Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1071. spurningaþraut: Hvaða stærðfræðikennari varð fjármálaráðherra?

1071. spurningaþraut: Hvaða stærðfræðikennari varð fjármálaráðherra?

Fyrri aukaspurning:

Hver er sú unga stúlka sem þarna sést með afa sínum? Þið þurfið EKKI að vita hvað afinn heitir en ef einhver veit það, á sá eða sú skilið nördaverðlaun vikunnar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þingmaður á Alþingi Íslendinga var stærðfræðikennari en tók síðar að sér fjármálaráðuneytið?

2.  Í hvaða sagnaheimi kynnumst við mæðgunum Catelyn Stark og dætrum hennar Sönsu og Örju?

3.  Hvað heitir stærsta eyjan á Karíbahafi?

4.  Hvaða skáld um 1300 lýsti bæði helvíti og himnaríki betur en áður hafði verið gert?

5.  Síðustu þrír páfar hafa hins vegar tilheyrt hver sinni þjóðinni. Hvaða þremur þjóðum hafa þessir páfar tilheyrt? Þið þurfið að hafa öll þjóðaheitin rétt en nöfn páfanna mega liggja milli hluta í þetta sinn.

6.   Hvaða þjóð í Evrópu stærir sig gjarnan af því að ríki hennar hafi verið það síðasta í álfunni sem undirgekkst kristni?

7.  Á fremur afskekktum stað norðar í álfunni bjó þó önnur þjóð sem hafði að sönnu fengið að kynnast kristindómnum fyrr, en heiðin trúarbrögð viðhéldust þó í nokkrar aldir enn til hliðar við og innan um kristindóminn. Hvaða þjóð var svona blendin í trúnni?

8.  Hvaða byggði staður á Atlantshafi er lengst frá öðru byggðu bóli?

9.  Hver er aftastur í stafrófinu af öllum þeim sem hafa verið kjörnir á Alþingi Íslendinga?

10.  Í bandaríska flotanum tíðkast nokkuð að gefa risastórum flugvélamóðurskipum nöfn forseta Bandaríkjanna. Sem stendur sigla átta slík risaskip um höfin og það níunda er á leiðinni. En hver er nýjasti forsetinn (þ.e.a.s. styst síðan hann gegndi embætti) sem hefur verið heiðraður með þessum hætti?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er ein óvenjuleg. Ég fékk hana með góðfúslegu leyfi hjá Alex Bellos sem heldur úti skemmtilegri þrautasíðu hjá The Guardian, en hann fékk hana hjá úkraínsku bræðrunum Arsenii og Andrii Nikolaiev sem halda úti stærðfræðigrúppunni Kvanta. Og spurningin er einfaldlega: Hvernig verður þetta dæmi rétt með því að færa EINA eldspýtu? Og athugið að rétta svarið felst EKKI í brellu eins og þeirri að færa eina eldspýtu yfir samasemmerki svo að líti svona út: ≠. Heldur er þetta alvöru stærðfræði! Og ég hallast að því að þrautin sé nokkuð erfið, svo gefið ykkur tíma!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hér kemur í rauninni aðeins Oddný Harðardóttir til greina þar sem hún er eini þingmaðurinn sem situr núna á þingi sem þetta á við — en þannig var spurningin hugsuð. Glöggur maður benti mér þó á að það kæmi líklega ekki alveg nógu skýrt fram að eingöngu væri átt við núverandi þingmenn og því fæst rétt líka fyrir Benedikt Jóhannesson ef einhverjum dettur hann í hug. 

2.  Í Krúnuleikunum eða Game of Thrones.

3.  Kúba.

4.  Dante.

5.  Jóhannes Páll 2. var pólskur, Benedikt 16. þýskur, Frans er argentínskur.

6.  Litháar.

7.  Samar á Norðurlöndum.

8.  Tristan da Cunha.

9.  Össur Skarphéðinsson.

10.  Bush eldri. USS George H.W. Bush var tekið í notkun 2009.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kim Kardashian ásamt afa sínum. Hann hét Arthur Kardashian.

Og lausnin á neðri þrautinni er svona:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár