Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fyrir fréttafíkla en líka þau sem þola ekki fréttir

Þátta­stjórn­end­ur The Daily, frétta­hlað­varps New York Times, segja svo listi­lega vel frá að jafn­vel þau sem þola ekki frétt­ir leggja við hlust­ir.

Fyrir fréttafíkla en líka þau sem þola ekki fréttir
Þetta helst The Daily hóf göngu sína í febrúar 2017 og nálgast þættirnir nú 1.800 talsins. Hlaðvarpið er með þeim vinsælustu í heiminum þó það nái ekki á topplistann hér heima, en það mætti breytast.

„Svona eiga fréttir að hljóma. Helstu fréttir hverju sinni, sagðar af besta fjölmiðlafólki í heimi.“ Þannig hljómar lýsingin á hlaðvarpinu The Daily frá New York Times. Kannski ekki auðmjúkasta lýsingin en það er mikið til í henni. The Daily er hlaðvarp sem kafar dýpra ofan í það sem ber hæst á góma í fréttamálum heimsins. Þættirnir koma út alla virka daga en dæmi eru um að þættir komi út um helgar þegar mikið liggur við. 

Þættirnir eru framleiddir og gefnir út af New York Times og eru í umsjón Michael Barbaro og Sabrinu Tavernise. The Daily hóf göngu sína í febrúar 2017 og nálgast þættirnir nú 1.800 talsins. Hlaðvarpið er með þeim vinsælustu í heiminum þó það nái ekki á topplistann hér heima, en það mætti breytast.   

Hver þáttur er um 20-30 mínútur að lengd, sem er mikill kostur. Þáttastjórnendum tekst á stuttum tíma að fara yfir mál, sum mjög flókin, og gera skiljanleg á ekki lengri tíma. Fyrirkomulagið er því hentugt bæði fyrir fróðleiksfúsa fréttafíkla en ekki síður þau sem forðast að fylgjast með fréttatímum, einhverra hluta vegna, en vilja samt sem áður vita það helsta um heimsmálin. 

Þættir sem hafa verið sóttir oftast og er sérstaklega vert að mæla með eru til að mynda þáttur um bakara í Colorado sem neitaði að baka brúðkaupstertu fyrir samkynja par og umfjöllun um áhrif #MeToo í bandaríska hernum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár