Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1085. spurningaþraut: Fyrir hvað stendur UFO?

1085. spurningaþraut: Fyrir hvað stendur UFO?

Fyrri aukaspurning:

Þessi kona ætlar sér aukinn hlut. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Á ferð með mömmu heitir kvikmynd sem frumsýnd var fyrir fáeinum vikum. Hver leikur mömmu í myndinni?

2.  Þegar karlatímaritið Playboy hóf göngu sína prýddi kona nokkur forsíðuna. Hún var ekki nakin en í ansi flegnum kjól. Nakin var hún hins vegar inni í blaðinu. Hún hafði ekki setið fyrir fyrir tímaritið, heldur hafði útgefandinn keypt myndina af ljósmyndara sem tekið hafði myndina nokkru áður. Hver var konan?

3.  Hvaða kött gerði Dr. Seuss frægan?

4.  Fyrir hvað stendur hin enska skammstöfun UFO?

5.  Baldvin Z er einn kunnasti kvikmyndaleikstjóri Íslands um þessar mundir. Fyrir hvað stendur Z-an í nafni hans.

6.  Hver var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem ferðaðist til Evrópu meðan hann gegndi forsetaembætti?

7.  Skólahald í hinum núheitandi Menntaskóla í Reykjavík hófst í nýju og glæsilegu stórhýsi við Lækjargötu árið ... ja, hvaða ár var hið stóra hús MR tekið í notkun?

Gamli skólinn, MR

Var það 1826 — 1846 — 1866 — eða 1886?

8.  Í hvaða borg er Brandenborgar-hliðið?

9.  Hver var íþróttagrein Einars Vilhjálmssonar sem hann náði mjög góðum árangri í á heimsvísu 1985-1995?

10.  Hvað heitir stærsta borgin á Krím-skaga?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá — í réttum stærðum — mann og fugl. Fuglinn er að vísu bara líkan, því menn útrýmdu honum fyrir rúmum 600 árum. Þetta var stærsti fugl sem menn hafa komist í kynni við á sinni tíð á Jörðinni. Spurningin er: Hvað nefndist fuglinn? Og svo er fuglastig fyrir að vita hvaða menn útrýmdu honum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kristbjörg Kjeld.

2.  Marilyn Monroe.

3.  Köttinn með höttinn/hattinn.

4.  Unidentified flying object.

5.  Zophonías. Baldvin er Zophoníasson en nafnið eitt dugar.

6.  Wilson, 1918.

7.  1846.

8.  Berlín.

9.  Spjótkast.

10.  Sevastopol.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Nikki Haley forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.

Á neðri myndinni er fuglinn móa. Það voru Maóríar á Nýja Sjálandi sem útrýmdu honum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu