Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Las um ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að nota rafbyssur í Morgunblaðinu

Katrín Jak­obs­dótt­ir fór fram á það við Jón Gunn­ars­son að hann myndi gera grein fyr­ir ákvöðr­un sinni um að heim­ila lög­regl­unni að nota raf­byss­ur í rík­is­stjórn, eft­ir að hún las um ákvörð­un­ina í að­sendri grein sem hann skrif­aði. Það var gert tveim­ur vik­um síð­ar af öðr­um ráð­herra á fundi sem Jón mætti ekki á. Svandís Svavars­dótt­ir lét bóka and­stöðu sína við mál­ið.

Las um ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að nota rafbyssur í Morgunblaðinu
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir segir að það sé Jóns Gunnarssonar að meta hvort ákvörðun hans um að heimila lögreglumönnum að notast við rafbyssur feli í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var ekki búinn að greina ríkisstjórn Íslands frá ákvörðun sinni að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafbyssur lögreglumanna þegar hann sagði frá henni í aðsendri grein í Morgunblaðinu 30. desember 2022.

Sama dag og greinin birtist óskaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir því við Jón að hann gerði grein fyrir málinu á vettvangi ríkisstjórnar.

Það var hins vegar ekki gert fyrr en tveimur vikum síðar, fundi ríkisstjórnar 13. janúar 2023. Jón var fjarverandi á fundinum og það kom í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að leggja fram fram og kynna minnisblað um málið fyrir hans hönd. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar, varaþingmanns Pírata, um málið sem birt var á vef Alþingis í dag.

Þar segir að í umræðu um málið á ríkisstjórnarfundi hafi Katrín gert athugasemd við að málið hefði ekki verið kynnt í ríkisstjórn áður en dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um málið og kynnti ákvörðun sína í framangreindri blaðagrein. „Þá kom fram skýr afstaða forsætisráðherra um að boðaðar breytingar kölluðu á frekari kynningu á málinu, þ.m.t. á nánar tilgreindum útfærsluatriðum, svo sem hvernig geymslu rafvarnarvopna yrði háttað, hvernig tryggt yrði að einungis menntaðir lögreglumenn bæru vopnin o.fl. Var það mat forsætisráðherra að verklagsreglur þyrftu að vera skýrar um notkun vopnanna áður en þau yrðu heimiluð. Þá var lögð á það áhersla af hálfu forsætisráðherra að ef til breytinganna kæmi þá þyrfti samhliða að tryggja öflugt eftirlit með notkun vopnanna. Auk þess þyrfti að ljúka afgreiðslu frumvarps til laga um breytingu á lögreglulögum á þinginu þar sem boðað er aukið eftirlit með störfum lögreglu.“

Svandís bókaði sérstaklega andstöðu sína

Á umræddum fundi ríkisstjórnar óskaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra eftir því að bókað yrði í fundargerð ríkisstjórnar að hún væri andsnúin ákvörðun Jóns og gerði athugasemd við það hvernig málið hafði verið unnið, þar með talið að það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn áður en það var kynnt opinberlega.

UmdeildurÁkvörðun Jóns Gunnarssonar um að heimila lögreglu að nota rafbyssur var verulega umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnar.

Halldór Auðar spurði forsætisráðherra einnig að því hvort hún teldi að í ákvörðun Jóns fælist breyting á stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Í svari sínu sagði Katrín að Jón bæri ábyrgð á framkvæmd stjórnarmálefna og stefnumótun á þeim málefnasviðum sem undir hann heyri. Samkvæmt stjórnarskrá sé ráðherrum hins vegar skylt að bera undir ríkisstjórn nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnarmálefni.

Í gildandi reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna frá árinu 1999 sé að finna heimild ríkislögreglustjóra til að heimila lögreglu notkun rafmagnsvopna. „Boðaðar breytingar dómsmálaráðherra fela á hinn bóginn í sér að heimila lögreglu notkun rafvarnarvopna sem almennt valdbeitingartæki við störf sín. Að mati forsætisráðherra felur það í sér áherslubreytingu á þeirri framkvæmd sem fylgt hefur verið samkvæmt framangreindum reglum. Af þeim sökum óskaði forsætisráðherra sérstaklega eftir því að dómsmálaráðherra gerði grein fyrir málinu í ríkisstjórn en hann hafði þá þegar tekið ákvörðun um að gera breytingarnar.“ 

Hvort breytingarnar teljist til mikilvægra stjórnarmálefna í skilningi stjórnarskrárinnar, og feli í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar, sé hins vegar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að meta.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár