Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Edda Falak byrjar á Heimildinni

Þætt­ir und­ir stjórn Eddu Falak munu koma áfram út í nýrri mynd und­ir merkj­um Heim­ild­ar­inn­ar. Þar verð­ur áfram fjall­að um marg­vís­leg­ar birt­ing­ar­mynd­ir of­beld­is og áhrif þess á þo­lend­ur og sam­fé­lag­ið.

Edda Falak byrjar á Heimildinni

Edda Falak hefur hafið störf á ritstjórn Heimildarinnar, þar sem hún mun stýra þáttum um samfélagsmál, auk annarra verkefna. 

Edda er með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótandi stjórnun frá Copenhagen Business School. Við heimkomuna árið 2020 hóf hún útgáfu þáttanna Eigin konur, þar sem hún hefur veitt þolendum ofbeldis rödd, rými og vettvang til að tjá reynslu sína. Alls liggja eftir Eddu 117 þættir, þar sem fjöldi fólks hefur valið að treysta henni fyrir frásögnum af erfiðleikum. Sumar þessara frásagna hafa haft afgerandi áhrif á samfélagsumræðuna. Eigin konur hóf samstarf við Stundina árið 2022 um birtingu þáttanna, ritstjórnarlega ráðgjöf og samvinnu varðandi einstök mál. 

Þættir Eddu Falak

Á Heimildinni mun Edda halda áfram að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið, auk þess að sinna öðrum verkefnum. Þættir undir hennar stjórn koma áfram út í nýrri mynd undir merkjum Heimildarinnar. 

„Ég mun halda áfram að sinna þessum málaflokki af krafti á nýjum stað,“ segir Edda. Hún hafi verið að takast á við erfið mál og það hafi verið þungt að bera það ein. „Fyrir mig er mikils virði að vera orðin hluti af ritstjórn Heimildarinnar, þar sem ég fæ tækifæri til að fjalla um mál í víðara samhengi en áður. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum.“ 

„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Heimildarinnar, segir að samstarf Eigin kvenna og Stundarinnar hafi gengið vel. „Edda hefur sýnt að hún er óhrædd við að takast á við krefjandi verkefni og fólk treystir henni fyrir sér. Nú þegar Edda er orðin hluti af ritstjórn Heimildarinnar munum við byggja á þeim grunni og leggja enn meira í þætti undir hennar stjórn.“ 

Þórður Snær Júlíusson, hinn ritstjóri Heimildarinnar, segir það fagnaðarefni að fá Eddu til liðs við ritstjórn miðilsins. „Í nýjum þáttum, með stuðningi sterkrar ritstjórnar Heimildarinnar, gefst tækifæri til að nálgast þau mikilvægu viðfangsefni sem Edda hefur sérhæft sig í að fjalla á breiðari grunni og á hefðbundnara fjölmiðlaformi.“

Fyrstu þættir fara í loftið í mars 

Þættir undir stjórn Eddu Falak hefja göngu sína í mars. Í þáttunum verður haldið áfram að gefa þeim rödd sem þurfa á henni að halda og leiða fram sjónarmið þeirra, ásamt því að kalla eftir skýringum frá þeim sem bera samfélagslega ábyrgð í hverju tilfelli fyrir sig.

Áskrifendur Heimildarinnar hafa aðgengi að þáttunum á vefsíðu miðilsins. Áskrift að Heimildinni fæst hér. Eins er hægt að kaupa sérstaka áskrift sem veitir aðgengi að þáttum Eddu Falak. Slík áskrift kostar 1.390 krónur á mánuði og fæst hér. Engin greiðsla á sér stað fyrr en í apríl. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristján Aðalsteinsson skrifaði
    Já hún er góð þar forte fasimo feministo þú Þorsteinn v ert þú ert karlahatari samt ertu karlahatari svaklegt hvernig þetta er
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    ÆÆ Þar fór gott blað....
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
4
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
5
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.
Hvítlaukur sem náttúrulegt lyf
6
Matur

Hvít­lauk­ur sem nátt­úru­legt lyf

Hvít­lauk­ur hef­ur ver­ið not­að­ur til mat­ar og lækn­inga í þús­und­ir ára, eða allt frá Forn-Egypt­um og keis­ur­un­um í Kína. Það var Hipp­ó­kra­tes, fað­ir lækn­is­fræð­inn­ar, sem skil­greindi hvít­lauk­inn sem lyf og Arist­óteles gerði það einnig. Lou­is Paste­ur, franski ör­veru­fræð­ing­ur­inn, veitti sýkla­drep­andi verk­un hvít­lauks­ins at­hygli á miðri 19. öld og í heims­styrj­öld­inni fyrri var hvít­lauk­ur not­að­ur til að bakt­erí­ur kæm­ust ekki í sár. Enn þann dag í dag not­ar fólk hvít­lauk gegn kvefi, háls­bólgu og flensu og jafn­vel há­um blóð­þrýst­ingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu