Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum?“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar bend­ir á að verð­bólga hafi mik­il og nei­kvæð áhrif á stöðu heim­il­anna í land­inu sem sjái lán­in sín stökk­breyt­ast með ófyr­ir­séð­um af­leið­ing­um. Verð­bólga sé einnig slæm fyr­ir rík­is­sjóð sem eyði hátt í 100 millj­örð­um í vexti.

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum?“
Þingmaður Viðreisnar Guðbrandur spyr hvort hagvöxtur hér á landi sé sjálfbær. Mynd: Bára Huld Beck

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum? Af hverju er ég að greiða þrefalt hærri vexti en vinur minn í Svíþjóð? Af hverju er svona dýrt að lifa á Íslandi?“

Þannig hóf þingmaðurinn Guðbrandur Einarsson ræðu sína undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Hann sagði að þessa dagana væri verið að reyna að blekkja Íslendinga með því að segja að þeir séu í svo góðri stöðu af því að hér á landi sé svo mikill hagvöxtur. „En er þessi hagvöxtur sjálfbær? Hagvöxtur sem drifinn er áfram af viðskiptahalla er sjaldnast af hinu góða. Við erum þessa dagana að upplifa mikla verðbólgu, þá mestu á öldinni, og ein af ástæðum verðbólgunnar er þessi viðskiptahalli. Það hefur þau áhrif að krónan gefur eftir. Þá verða innfluttar vörur dýrari sem bætir við þá verðbólgu sem fyrir er.“ 

Ísland á toppnum þegar horft er til vaxtakostnaðar

Benti þingmaðurinn á að sú verðbólga sem Íslendingar glíma nú við hefði að mestu leyti orðið til vegna tilbúinnar spennu hér innan lands, til dæmis á húsnæðismarkaði. Það kynni þó að breytast með fallandi gengi krónunnar. 

„Þessi verðbólga hefur mikil og neikvæð áhrif á stöðu heimilanna í landinu sem sjá lánin sín stökkbreytast með ófyrirséðum afleiðingum en verðbólga er líka vond fyrir ríkissjóð sem eyðir hátt í 100 milljörðum í vexti. Ísland er á toppnum þegar horft er til vaxtakostnaðar sem hlutfalls af landsframleiðslu. Við greiðum til dæmis hærri vexti en Grikkland. Það er sá kostnaður sem við þurfum að greiða fyrir það eitt að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Verðbólga í öðrum evrulöndum er nú komin í 8,5 prósent, eftir að hún fór hæst í 10,6 prósent, en hér er verðbólga enn að aukast, er nú aftur komin í 9,9 prósent og ekki útlit fyrir að hún sé að lækka,“ sagði hann. 

„Hversu lengi ætlum við að vera Bjartur í Sumarhúsum?“ spurði Guðbrandur að lokum. 

Segir eitt stéttarfélag við það að lama íslenskt samfélag

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi einnig efnahagsmál í ræðu sinni undir sama lið. Hún fjallaði um opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar með seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra sem haldinn var í gær. 

„Þar sem rædd voru áhrif verðbólgu og vaxta á heimili og fyrirtæki í landinu. Þar kom meðal annars fram að þrátt fyrir alvarlega stöðu þá hafa skuldir heimila og fyrirtækja ekki aukist. Ekki eru nein merki um að vanskil séu að aukast. Mikil spenna er í hagkerfinu og til að slá á þá þenslu hefur Seðlabankinn fá önnur úrræði en að hækka vexti,“ sagði hún. 

Þingmaður SjálfstæðisflokksinsGuðrún segir að staðan sem nú er uppi í kjaradeilum sé mikil vonbrigði.

Telur Guðrún að brýnasta verkefni allra í dag sé að ná niður verðbólgunni, „þeim forna fjanda“. „Til að það megi takast er brýnt að ljúka kjarasamningum á vinnumarkaði. Nú er svo komið að búið er að ljúka samningum við um 80 prósent almenna markaðarins. Þeir samningar sem gerðir voru í desember voru allir samþykktir með miklum meiri hluta. Það tókst að ljúka samningum við sjómenn, stétt sem hafði verið samningslaus í nokkur ár. Því er það þyngra en tárum taki að hér sé eitt stéttarfélag við það að lama íslenskt samfélag og valda ómældum efnahagsskaða,“ sagði hún. 

„Við höfum séð þessa atburðarás áður og það á síðustu öld, því 1990 var að hringja.“

„Talað er um að um helgina geti skapast hér almannavarnaástand, þar sem hundruð ferðamanna munu verða á götunni. Búið er að virkja neyðarnúmer fyrir ferðamenn. Álit á Íslandi sem áfangastað ferðamanna mun bíða hnekki. Ég er ekki viss um að fólk sem hafði pantað sér ferð til að eyða hér jafnvel hveitibrauðsdögum sínum hafi séð fyrir að það þyrfti hugsanlega að gista í fjöldahjálparstöð.

Staðan sem nú er uppi er mikil vonbrigði. Við höfum séð þessa atburðarás áður og það á síðustu öld, því 1990 var að hringja. Þá var staðan þannig að við vorum föst í spíral ósjálfbærra launahækkana sem brunnu upp með gengisfellingum og verðbólgu,“ sagði hún. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Eru arðgreiðslumenn að ganga af göflunum. Hafa þeir alveg gleymt uppruna sínum, tapað þræðinum frá pabba, afa eða langafa? Veðja á að flestir eigi rætur að rekja til verkamanna, sjómanna eða bænda, sem sagt til hinna vinnandi stétta. Nú standa þeir og berja á því fólki sem þeim bæri að vernda, þeir komust ekki í álnir af sjálfu sér.
    2
  • HHH
    Hólmgeir Helgi Hákonarson skrifaði
    Það verða væntanlega S.A. vinir íserfingjans sem lama samfélagið ef fram fer sem horfir
    2
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Ógurlegt að þingmaður segi eitt stéttarfélag ábyrgt fyrir því að lama íslenskt samfélag. Reyndar þingmaður úrelts hugsunarháttar og gildismats Sjálfstæðisflokks varðandi lífsafkomu hins almenna borgara, en þingmaður samt, kosin til að verja lýðræði og lífsafkomu landans. Hún vill ekki sjá að ofurríkidæmi hinna fáu kúgar og heldur niðri, stjórnar því hvort hér verði neyðst til að veita mótspyrnu og fara í verkföll. Verkbannið hótaða myndi hafa talsvert meira eyðileggjandi samfélagsleg áhrif heldur en verkföll. Þetta hefur komið fram með óyggjandi hætti og Sjálfstæðismenn í verkalýðsstétt ættu að sjá þetta þótt þingmaðurinn geri það ekki. Eymingjans þingmaðurinn.
    2
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það er orðið of seint að gera eitthvað, það er búið að eyðileggja þetta þjóðfélag.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár