Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1063. spurningaþraut: Þorskastríð og Knatte, Fnatte og Tjatte?

1063. spurningaþraut: Þorskastríð og Knatte, Fnatte og Tjatte?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg er húsið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Þorskastríð nokkur voru háð á sjónum við Ísland með hléum frá 1958 til 1976. Hver var aðalandstæðingur Íslands í þessum stríðum?

2.  En íslensku varðskipin þurftu líka að glíma við aðra þjóð, part af þessum tíma, og t.d. klippa veiðarfæri aftan úr togurum frá þessu landi líka. Hvaða land var þetta?

3.  Hvað var íslenska fiskveiðilögsagan færð mikið út í fyrsta áfanga 1958?

4.  Bræður þrír ganga undir ýmsum nöfnum. Á einum stað kallast þeir til dæmis Knatte, Fnatte og Tjatte. Hvað köllum við þessa bræður?

5.  En á hvaða tungu kallast þeir Knatte, Fnatte og Tjatte?

6.  Frá hvaða landi er hinn vinsælasti Budweiser-bjór?

7.  Í hvaða frægu höll er hinn svonefndi Speglasalur — sá eini sanni?

8.  Á þriðju öld fyrir Krist var Ashoka nokkur afar áhrifamikill keisari í svonefndu Máría-ríki sem teygði sig um mikið svæði ... hvar?

9.  Ganaískur landsliðsmaður í fótbolta karla, Christian Atsu, lést í síðasta mánuði, aðeins 31 að aldri. Hann hafði leikið með liðum í Hollandi, Portúgal, Spáni, Englandi, Tyrklandi, Sádi Arabíu auk þess að leika með Blettatígrunum í heimalandi sínu. Hvað varð Atsu að bana svo ungum?

10.  Í hvaða Evrópulandi er Gitanas Nauseda forseti?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða tölvuleik er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bretland.

2.  Vestur-Þýskaland.

3.  Út í 12 mílur.

4. Ripp, Rapp og Rupp.

5.  Sænsku.

6.  Bandarískur. Fyrirtækið var stofnað i St.Louis, Missouri.

7. Versölum.

8.  Indlandi.

9.  Hann fórst í jarðskjálftanum mikla í Tyrklandi í byrjun febrúar.

10.  Litháen.

***

Svör við aukaspurningum:

Húsið á efri myndinni er Guggenheim listasafnið í Bilbao.

Skjáskotið á neðri myndinni er úr tölvuleiknum Minecraft.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Það hefði nú varla verið hægt að finna óheppilegri bjórtegund til að spyrja um. Hefði verið spurt um Tuborg, Amstel eða Peroni, hefði aðeins eitt rétt svar komið til greina.
    Hins vegar deila 2 framleiðendur um vörumerkið "Budweiser" og hafa gert í um 100 ár.
    Sumstaðar á tékkneski framleiðaninn einkarétt á nafninu og þar er sá ameríski seldur sem Bud, en þar sem sá ameríski á nafnið er sá tékkneski seldur sem Czechvar.
    Hér á landi er ekkert slíkt til staðar og báðir bjórarnir seldir sem Budweiser.
    Hins vegar er framleiðslan í Tékklandi, án nokkurs vafa, all nokkru eldri.
    1
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Budweiser bjór er upphaflega frá þorpinu Budvar í Tékkóslóvagíu, Bandaríkjamenn keyptu framreiðslurétt og reyndu að stela honum af Tékkum. Það tókst ekki , en í krafti auðmagns hafa þeir gert sig breiða. Kv. Siggi Þóriss.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu