Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fyrir fréttafíkla en líka þau sem þola ekki fréttir

Þátta­stjórn­end­ur The Daily, frétta­hlað­varps New York Times, segja svo listi­lega vel frá að jafn­vel þau sem þola ekki frétt­ir leggja við hlust­ir.

Fyrir fréttafíkla en líka þau sem þola ekki fréttir
Þetta helst The Daily hóf göngu sína í febrúar 2017 og nálgast þættirnir nú 1.800 talsins. Hlaðvarpið er með þeim vinsælustu í heiminum þó það nái ekki á topplistann hér heima, en það mætti breytast.

„Svona eiga fréttir að hljóma. Helstu fréttir hverju sinni, sagðar af besta fjölmiðlafólki í heimi.“ Þannig hljómar lýsingin á hlaðvarpinu The Daily frá New York Times. Kannski ekki auðmjúkasta lýsingin en það er mikið til í henni. The Daily er hlaðvarp sem kafar dýpra ofan í það sem ber hæst á góma í fréttamálum heimsins. Þættirnir koma út alla virka daga en dæmi eru um að þættir komi út um helgar þegar mikið liggur við. 

Þættirnir eru framleiddir og gefnir út af New York Times og eru í umsjón Michael Barbaro og Sabrinu Tavernise. The Daily hóf göngu sína í febrúar 2017 og nálgast þættirnir nú 1.800 talsins. Hlaðvarpið er með þeim vinsælustu í heiminum þó það nái ekki á topplistann hér heima, en það mætti breytast.   

Hver þáttur er um 20-30 mínútur að lengd, sem er mikill kostur. Þáttastjórnendum tekst á stuttum tíma að fara yfir mál, sum mjög flókin, og gera skiljanleg á ekki lengri tíma. Fyrirkomulagið er því hentugt bæði fyrir fróðleiksfúsa fréttafíkla en ekki síður þau sem forðast að fylgjast með fréttatímum, einhverra hluta vegna, en vilja samt sem áður vita það helsta um heimsmálin. 

Þættir sem hafa verið sóttir oftast og er sérstaklega vert að mæla með eru til að mynda þáttur um bakara í Colorado sem neitaði að baka brúðkaupstertu fyrir samkynja par og umfjöllun um áhrif #MeToo í bandaríska hernum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár