Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kalkþörungafélagið staðið að skattaundanskotum

Eig­end­ur Ís­lenska kalk­þör­unga­fé­lags­ins á Bíldu­dal hafa ár­um sam­an keypt af­urð­ir verk­smiðj­unn­ar á und­ir­verði og flutt hagn­að úr landi. Skatt­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu eft­ir að hafa rann­sak­að skatt­skil fé­lags­ins á fimm ára tíma­bili. Á 15 ára starfs­tíma verk­smiðj­unn­ar hef­ur hún aldrei greitt tekju­skatt. „Við er­um ekki skattsvik­ar­ar,“ seg­ir for­stjóri fé­lags­ins.

Kalkþörungafélagið staðið að skattaundanskotum
Ósammála skattayfirvöldum Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og borgarfulltrúi í Reykjavík, tók við forstjórastar Íslenska Kalkþörungafélagsins árið 2018. Hann segist ósammála Skattinum sem tók öll viðskipti félagsins við írskt móðurfélag þess til skoðunar og taldi þau skólabókardæmi um hvernig hagnaður væri fluttur milli félaga, í því skyni að lækka skattstofn. Mynd: Pressphotos

Íslenska kalkþörungafélagið ehf. hefur þegar greitt 130 milljónir króna til ríkissjóðs vegna málsins í endurálagða skatta og sekt. Að sögn Halldórs Halldórssonar, forstjóra kalkþörungafélagsins, á sú upphæð eftir að hækka enda mun félagið bæði greiða tekjuskatt fyrr og meira en það hafði reiknað með. Hann fullyrðir engu að síður að félagið hafi fylgt öllum reglum í hvívetna. 

Yfirskattanefnd staðfesti hins vegar fyrri ákvörðun Skattsins nokkrum dögum fyrir jól. Þar var aðferðum kalkþörungafélagsins og móðurfélags þess lýst sem skólabókardæmi og í engu samræmi við reglur.

Stóriðjan vestfirska

Íslenska kalkþörungafélagið hf. hefur frá árinu 2007 rekið kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og áformar byggingu annarrar í Súðavík. Framleiðslan byggir á söfnun kalkþörungasets úr botni Arnarfjarðar, sem síðan er unnið í verksmiðju fyrirtækisins á Bíldudal og flutt út. Afurðin er nýtt ýmist sem áburður, dýrafóður eða til vinnslu fæðubótarefna, eftir því sem fram kemur í kynningarefni fyrirtækisins.

Uppsetning verksmiðjunnar þótti og þykir enn mikil lyftistöng …

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hrafn Guðmundsson skrifaði
    Um það sem kallað er "lyftistengur Vestfirðinga" er bannað að tjá sig en þær koma sér þá bar sjálfar í umræðuna með eigin gjörðum.
    5
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Skattsvik eru helzta mein þjóðfélagsins. Umfangið ef allt er talið, er sagt um 115 milljarðar á ári. Það þarf að stórefla skattrannsóknir. Hér er skattrannsóknaembættið vísvitandi fjársvelt eins og fleiri eftirlitsstofnanir. Það er fáránlegt að það geti tekið upp í 7 ár að rannsaka eitt félag. Þetta dekur gagnvart skattsvikurum er á ábyrgð fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins. Það er skömm að þessu.
    14
    • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
      ALLIR SKULU BORGA BÆÐI SKATTA OG SKYLDUR TIL ÞJÓÐ FLAGSINS EINS OG VERA BER
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár