Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir hug­mynda­fræði „ofsa­trú­ar­stýri­vaxta­manns­ins“ í Seðla­bank­an­um stór­furðu­lega

Þing­flokks­formað­ur Flokks fólks­ins, Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son, lá ekki á skoð­un­um sín­um í þingi í dag en hann sagði að hin blinda trú rík­is­stjórn­ar­inn­ar á hug­mynda­fræði „ofsa­trú­ar­stýri­vaxta­manns­ins“ í Seðla­bank­an­um væri stór­furðu­leg og al­ger­lega and­stæð heil­brigð­um og eðli­leg­um efa­semd­um – og því í eðli sínu stór­hættu­leg, hvort sem um væri að ræða trú­ar­brögð, stjórn­mála­stefnu eða hag­stjórn.

Segir hug­mynda­fræði „ofsa­trú­ar­stýri­vaxta­manns­ins“ í Seðla­bank­an­um stór­furðu­lega
Talar um „stýrivaxtaofbeldi“ Guðmundur Ingi segir að það sé ljóst að tekjur unga fólksins munu ekki standa undir stýrivaxtaofbeldi lengi.

„Ofsatrú leiðir okkur í ógöngur,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokkformaður Flokks fólksins í lok ræðu sinnar undir liðnum störf  þingsins á Alþingi í dag en hann fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og seðlabankastjóra í máli sínu. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sat undir svörum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun en þar sagðist hann meðal annars mestar áhyggjur hafa af ungu fólki sem er að reyna að koma undir sig fótunum á leigumarkaði. 

Guðmundur Ingi sagði í ræðu sinni að á einu ári hefði „ofsatrúarmaðurinn“ í Seðlabankanum aukið mánaðarlegar greiðslur á unga fólkið, sem er að stofna sitt fyrsta heimili, um 130 til 200.000 krónur á mánuði. „Þetta er 1,5 til 3 milljónir á ári. Þetta er ekkert annað en gróft fjárhagslegt ofbeldi. Með stanslausum hækkunum á stýrivöxtum heldur þessi fjárhagslega hryðjuverkastarfsemi áfram gagnvart ungu fólki sem getur á engan hátt varið sig. Fjárhagslega ofbeldið heldur áfram hjá hryðjuverkabankastjóranum við Arnarhól sem hefur ofsatrú á hækkunum stýrivaxta sem bitna ekki á honum eða hans fólki sem er á ofurlaunum. 

Nei, þetta fjárhagslega ofbeldi bitnar bara á þeim verst settu sem í góðri trú trúðu honum þegar hann talaði um lágvaxtalandið Ísland sem hann væri búinn að skapa til framtíðar. Það er ljóst að tekjur unga fólksins munu ekki standa undir þessu stýrivaxtaofbeldi lengi. Það getur enginn staðið undir greiðslubyrði sem hefur farið úr 30 til 40 prósent af ráðstöfunartekjum yfir í 60 til 70 prósent af þeim eða meira,“ sagði hann. 

„Ríkisstjórnin situr aðgerðalaus, horfir alvarlegum augum í gaupnir sér og trúir í blindni á trúarbrögð í hagstjórninni og stórfurðulega hugmyndafræði seðlabankastjóra.“

Guðmundur Ingi spurði hvar ríkisstjórnin væri. „Hæstvirtur forsætisráðherra og fjármálaráðherra sögðust, í óundirbúnum fyrirspurnartíma, hafa fullt af ráðum til að vinna á verðbólgunni. Þau er enn að skoða málið, virða það fyrir sér, hugsa um það en gera svo ekkert og leyfa stýrivaxtaofsatrúarmanninum í Seðlabankanum að fá lausan tauminn í fjárhagslegu stýrivaxtaofbeldi gagnvart heimilum. 

Ríkisstjórnin situr aðgerðalaus, horfir alvarlegum augum í gaupnir sér og trúir í blindni á trúarbrögð í hagstjórninni og stórfurðulega hugmyndafræði seðlabankastjóra og hans liðs sem sér til þess að stærra og stærra hlutfall heimila á Íslandi nær ekki endum saman,“ sagði þingmaðurinn. 

Forseti Alþingis gerði athugasemd við það að fjarstaddir menn væru uppnefndir

Guðmundur Ingi telur að „þessi blinda trú“ ríkisstjórnarinnar á hugmyndafræði „ofsatrúarstýrivaxtamannsins“ í Seðlabankanum sé stórfurðuleg og algerlega andstæð heilbrigðum og eðlilegum efasemdum – og því í eðli sínu stórhættuleg, hvort sem um sé að ræða trúarbrögð, stjórnmálastefnu eða hagstjórn. 

„Þegar þessir valdamiklu einstaklingar misnota völd sín og reyna að troða ofan í almenning sínum eina rétta sannleika eiga auðvitað að kvikna blikkandi viðvörunarljós; þegar gerðir þeirra skilja heimilin, unga fólkið og þá verst settu eftir í rjúkandi rúst. Ofsatrú leiðir okkur í ógöngur,“ sagði hann eins og áður segir. 

Birgir Ármannsson forseti Alþingis þótti tilefni til að gera athugasemd við það að fjarstaddir menn væru uppnefndir ítrekað í ræðustól. 

„Jafnvel þó að háttvirtum þingmönnum geti verið heitt í hamsi og þó að þeir hafi athugasemdir við embættisfærslu einstakra manna þá er ekki í samræmi við þingsköp að uppnefna fjarstadda menn sem þar að auki eru ekki hér til að svara fyrir sig,“ sagði hann. 

Þurfum öll að taka höndum saman

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar lagði orð í belg í störfum þingsins og ræddi verðbólguna. „Umræða um verðbólgu hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Verðbólga hefur risið skjótt upp, stýrivextir hækka og bankarnir hækka vexti sína í kjölfarið. Flestallir landsmenn hafa fundið fyrir áhrifunum og ekki síst okkar viðkvæmustu hópar, ásamt ungu fólki sem margt hvert er að stíga sín fyrstu skref inn á húsnæðismarkað með börn eða börn á leiðinni.“

Hún sagði að það væri aldrei skemmtilegt að horfa upp á vaxandi verðbólgu, sérstaklega í ljósi þess hversu vel Íslendingum hefði gengið í efnahagsmálum undanfarin ár þrátt fyrir oft á tíðum erfiðar aðstæður. 

Þingmaður FramsóknarHafdís Hrönn segir að ríkisstjórnin ætli sér alls ekki að draga lappirnar og sé vel meðvituð um að grípa þurfi viðkvæmustu hópana og koma í veg fyrir hremmingar.

„Margar ástæður eru fyrir stöðunni í dag. Sumar hverjar ráðum við ekkert við. Hins vegar þýðir það ekki að við megum staldra við og vona það besta; allt samfélagið, ríkið og einkaaðilar þarf að standa saman í því verkefni að vinna bug á verðbólgunni,“ sagði hún. 

Þá nefndi hún að ríkisstjórnin ætlaði sér alls ekki að draga lappirnar og væri vel meðvituð um að grípa þyrfti viðkvæmustu hópana og koma í veg fyrir hremmingar.

„Á tímum hárrar verðbólgu eykst mikilvægi þess að tannhjólið gangi smurt og ef við vinnum öll saman þá getum við náð stórkostlegum árangri.“

„Nú þegar hefur verið farið í aðgerðir eins og að hækka húsnæðisbætur, hækka bætur almannatrygginga, hækka barnabætur og fara í ýmsar aðgerðir til að bregðast við stöðunni á húsnæðismarkaði. Þetta er ekki tæmandi talning en allar þessar aðgerðir geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem sjá peninga sína hverfa í hærri vöxtum og hækkandi verði á heimilisvörum, matvælum og öðrum nauðsynjum. Það eru þó ekki einungis stjórnvöld sem þurfa að grípa til aðgerða heldur þurfum við öll að taka höndum saman, við í samfélaginu, bankarnir og þeir einkaaðilar sem hafa burði og veita fyrrnefndar nauðsynjar á við matvæli, að sýna samfélagslega ábyrgð. Á tímum hárrar verðbólgu eykst mikilvægi þess að tannhjólið gangi smurt og ef við vinnum öll saman þá getum við náð stórkostlegum árangri,“ sagði Hafdís Hrönn. 

Núverandi varðstjóri efnahagsmála alls ekki starfi sínu vaxinn

Fleiri fjölluðu um efnahagsmál undir sama lið á þingi í dag en Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hóf ræðu sína á því að rifja upp orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. „Það skiptir máli hverjir stjórna,“ var henni tamt að segja. 

„Það er margt til í þeim orðum hæstvirts ráðherra enda er hún ekki byrjandi í stjórnmálum eins og sá sem hér stendur. Þrátt fyrir það hef ég þó talsverða reynslu af umbreytingum og átökum og reynslan segir mér að á átaka- og krísutímum skiptir það virkilega miklu máli hverjir stjórna. Þegar mikið er undir skiptir öllu máli hvernig ákvarðanir eru teknar. Þessa dagana heyja stéttir hinna lægst launuðu harða baráttu fyrir bættum kjörum. 

Engan ætti að undra því það er einmitt láglaunafólk sem hefur orðið verst úti í vaxta- og verðbólguhækkunum síðustu mánaða. Verkafólk sem átti erfitt með að ná endum saman á tímum mikils hagvaxtar sér nú enga leið í gegnum verðbólguþokuna. Aðrar þjóðir hafa tæklað hækkandi verðlag með því að lækka skatta, tolla og álögur svo að verðbólgan hafi minni áhrif á almenning en hæstvirtur fjármálaráðherra skeytir engu um slíkt,“ sagði hann.  

Þingmaður PíratarGísli Rafn segir að fjármála- og efnahagsráðherra sé upptekinn af því að leiðrétta halla ríkissjóðs, aðallega til að þóknast flokksfólki sínu.

Sagði Gísli Rafn Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þannig vera upptekinn við að stjórna landinu af „sinni einstöku hagstjórnarlist“ sem væri þó einungis skýr og aðgengileg í hugum innmúraðra Sjálfstæðismanna. „Hann er upptekinn af því að leiðrétta halla ríkissjóðs, aðallega til að þóknast flokksfólki sínu, svo hann hellir olíu á verðbólgueldinn með því að hækka gjöld og álögur á fjölskyldur í landinu. Í brúnni stendur hæstvirtur ráðherra og tönnlast endalaust á textanum úr dægurlaginu góða: Ekki benda á mig, ekki benda á varðstjórann. Verðbólgan er Pútín og COVID að kenna. Spyrjið frekar þá sem voru á vakt.“

Hann lauk máli sínu á því að segja að það skipti máli hverjir stjórna þegar krísur ganga í gegn og það væri augljóst mál að núverandi varðstjóri efnahagsmála væri alls ekki starfi sínu vaxinn.

Krónan helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar

Þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, sagði í sinni ræðu að engum dyldist þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín væri í stórhættu. „Við þekkjum þetta vel. Verðbólgan fer af stað og verður gjarnan hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. 

Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að kenna nýgerðum kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum og fletta gömlum blaðagreinum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um,“ sagði hann.  

Þingmaður ViðreisnarSigmar segir að örmyntin íslenska krónan sé ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum.

Þá sagði Sigmar að seðlabankastjóri kastaði kartöflunni til fjármálaráðherra og benti á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. „Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna á vanmeti kjarasamningana. Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð.“

„Íslenska krónan er heita kartaflan.“

Honum finnst það vera rannsóknarefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra „séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir nái hvorugur að sjá hið raunverulega vandamál“. 

„Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega alltumlykjandi vandamál. Kerfisvandinn eini sanni. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, miklu meira í vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Leitin að sökudólgi ætti að enda þar. Íslenska krónan er heita kartaflan,“ sagði hann að lokum í ræðu sinni. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Í evrulöndum var verðbólga víða svipuð og hér fyrir nokkrum mánuðum. Þar hefur verðbólgan hins vegar minnkað á sama tíma og vextir hafa lítið hækkað.
    Hér hefur verðbólgan hins vegar ekkert minnkað á sama tíma og vextir hafa hækkað upp úr öllu valdi.
    Vaxtahækkun veldur verðhækkunum vegna þess að hún veldur fyrirtækjum kostnaðarauka sem þau velta út í verðlagið. Verðhækkanir leiða til þess að laun þurfa að hækka til að kaupmáttur launa minnki ekki. Launahækkanir eru kostnaðarauki sem valda verðhækkunum osfrv osfrv.
    Þannig geta miklar vaxtahækkanir valdið langvarandi víxlverkun verðlags og launa.
    Hafa menn ekkert lært af reynslunni?
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það virðist vera lenska að stjórnmálamenn ráðast á seðlabankastjórann. Þó er hann embættismaður sem tekur ákvarðanir sína í þeim þrönga ramma sem embætti hans og hagfræðilega menntun hans setja honum.
    Um þær ákvarðanir get ég ekki dæmt, hef engar forsendur til þess.
    Þó vildi ég frekar heyra gagnrýni úr röðum hagfræðinga og fræðimanna þar sem mark er takandi en einhverra stjórnmálamanna sem oftast en ekki hengja bakara fyrir smið.
    Hér með skora ég á Heimildina að gefa hagfræðingum orðið í þessari umræðu - ef einhver skuli treysta sér út á þann vettvang.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár