Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1085. spurningaþraut: Fyrir hvað stendur UFO?

1085. spurningaþraut: Fyrir hvað stendur UFO?

Fyrri aukaspurning:

Þessi kona ætlar sér aukinn hlut. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Á ferð með mömmu heitir kvikmynd sem frumsýnd var fyrir fáeinum vikum. Hver leikur mömmu í myndinni?

2.  Þegar karlatímaritið Playboy hóf göngu sína prýddi kona nokkur forsíðuna. Hún var ekki nakin en í ansi flegnum kjól. Nakin var hún hins vegar inni í blaðinu. Hún hafði ekki setið fyrir fyrir tímaritið, heldur hafði útgefandinn keypt myndina af ljósmyndara sem tekið hafði myndina nokkru áður. Hver var konan?

3.  Hvaða kött gerði Dr. Seuss frægan?

4.  Fyrir hvað stendur hin enska skammstöfun UFO?

5.  Baldvin Z er einn kunnasti kvikmyndaleikstjóri Íslands um þessar mundir. Fyrir hvað stendur Z-an í nafni hans.

6.  Hver var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem ferðaðist til Evrópu meðan hann gegndi forsetaembætti?

7.  Skólahald í hinum núheitandi Menntaskóla í Reykjavík hófst í nýju og glæsilegu stórhýsi við Lækjargötu árið ... ja, hvaða ár var hið stóra hús MR tekið í notkun?

Gamli skólinn, MR

Var það 1826 — 1846 — 1866 — eða 1886?

8.  Í hvaða borg er Brandenborgar-hliðið?

9.  Hver var íþróttagrein Einars Vilhjálmssonar sem hann náði mjög góðum árangri í á heimsvísu 1985-1995?

10.  Hvað heitir stærsta borgin á Krím-skaga?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá — í réttum stærðum — mann og fugl. Fuglinn er að vísu bara líkan, því menn útrýmdu honum fyrir rúmum 600 árum. Þetta var stærsti fugl sem menn hafa komist í kynni við á sinni tíð á Jörðinni. Spurningin er: Hvað nefndist fuglinn? Og svo er fuglastig fyrir að vita hvaða menn útrýmdu honum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kristbjörg Kjeld.

2.  Marilyn Monroe.

3.  Köttinn með höttinn/hattinn.

4.  Unidentified flying object.

5.  Zophonías. Baldvin er Zophoníasson en nafnið eitt dugar.

6.  Wilson, 1918.

7.  1846.

8.  Berlín.

9.  Spjótkast.

10.  Sevastopol.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Nikki Haley forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.

Á neðri myndinni er fuglinn móa. Það voru Maóríar á Nýja Sjálandi sem útrýmdu honum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár