Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Logi Bergmann til starfa hjá SFS

Logi Berg­mann Eiðs­son mun vinna að und­ir­bún­ingi árs­fund­ar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Rúmt ár er síð­an hann vék úr starfi sem út­varps­mað­ur á K100 í kjöl­far ásak­ana um brot gegn ungri konu.

Logi Bergmann til starfa hjá SFS
Kominn til starfa fyrir sjávarútveginn Logi hefur hafið störf hjá SFS. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Logi Bergmann Eiðsson hefur verið ráðinn inn til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Er hlutverk hans þar einkum að vinna að undirbúningi ársfundi samtakanna en auk þess mun Logi sinna tilfallandi verkefnum.

Enginn starfandi upplýsingafulltrúi er hjá SFS nú um stundir eftir að Benedikt Sigurðsson lét af störfum. Laufey Rún Ketilsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi samtakanna en hefur ekki störf fyrr en 1. júní, að loknu fæðingarorlofi. Skipulagning ársfunda er alla jafna á höndum upplýsingafulltrúa að töluverðu leyti og því ljóst að vinnufúsar hendur hefur vantað hjá SFS í slíka skipulagningu.

Logi fór í frí frá störfum sínum sem umsjónarmaður síðdegisþáttar útvarpsstöðvarinnar K100 7. janúar á síðasta ári, eftir að hafa verið ásakaður opinberlega um að hafa brotið gegn ungri konu, Vítalíu Lazareva. Vítalía greindi frá því á Instagram-reikningi sínum að Logi hefði brotið gegn sér og í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í byrjun janúar 2022 greindi hún síðan frá því að hún hefði upplifað brot af hendi hans í félagi við Arnar Grant. Vítalía nafngreindi þó Loga ekki í viðtalinu.

Logi sendi frá sér yfirlýsingu 6. janúar 2022 þar sem hann sagðist saklaus af því að hafa brotið gegn Vítalíu en hann hefði farið yfir mörk í einkalífi fólks, með því að fara inn í herbergi sem hann hefði ekki átt að fara inn í. Hann hefði þegar tjáð viðkomandi að hann tæki á því ábyrgð og þætti það leitt.

Ekki hafa borist af því fréttir á þessu rúma ári að Logi muni koma aftur úr fríinu frá K100 né fréttir af því að hann hafi einhvers staðar annars staðar hafið störf, ekki fyrr en nú. Logi sjálfur vildi ekki tjá sig neitt um hið nýja starf sitt hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þegar Heimildin hafði samband við hann.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár