alex Bellos sem heldur úti skemmtilegri þrautasíðu hjá The Guardian, en hann fékk hana hjá úkraínsku bræðrunum Arsenii og Andrii Nikolaiev sem halda úti stærðfræðigrúppunni Kvanta. Og spurningin er einfaldlega: Hvernig verður þetta dæmi rétt með því að færa EINA eldspýtu? Og athugið að rétta svarið felst EKKI í brellu eins og þeirri að færa eina eldspýtu yfir samasemmerki svo að líti svona út: ≠. Heldur er þetta alvöru stærðfræði! Og ég hallast að því að þrautin sé nokkuð erfið, svo gefið ykkur tíma!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hér kemur í rauninni aðeins Oddný Harðardóttir til greina þar sem hún er eini þingmaðurinn sem situr núna á þingi sem þetta á við — en þannig var spurningin hugsuð. Glöggur maður benti mér þó á að það kæmi líklega ekki alveg nógu skýrt fram að eingöngu væri átt við núverandi þingmenn og því fæst rétt líka fyrir Benedikt Jóhannesson ef einhverjum dettur hann í hug. 

2.  Í Krúnuleikunum eða Game of Thrones.

3.  Kúba.

4.  Dante.

5.  Jóhannes Páll 2. var pólskur, Benedikt 16. þýskur, Frans er argentínskur.

6.  Litháar.

7.  Samar á Norðurlöndum.

8.  Tristan da Cunha.

9.  Össur Skarphéðinsson.

10.  Bush eldri. USS George H.W. Bush var tekið í notkun 2009.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kim Kardashian ásamt afa sínum. Hann hét Arthur Kardashian.

Og lausnin á neðri þrautinni er svona:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
1
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
2
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ráðuneytið svarar fyrir sendiherraskipanir Bjarna
6
Fréttir

Ráðu­neyt­ið svar­ar fyr­ir sendi­herra­skip­an­ir Bjarna

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur loks orð­ið við beiðni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um upp­lýs­ing­ar um skip­an­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar á sendi­herr­um í Róm og Washingt­on D.C. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata og flutn­ings­mað­ur fyr­ir­spurn­ar­inn­ar í nefnd­inni, seg­ir svör ráðu­neyt­is­ins vera þunn­an þrett­ánda og sýni glöggt hversu hroð­virkn­is­lega hafi ver­ið unn­ið að skip­un­um ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár