Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1055. spurningaþraut: „Það mælti mín móðir ...“

1055. spurningaþraut: „Það mælti mín móðir ...“

Fyrri aukaspurning:

Hvaða mjög vel metni bandaríski stjórnmálamaður er þetta? Athugið að myndin er alls ekki öll þar sem hún er séð!

***

Aðalspurningar:

1.  Hverjir eiga og reka Landakotskirkju í Reykjavík?

2.  Fimm stjörnu hótel var fyrir ekki mjög löngu tekið í notkun við höfnina í Reykjavík. Hvað heitir það?

3.  Árið 1692 fóru fram fræg réttarhöld í bænum Salem í Massachusetts. Réttarhöldin spruttu af framburði nokkurra ungra stúlkna um ... hvað?

4.  Allir vita hvað er fámennasta ríkið í Evrópu. En hvað er næst fámennast?

5.  Ísland er neðarlega á listanum yfir fjölmenn ríki í Evrópu, nánar tiltekið í 46. sæti af 51 sjálfstæðu ríki. En hvaða tvö ríki eru annars vegar fyrir OFAN og hins vegar fyrir NEÐAN Ísland á þessum lista? Aðeins þarf að hafa annað ríkið rétt til að fá stig, en það verður þá að vera á réttum stað — fyrir ofan okkur eða neðan! Ef þið hafið bæði rétt fáiði sérstakt Evrópustig!

6.  Hver hermdi þetta hér upp á móður sína: „Þat mælti mín móðir, / at mér skyldi kaupa / fley ok fagrar árar, / fara á brott með víkingum, / standa upp í stafni, / stýra dýrum knerri, / halda svá til hafnar ...“

7.  En hvernig var síðasta lína vísunnar? Hvað sagði mamma að skáldið ætti að gera þegar komið væri til hafnar?

8.  Stofnun um þýðingar og tungumál er rekin á Íslandi í nafni hvaða fyrrverandi forseta?

9.  Blað eitt á Bretlandi hóf göngu sína árið 1785 undir nafninu The Daily Universal Register en skipti þrem árum síðar um nafn. Þá var tekið upp það nafn sem síðan hefur verið notað í 235 ár. Hvaða nafn er það?

10.  Annað frægt breskt blað hóf göngu sína í Manchester 1821. Blaðið notaðist við Manchester sem hluta af heiti sínu allar götur til 1959 þegar borgarnafnið var loks lagt af. Hvað heitir þetta blað síðan?

***

Seinni aukaspurning:

Fyrir nokkrum misserum kom leiðtogi stjórnarandstöðu í Evrópuríki einu í heimsókn til Íslands og hitti meðal annars Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Í hvaða ríki er hún stjórnarandstöðuleiðtogi?

***

Svör við aðalspurningum

1.  Kaþólikkar.

2.  Edition.

3.  Galdra.

4.  San Marinó.

5.  Malta er fyrir ofan okkur á listanum, Andorra fyrir neðan.

6.  Egill Skallagrímsson.

7.  „... höggva mann og annan.“

8.  Vigdísar Finnbogadóttur.

9.  The Times.

10.  The Guardian. Blaðið hét The Manchester Guardian upphaflega.

***

Svör við aukaspurningum:

Á fyrri myndinni er fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington, eftir að duglegir fótósjopparar hafa breytt honum í nútímastjórnmálamann.

Washington 2022, Washington 1789

Á seinni myndinni er Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi andspyrnunnar í Belarús.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Nú er í tízku að telja ýmis Asíu-lönd til Evrópu (jafnvel Tyrkland). Í Evrópu eru ekki 51 sjálfstætt ríki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár