Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1068. spurningaþraut: Hvaða eyju vildu Bandaríkjamenn kaupa?

1068. spurningaþraut: Hvaða eyju vildu Bandaríkjamenn kaupa?

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast sú tegund af skipum sem þarna sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þýska tónskáld samdi tilkomumikil verk um Niflungahringinn svonefnda?

2.  Denys Shmyhal er forsætisráðherra í Evrópulandi einu og hefur mætt mikið á honum síðasta árið. Það hefur verið harla erfitt. Hann er þó ekki valdamestur manna í sínu landi því æðsti þjóðhöfðingi landsins er valdameiri en hann. En í hvaða landi er Shmyhal forsætisráðherra?

3.  Verkalýðsfélagið Efling varð til við sameigingu eldri félaga — í nokkrum áföngum. En hvað af eftirtöldum félögum varð EKKI partur af Eflingu? Aldan — Dagsbrún — Framsókn — Iðja — Sókn.

4.  Ungur piltur átti góðan vin sem var björninn Balú. En hvað hét ungi pilturinn? 

5.  Hvað kallast á íslensku sá sjúkdómur (eða sjúkdómseinkenni) sem heitir á mörgum alþjóðlegum málum díarrea?

6.  Hvaða stóru eyju reyndu Bandaríkin að kaupa árið 1947? — þótt ekki muni sú hugmynd þá hafa komist nema rétt á rekspöl.

7.  Í hvaða landi er Ólátagarður?

8.  Hvaða áfengistegund er hið ameríska búrbon náskylt?

9.  Hanukkah er hátíð í ... hvaða trúarbrögðum?

10.  Hvað nefndist gríska þjóðsagnahetjan sem drap föður sinn og kvæntist svo móður sinni?

***

Seinni aukaspurning:

Konurnar tvær á myndinni hér að neðan eru systur og þær eru báðar í skrautlegum kjólum. En hvað eiga þær helst annað sameiginlegt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Wagner.

2.  Úkraínu.

3.  Aldan.

4.  Móglí.

5.  Niðurgangur.

6.  Grænland.

7.  Svíþjóð.

8.  Viskíi.

9.  Gyðingdómi.

10.  Ödipus.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er galeiða.

Á neðri myndinni eru systurnar Anna María og Margrét. Þær eru báðar (eða voru í tilfelli Önnu Maríu) drottningar. Það er eina rétta svarið!

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár