Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrir fréttafíkla en líka þau sem þola ekki fréttir

Þátta­stjórn­end­ur The Daily, frétta­hlað­varps New York Times, segja svo listi­lega vel frá að jafn­vel þau sem þola ekki frétt­ir leggja við hlust­ir.

Fyrir fréttafíkla en líka þau sem þola ekki fréttir
Þetta helst The Daily hóf göngu sína í febrúar 2017 og nálgast þættirnir nú 1.800 talsins. Hlaðvarpið er með þeim vinsælustu í heiminum þó það nái ekki á topplistann hér heima, en það mætti breytast.

„Svona eiga fréttir að hljóma. Helstu fréttir hverju sinni, sagðar af besta fjölmiðlafólki í heimi.“ Þannig hljómar lýsingin á hlaðvarpinu The Daily frá New York Times. Kannski ekki auðmjúkasta lýsingin en það er mikið til í henni. The Daily er hlaðvarp sem kafar dýpra ofan í það sem ber hæst á góma í fréttamálum heimsins. Þættirnir koma út alla virka daga en dæmi eru um að þættir komi út um helgar þegar mikið liggur við. 

Þættirnir eru framleiddir og gefnir út af New York Times og eru í umsjón Michael Barbaro og Sabrinu Tavernise. The Daily hóf göngu sína í febrúar 2017 og nálgast þættirnir nú 1.800 talsins. Hlaðvarpið er með þeim vinsælustu í heiminum þó það nái ekki á topplistann hér heima, en það mætti breytast.   

Hver þáttur er um 20-30 mínútur að lengd, sem er mikill kostur. Þáttastjórnendum tekst á stuttum tíma að fara yfir mál, sum mjög flókin, og gera skiljanleg á ekki lengri tíma. Fyrirkomulagið er því hentugt bæði fyrir fróðleiksfúsa fréttafíkla en ekki síður þau sem forðast að fylgjast með fréttatímum, einhverra hluta vegna, en vilja samt sem áður vita það helsta um heimsmálin. 

Þættir sem hafa verið sóttir oftast og er sérstaklega vert að mæla með eru til að mynda þáttur um bakara í Colorado sem neitaði að baka brúðkaupstertu fyrir samkynja par og umfjöllun um áhrif #MeToo í bandaríska hernum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár