Hún var á leið heim frá Miðbæjarskólanum að morgni dags. Þetta var að vori, veðrið var gott og hún gekk í hægðum sínum upp Bjargarstíginn þegar þeirri hugsun laust skyndilega niður að héðan í frá ætti hún sig sjálf. Hún ætlaði aldrei að eignast börn, en ef svo færi þá ætlaði hún allavega ekki að vera vond við þau. Með þá hugsun í farteskinu nálgaðist hún heimili fjölskyldunnar á Bergstaðastræti 23, bleikt hús sem bræður hennar höfðu merkt hinum ýmsu tónlistarmönnum með spreybrúsa, svo mörgum að það var orðið erfitt að sundurgreina krotið á veggnum. Hún átti auðvitað að vera í skólanum, en hún var frelsinu fegin og kippti sér ekkert upp við að hafa verið rekin fyrir óspektir. Ekki frekar en að hún væri eitthvað að velta því fyrir sér að hún hefði ekki baðast í margar vikur, klæddist allt of stórri peysu af bróður sínum og hélt gallabuxunum …
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.
Einsemdin verri en hungrið
Systir Lalla Johns, sem óx upp úr sama jarðvegi, fór í aðra átt, kláraði fjórar háskólagráður, en slapp ekki undan byrði bernskunnar. Rósa Ólöf Ólafíudóttir greinir frá slæmri meðferð yfirvalda á fátæku fólki, þar sem hungrið var ekki versta tilfinningin.
Athugasemdir (9)