Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1066. spurningaþraut: 1066? Þá hlýtur að verða spurt um tiltekna orrustu

1066. spurningaþraut: 1066? Þá hlýtur að verða spurt um tiltekna orrustu

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir það verk sem skjáskotið hér að ofan er hluti af?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrst þetta er þraut númer 1066, þá þýðir ekki annað en spyrja: Hver vann fræga orrustu sem háð var á því ári í Evrópu?

2.  Og í beinu framhaldi: Hvað hét leiðtogi þeirra sem töpuðu orrustunni, en sá lét reyndar líf sitt?

3.  Hvaða kvikmynd fékk á dögunum Óskarsverðlaun sem besta myndin?

4.  En hvaða mynd fékk Óskarinn í flokknum erlendar myndir?

5.  Hvað kvað Þórólfur drjúpa af hverju strái á Íslandi?

6.  Með hverjum hafði Þórólfur þessi komið til Íslands?

7.  Hverrar þjóðar er söngkonan Sinead O'Connor?

8.  Hrafn heitinn Jökulsson fékkst við margt um dagana. En hvað af þessu hér gerði hann EKKI? — Skrifaði bók um Ástandið — Sat á Alþingi — Skipulagði skákmót í Namibíu — Sigldi frá Reykjavík norður á Strandir í árabát í fjáröflunarskyni — Skrifaði glæpasögu um undirheima Reykjavíkur — Var fréttaritari í Júgóslavíustríðinu upp úr 1990 — Fór með páskaegg til Grænlands — Hélt úti skákfélagi á krá í Reykjavík.

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Óman?

10.  Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands. Hún tók árið 2012 við af ... hverjum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða persóna er það sem ber eld að kveikiþræði fallbyssu um leið og gestur er boðinn velkominn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vilhjálmur hertogi í Normandý. Nafnið Vilhjálmur dugar en hann er oftast nendur ýmis Vilhjálmur sigurvegari eða Vilhjálmur bastarður.

2.  Haraldur konungur.

3.  Everything Everywhere All at Once.

4.  Im Westen nichts Neues eða  Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum.

5.  Smjör.

6.  Hrafna-Flóka.

7.  Írsk.

8.  Hrafn mun aldrei hafa siglt norður á Strandir á árabát. Allt hitt gerði hann í einhverjum mæli.

9.  Asíu.

10.  Karli Sigurbjörnssyni.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Bayeux-refillinn svokallaði sem sýnir innrás Vilhjálms hertoga á Englandi og orrustuna við Hastings.

Á neðri myndinni er það vitaskuld Jóakim Aðalönd sem tekur svona dónalega á móti þeim sem bankar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár