Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjórða könnunin í röð sýnir meirihluta fyrir aðild að Evrópusambandinu

Fleiri lands­menn eru fylgj­andi því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið en á móti. Enn fleiri vilja að kos­ið verði um að­ild­ar­við­ræð­ur. Stuðn­ing­ur við að­ild hef­ur þó dal­að.

Fjórða könnunin í röð sýnir meirihluta fyrir aðild að Evrópusambandinu

Alls eru 40,8 prósent landsmanna hlynnt því að ganga í Evrópusambandið en 35,9 prósent eru því andvíg. Restin hefur ekki gert upp hug sinn. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu sem gerð var í byrjun febrúar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Evrópuhreyfingunni, sem berst fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þar segir enn fremur að í könnun sem Maskína lagði fyrir í desember 2022 hafi verið spurt að afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðsla um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB. Niðurstaðan þar var að 48 prósent var fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt og ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66 prósent hlynnt því slíku.

Þetta er fjórða könnunin sem gerð hefur verið undanfarið ár sem sýnir fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því, þótt stuðningur við aðild fari dalandi. 

Í mars í fyrra birt­ust nið­ur­stöður úr Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýndu að 47 pró­sent lands­manna væru hlynnt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en 33 pró­sent mót­fallin henni. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem meiri­hluti mæld­ist fyrir aðild í könn­unum hér­lend­is.

Hlut­­fall þeirra sem eru hlynntir inn­­­göngu Íslands í sam­­bandið hafði raunar ekki mælst meira en rúm­­lega 37 pró­­sent í mán­að­­ar­­legum könn­unum sem MMR fram­­kvæmdi frá 2011 og út árið 2021. Í síð­­­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð í des­em­ber það ár, mæld­ist stuðn­­ing­­ur­inn 30,4 pró­­sent en 44,1 pró­­sent voru á mót­i. MMR rann svo inn í Maskínu og því er nýja könnunin, sú sem greint er frá hér að ofan, sú fyrsta sem fyrirtækið gerir sem sýnir meirihluta fyrir aðild.

Í könnun Pró­sents í júní í fyrra var nið­ur­staðan svipuð og hjá Gallup í mars, 48,5 pró­sent sögð­ust hlynnt aðild en 34,9 pró­sent voru and­víg. Alls 16,7 pró­sent sögð­ust ekki hafa neina skoðun á mál­in­u. 

Í nóvember birtist önnur könnun Prósents þar sem kom fram að alls 42,8 pró­sent lands­manna sögðust vera hlynnt inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið en 35,1 pró­sent eru and­víg því og 22,1 pró­sent voru óviss um afstöðu sína.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Kannski myndu reglur í Evrópusambandinu slá eitthvað á spillinguna hér?
  1
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Ef við værum í ESB með evru myndu öll lán lækka með hverri greiðslu. Sá mikli fjöldi sem missti íbúðir sínar í hruninu ættu þær flestir enn eða aðra fasteign.
  Ef við værum í ESB með evru myndi útflutningur aukast mikið til evrulanda á mörgum sviðum vegna þess stöðugleika sem evran veitir. Sveiflur á gengi krónunnar koma í veg fyrir samkeppnishæfni Íslands við evrulönd.
  Ef við værum í ESB með evru myndi spilling stjórnmálamanna vera mun minni en nú er. Sveiflur á gengi krónunnar eru að miklu leyti vegna spillingar þeirra. Breitt er yfir tjón vegna alvarlegra mistaka með gengisfellingu krónunnar á kostnað almennings. Með evru er þetta ekki hægt.
  Þannig mun upptaka evru gera kröfu um vandaðri vinnubrögð íslenskra stjórnmálamanna.
  Spilling í ESB á erfitt uppidráttar vegna þess regluverks sem þar ríkir og hvernig mál eru afgreidd þar. Alvarleg spilling innan ESB myndi ekki ganga upp og einfaldlega ríða samstarfinu að fullu.
  Á Íslandi er mikil spilling enda lítið aðhald frá öðrum ríkjum og allt af margir hafa verið heilaþvegnir till að kjósa yfir sig spillt auðvaldsdekur.
  11
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Það var glæpsamlegt athæfi þegar fv utanrikisraðherra dro aðild Islands að ESB til baka, hun var i biðstöðu. Lifskjör a Islandi mundu storbatna ef við erum i ESB. Kronan er onyt og folk i Landinu er Pint með hau matarverði. Rikistirktur Verksmiðjubuskapur a eggum og Svinakjöti og Kjuklingum þarf að missa 50% Tollvernd þa rullar það yfir. Egg ma fa i Danmörku fyrir það verð sem Disilolijan kostar sem flutningur a Foðri til Landsins og innanlands KOSTAR.
  6
 • Johann Johannsson skrifaði
  ESB er spillingar-klúbbur ,,, þar sem örþjóðin Ísland mundi tapa öllu...
  Kosið var um þetta mál á sínum tíma og langflestir voru mótfallnir aðild.
  Eru föðurlandssvikurum að fjölga í þessu máli ásamt nokkrum öðrum ... ?
  -10
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
   elítan vill ekki í ESB, vill geta haldið áfram að riðlast á almenningi í friði
   5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
7
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
6
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
8
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár