Þema þessarar þrautar eru útlenskar borgir sem þið eigið að þekkja af gömlum myndum. Aukaspurningarnar snúast um íslenska bæi!
***
Fyrri aukaspurning:
Hvaða þéttbýlisstaður á Íslandi er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða borg má sjá hér eins og hún leit út á 18. öld?
***
2. En hvaða borg leit svona út öllu fyrr eða á 16. öld?
***
3. Í þessari borg gekk greinilega mikið á árið 70 e.Kr. — Þetta er ... hvaða borg?
***
4. Þessa þekkja margir. Svona leit hún út um 1700.
***
5. Þarna ríður sjálfur Napóleon inn í ... hvaða borg?
***
6. Hér er hluti mikilli heimsborg eins og hún leit út á 17. öld.
***
7. Þessi hér, sem stendur við flóa og síðan mikið haf, fór ekki að byggjast verulega upp fyrr en á 19. öld.
***
8. Hér er borg sem var byggð upp frá grunni seint á 8. öld e.Kr. og leit svona reglulega út á 10. öld. Þá var hún ein helsta borg heimsins en hefur síðan átt jafnt góða sem slæma daga. Hún mátti þola innrás síðast fyrir aðeins 20 árum. Hvaða heitir hún?
***
9. Hér eru eiginlega tvær ævafornar borgir, fremst er hafnarborg þeirrar fornfrægu menningar- og stórborgar sem síðan sést aftar á myndinni. Nóg er að nefna þá stóru!
***
10. Og að lokum, hvaða borg má sjá á þessari teikningu frá því snemma á 19. öld?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða þéttbýlisstað á Íslandi má sjá hér?
***
Svör við aðalspurningum:
1. New York.
2. Moskva.
3. Jerúsalem.
4. Kaupmannahöfn.
5. Berlín.
6. London.
7. San Francisco
8. Bagdad.
9. Aþena
10. París.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er Keflavík. Ef þið viljið endilega segja Reykjanesbær, þá fáiði það.
Á neðri mynd er Siglufjörður.
Athugasemdir