Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1055. spurningaþraut: „Það mælti mín móðir ...“

1055. spurningaþraut: „Það mælti mín móðir ...“

Fyrri aukaspurning:

Hvaða mjög vel metni bandaríski stjórnmálamaður er þetta? Athugið að myndin er alls ekki öll þar sem hún er séð!

***

Aðalspurningar:

1.  Hverjir eiga og reka Landakotskirkju í Reykjavík?

2.  Fimm stjörnu hótel var fyrir ekki mjög löngu tekið í notkun við höfnina í Reykjavík. Hvað heitir það?

3.  Árið 1692 fóru fram fræg réttarhöld í bænum Salem í Massachusetts. Réttarhöldin spruttu af framburði nokkurra ungra stúlkna um ... hvað?

4.  Allir vita hvað er fámennasta ríkið í Evrópu. En hvað er næst fámennast?

5.  Ísland er neðarlega á listanum yfir fjölmenn ríki í Evrópu, nánar tiltekið í 46. sæti af 51 sjálfstæðu ríki. En hvaða tvö ríki eru annars vegar fyrir OFAN og hins vegar fyrir NEÐAN Ísland á þessum lista? Aðeins þarf að hafa annað ríkið rétt til að fá stig, en það verður þá að vera á réttum stað — fyrir ofan okkur eða neðan! Ef þið hafið bæði rétt fáiði sérstakt Evrópustig!

6.  Hver hermdi þetta hér upp á móður sína: „Þat mælti mín móðir, / at mér skyldi kaupa / fley ok fagrar árar, / fara á brott með víkingum, / standa upp í stafni, / stýra dýrum knerri, / halda svá til hafnar ...“

7.  En hvernig var síðasta lína vísunnar? Hvað sagði mamma að skáldið ætti að gera þegar komið væri til hafnar?

8.  Stofnun um þýðingar og tungumál er rekin á Íslandi í nafni hvaða fyrrverandi forseta?

9.  Blað eitt á Bretlandi hóf göngu sína árið 1785 undir nafninu The Daily Universal Register en skipti þrem árum síðar um nafn. Þá var tekið upp það nafn sem síðan hefur verið notað í 235 ár. Hvaða nafn er það?

10.  Annað frægt breskt blað hóf göngu sína í Manchester 1821. Blaðið notaðist við Manchester sem hluta af heiti sínu allar götur til 1959 þegar borgarnafnið var loks lagt af. Hvað heitir þetta blað síðan?

***

Seinni aukaspurning:

Fyrir nokkrum misserum kom leiðtogi stjórnarandstöðu í Evrópuríki einu í heimsókn til Íslands og hitti meðal annars Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Í hvaða ríki er hún stjórnarandstöðuleiðtogi?

***

Svör við aðalspurningum

1.  Kaþólikkar.

2.  Edition.

3.  Galdra.

4.  San Marinó.

5.  Malta er fyrir ofan okkur á listanum, Andorra fyrir neðan.

6.  Egill Skallagrímsson.

7.  „... höggva mann og annan.“

8.  Vigdísar Finnbogadóttur.

9.  The Times.

10.  The Guardian. Blaðið hét The Manchester Guardian upphaflega.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni er fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington, eftir að duglegir fótósjopparar hafa breytt honum í nútímastjórnmálamann.

Washington 2022, Washington 1789

Á seinni myndinni er Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi andspyrnunnar í Belarús.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Nú er í tízku að telja ýmis Asíu-lönd til Evrópu (jafnvel Tyrkland). Í Evrópu eru ekki 51 sjálfstætt ríki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
5
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár