Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Húsnæðið á Kleppi og við Hringbraut ekki boðlegt fyrir fólk með geðrænan vanda

Heil­brigð­is­ráð­herra tek­ur und­ir með vara­þing­manni Pírata að að­staða fyr­ir fólk með geð­ræn vanda­mál sé ekki nægi­lega góð.

Húsnæðið á Kleppi og við Hringbraut ekki boðlegt fyrir fólk með geðrænan vanda
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra Mynd: Framsókn / Gummi Thor

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra játaði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær að mögulega hefðu stjórnvöld ekki verið nægilega snemma í uppbyggingarferli nýs Landspítala þegar kemur að stöku byggingum og stöku deildum. 

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sagði í fyrirspurn sinni að innviðir geðdeildarinnar á Hringbraut þörfnuðust bráðnauðsynlegra umbóta. Húsnæðiskosturinn væri ekki aðeins óviðunandi heldur hefði sameining deilda fækkað leguplássum, bæði þar og á Kleppi. 

Hún spurði ráðherrann meðal annars hvort hann hefði áform um að útvega nýtt húsnæði fyrir nýja geðdeild. „Eða gleymdist bara algjörlega að gera ráð fyrir geðheilbrigðismálum í þeirri endurskoðun sem á sér stað í heilbrigðiskerfinu og í uppbyggingu nýs Landspítala?“

Ráðherrann svaraði og sagði að það hefði staðið til bóta og að verið væri búið að efla mjög það heildarskipulag sem heldur utan um skoðun á stöðu eldri bygginga. Það væri rétt sem Lenya Rún segði að ekki væri boðlegt og ekki raunhæft ástand bygginga – hvorki á Kleppi né við Hringbraut fyrir að vera með þessa starfsemi. „Það sem ég gerði var að ég var með mjög öflugan starfshóp sem var í miklu notendasamráði um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Hluti af þeim starfshópi hélt áfram til að vinna út frá þessari skýrslu og skoða húsnæðismálin og ætlar að leggja til hvað er skynsamlegast að gera.“ Hann sagði þetta mjög brýnt og mikilvægt mál.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
FréttirHeilbrigðismál

Til­kynn­ing um her­manna­veiki í blokk fyr­ir eldri borg­ara vek­ur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár