Kínverska heimskautastofnunin hefur sett á milli 700 og 800 milljónir króna til að byggja upp norðurljósarannsóknarmiðstöð sína á jörðinni Kárhóli í Þingeyjarsýslu. Þetta segir framkvæmdastjóri sjálfseignarstofnunarinnar Aurora Observatory, sem stofnuð var utan um verkefnið.
Umrædd sjálfseignarstofnun var búin til þar sem íslensk lög koma í veg fyrir eignarhald erlendra ríkja og stofnana á íslensku landi. „Sjálfseignarstofnunin var búin til sem tæknilegt útfærsluatriði vegna hindrana í íslenskum lögum um erlent eignarhald á landi. Þess vegna var sú leið farin að láta sjálfseignarstofnunina eiga þetta,“ segir Reinhard.
„Sjálfseignarstofnunin var búin til sem tæknilegt útfærsluatriði vegna hindrana í íslenskum lögum um erlent eignarhald á landi.“
Framkvæmdin og samstarfið við kínversku stofnunina byggir á samstarfssamningi sem íslenska ríkið gerði við kínversk stjórnvöld um samvinnu á Norðurslóðum árið 2012. Íslenska stofnunin RANNÍS er aðili að þessum samningi og eiga bæði Ísland og Kína gögnin sem safnað er í rannsóknastofnuninni segir …
Athugasemdir