Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1063. spurningaþraut: Þorskastríð og Knatte, Fnatte og Tjatte?

1063. spurningaþraut: Þorskastríð og Knatte, Fnatte og Tjatte?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg er húsið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Þorskastríð nokkur voru háð á sjónum við Ísland með hléum frá 1958 til 1976. Hver var aðalandstæðingur Íslands í þessum stríðum?

2.  En íslensku varðskipin þurftu líka að glíma við aðra þjóð, part af þessum tíma, og t.d. klippa veiðarfæri aftan úr togurum frá þessu landi líka. Hvaða land var þetta?

3.  Hvað var íslenska fiskveiðilögsagan færð mikið út í fyrsta áfanga 1958?

4.  Bræður þrír ganga undir ýmsum nöfnum. Á einum stað kallast þeir til dæmis Knatte, Fnatte og Tjatte. Hvað köllum við þessa bræður?

5.  En á hvaða tungu kallast þeir Knatte, Fnatte og Tjatte?

6.  Frá hvaða landi er hinn vinsælasti Budweiser-bjór?

7.  Í hvaða frægu höll er hinn svonefndi Speglasalur — sá eini sanni?

8.  Á þriðju öld fyrir Krist var Ashoka nokkur afar áhrifamikill keisari í svonefndu Máría-ríki sem teygði sig um mikið svæði ... hvar?

9.  Ganaískur landsliðsmaður í fótbolta karla, Christian Atsu, lést í síðasta mánuði, aðeins 31 að aldri. Hann hafði leikið með liðum í Hollandi, Portúgal, Spáni, Englandi, Tyrklandi, Sádi Arabíu auk þess að leika með Blettatígrunum í heimalandi sínu. Hvað varð Atsu að bana svo ungum?

10.  Í hvaða Evrópulandi er Gitanas Nauseda forseti?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða tölvuleik er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bretland.

2.  Vestur-Þýskaland.

3.  Út í 12 mílur.

4. Ripp, Rapp og Rupp.

5.  Sænsku.

6.  Bandarískur. Fyrirtækið var stofnað i St.Louis, Missouri.

7. Versölum.

8.  Indlandi.

9.  Hann fórst í jarðskjálftanum mikla í Tyrklandi í byrjun febrúar.

10.  Litháen.

***

Svör við aukaspurningum:

Húsið á efri myndinni er Guggenheim listasafnið í Bilbao.

Skjáskotið á neðri myndinni er úr tölvuleiknum Minecraft.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Það hefði nú varla verið hægt að finna óheppilegri bjórtegund til að spyrja um. Hefði verið spurt um Tuborg, Amstel eða Peroni, hefði aðeins eitt rétt svar komið til greina.
    Hins vegar deila 2 framleiðendur um vörumerkið "Budweiser" og hafa gert í um 100 ár.
    Sumstaðar á tékkneski framleiðaninn einkarétt á nafninu og þar er sá ameríski seldur sem Bud, en þar sem sá ameríski á nafnið er sá tékkneski seldur sem Czechvar.
    Hér á landi er ekkert slíkt til staðar og báðir bjórarnir seldir sem Budweiser.
    Hins vegar er framleiðslan í Tékklandi, án nokkurs vafa, all nokkru eldri.
    1
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Budweiser bjór er upphaflega frá þorpinu Budvar í Tékkóslóvagíu, Bandaríkjamenn keyptu framreiðslurétt og reyndu að stela honum af Tékkum. Það tókst ekki , en í krafti auðmagns hafa þeir gert sig breiða. Kv. Siggi Þóriss.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
4
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár