Fyrri aukaspurning:
Hvað kallast sú tegund af skipum sem þarna sést?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða þýska tónskáld samdi tilkomumikil verk um Niflungahringinn svonefnda?
2. Denys Shmyhal er forsætisráðherra í Evrópulandi einu og hefur mætt mikið á honum síðasta árið. Það hefur verið harla erfitt. Hann er þó ekki valdamestur manna í sínu landi því æðsti þjóðhöfðingi landsins er valdameiri en hann. En í hvaða landi er Shmyhal forsætisráðherra?
3. Verkalýðsfélagið Efling varð til við sameigingu eldri félaga — í nokkrum áföngum. En hvað af eftirtöldum félögum varð EKKI partur af Eflingu? Aldan — Dagsbrún — Framsókn — Iðja — Sókn.
4. Ungur piltur átti góðan vin sem var björninn Balú. En hvað hét ungi pilturinn?
5. Hvað kallast á íslensku sá sjúkdómur (eða sjúkdómseinkenni) sem heitir á mörgum alþjóðlegum málum díarrea?
6. Hvaða stóru eyju reyndu Bandaríkin að kaupa árið 1947? — þótt ekki muni sú hugmynd þá hafa komist nema rétt á rekspöl.
7. Í hvaða landi er Ólátagarður?
8. Hvaða áfengistegund er hið ameríska búrbon náskylt?
9. Hanukkah er hátíð í ... hvaða trúarbrögðum?
10. Hvað nefndist gríska þjóðsagnahetjan sem drap föður sinn og kvæntist svo móður sinni?
***
Seinni aukaspurning:
Konurnar tvær á myndinni hér að neðan eru systur og þær eru báðar í skrautlegum kjólum. En hvað eiga þær helst annað sameiginlegt?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Wagner.
2. Úkraínu.
3. Aldan.
4. Móglí.
5. Niðurgangur.
6. Grænland.
7. Svíþjóð.
8. Viskíi.
9. Gyðingdómi.
10. Ödipus.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er galeiða.
Á neðri myndinni eru systurnar Anna María og Margrét. Þær eru báðar (eða voru í tilfelli Önnu Maríu) drottningar. Það er eina rétta svarið!
Athugasemdir