Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðskiptaverðlaun Innherja þóttu „óþarflega umfangsmikil“

Mik­ið var um dýrð­ir þeg­ar við­skipta­verð­laun Inn­herja og vel­gjörð­ar­fé­lags­ins 1881 voru veitt í lok árs 2021. Sam­kvæmt Þór­halli Gunn­ars­syni fram­kvæmda­stjóra miðla hjá Sýn er ekki bú­ið að ákveða hvort verð­laun­in verði veitt aft­ur. Hann seg­ir að þau hafi ver­ið um­fangs­meiri en marga ór­aði fyr­ir og ef nið­ur­staða þeirra verð­ur sú að efna til þeirra aft­ur þá sé klárt að þau verði bæði ein­fald­ari og smærri í snið­um.

Viðskiptaverðlaun Innherja þóttu „óþarflega umfangsmikil“
Framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn Innherji hóf starfsemi haustið 2021 sem viðskiptamiðill með óháðri ritstjórn og er ekki á vegum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Miðillinn heyrir hins vegar undir fjölmiðla Sýnar. Mynd: Sýr

„Hvort viðskiptaverðlaun Innherja verði veitt í framtíðinni er ekki ákveðið. Ef niðurstaða okkar verður sú að efna til verðlauna þá er klárt að þau verða bæði einfaldari og smærri í sniðum.“ Þetta segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar varðandi það hvort viðskiptaverðlaun Innherja og velgjörðarfélagsins 1881 verði haldin á ný en þau voru veitt í fyrsta og eina skiptið um miðjan desember árið 2021. 

Viðskiptaverðlaunin, þar sem fólk og fyrirtæki voru verðlaunuð fyrir góðan árangur, voru veitt í fimm flokkum á Hilton Nordica, auk aðalverðlauna fyrir viðskipti ársins. Þá var viðskiptamaður ársins útnefndur og sérstök heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs afhent. 

Samkvæmt frétt Innherja um verðlaunin á sínum tíma byggði dómnefndin val sitt á tillögum sem bárust frá tugum manna, stjórnendum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum úr viðskiptalífinu. Viðskiptaverðlaunin áttu að verða árviss viðburður, þar sem allur ágóði rynni til góðs málefnis.

Umfangsmeiri en marga óraði fyrir – sambærileg hátíð ekki haldin aftur

Þórhallur segir í svari sínu að ástæðan fyrir því að ákveðið var að standa ekki aftur fyrir sambærilegri hátíð sé einfaldlega af því þeim þótti hún „óþarflega umfangsmikil og ekki í samræmi við það sem við viljum standa fyrir“.

„Innherji hóf starfsemi haustið 2021 sem viðskiptamiðill með óháðri ritstjórn og er ekki á vegum fréttastofu okkar.  Miðillinn heyrir hins vegar undir fjölmiðla Sýnar. Í desember þetta ár voru viðskiptaverðlaun Innherja haldin og má segja að þau hafi verið umfangsmeiri en marga óraði.

Í framhaldinu tókum við þessa verðlaunaafhendingu til endurskoðunar og ákváðum að standa ekki aftur fyrir sambærilegri hátíð og þarna fór fram,“ segir í svari Þórhalls. 

Viðskipti ársins voru hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað

Í frétt Innherja um verðlaunin frá því í desember 2021 sagði Ólöf Skaftadóttir sem fór fyrir miðlinum á þeim tíma að löng hefð væri fyrir því hér á landi að fjölmiðlar veittu verðlaun fyrir viðskipti ársins og útnefndu viðskiptamann ársins og oft kæmu margir til greina. „Við vildum útvíkka hugmyndina og veita verðlaun í fleiri flokkum,” sagði Ólöf og tók Hörður Ægisson annar ritstjórinn undir.

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, hlaut titilinn viðskiptamaður ársins og viðskipti ársins voru svo hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað, en við verðlaununum tóku Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Sérstök heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs hlaut svo Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest, fyrir framlag sitt til íslensks atvinnulífs undanfarna áratugi. Kaupmaður ársins var Arnar Sigurðsson í Sante, fyrir að vera „óþreytandi í baráttu sinni“ við að koma almenningi undan einokun ríkisins á sölu áfengis. Rokkstjarna ársins var Controlant, fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni Covid19 um allan heim og tækniundur ársins var Sidekick Health fyrir að skara fram úr í heilbrigðistækni sem sögð var bæta heilsu fólks með lífstílssjúkdóma.

Spámaður ársins var Örn Þorsteinsson hjá Akta sjóðum fyrir að skila framúrskarandi ávöxtun fyrir sjóðsfélaga með greiningu og spám sem „hafa hitt naglann á höfuðið“ og samfélagsstjarna ársins var sjávarútvegsfyrirtækið Brim fyrir víðtækan stuðning við íþróttir og æskulýðsstarf, slysavarna- og björgunarstarf, menningarstarf, nýsköpun og fræðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
2
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár