Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hábölvað fyrir heimilin í landinu, blóðugt fyrir fyrirtækin og alvarlegur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“

Stjórn­ar­and­stað­an gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina í kjöl­far vaxta­hækk­ana Seðla­bank­ans. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir m.a. að hafa beri í huga næst þeg­ar lands­menn versli í mat­inn eða taki bens­ín að land­inu sé stjórn­að af „fólki sem hef­ur með að­gerða­leysi bein­lín­is unn­ið gegn því að þess­ar vör­ur lækki“.

„Hábölvað fyrir heimilin í landinu, blóðugt fyrir fyrirtækin og alvarlegur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“
Hækkunin stjórnarflokkunum að kenna Sigmar segir að Íslendingar ættu að muna þegar viðskiptabankarnir hækka vextina á húsnæðislánunum á næstunni að sú hækkun skrifist á stjórnarflokkana. Mynd: Bára Huld Beck

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að ríkisstjórnin sé stödd í öðrum veruleika en allir hinir. Hún spili sóló og skori sjálfsmörk. „Hún er að tapa leiknum af því að hún ræður ekki við verkefnið.“

Þetta kom fram í máli hans í ræðu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Ástæða þessara orða er vaxtahækkun Seðlabankans en Heimildin greindi frá því í morgun að vextirnir væru nú komnir í 6,5 prósent. 

Þetta er í ellefta sinn í röð sem bankinn hækkar vexti en þeir voru 0,75 prósent í maí 2021. Fyrir vikið eru íbúða­lána­vextir hærri en þeir hafa verið í tólf ár, eða frá árinu 2010, skömmu eftir banka­hrunið þegar enn var verið að end­­­­ur­reisa föllnu bank­ana og íslenskt atvinn­u­líf, með tilheyrandi hærri greiðslubyrði fyrir heimili í landinu. Eftir nýjustu stýrivaxtahækkunina er viðbúið að slíkir vextir muni hækka enn á ný.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands segir að þótt tekið hafi að hægja á húsnæðismarkaði og alþjóðleg verðbólga hafi minnkað lítillega sé verðbólguþrýstingur enn mikill og verðhækkanir á breiðum grunni. Verðbólguhorfur hafi versnað frá síðasta fundi nefndarinnar og þótt verðbólga hafi líklega náð hámarki taki lengri tíma að ná henni niður í verðbólgumarkmið bankans en áður var talið. 

Ríkisstjórnin stödd í öðrum veruleika en aðrir

Sigmar sagði á þingi í dag að sjálfsagt vissu flestir að þessi vaxtahækkun myndi gerast. 

„Að þessu sinni er það alveg kýrskýrt hjá bankanum að stjórnvöld bera beina ábyrgð á hækkuninni nú en einnig er vísað í nýgerða kjarasamninga í rökstuðningi. Við í þessum sal getum að sjálfsögðu haft skoðun á því hvernig aðilar vinnumarkaðarins semja sín á milli en það er ekki okkar hlutverk að segja þeim fyrir verkum. Okkar hlutverk í baráttunni gegn verðbólgunni og háum vöxtum eru ákvarðanir sem við tökum í þessum sal. Hér getum við haft bein áhrif á ríkisfjármálin og beitt þeim með skynsamlegum hætti fyrir fólkið í landinu. 

Því tækifæri var hins vegar glutrað niður fyrir áramót í fjárlagagerðinni þegar ríkisstjórnarflokkarnir lögðust gegn öllum tilraunum og varnaðarorðum okkar í Viðreisn og tillögum um að auka aðhaldið og stöðva stjórnlausan útgjaldavöxtinn. Fjölmargar tillögur voru lagðar fram sem hefðu unnið með Seðlabankanum í þessu verkefni. Allar voru þær felldar, sem var sagt vera af prinsippástæðum. Þess í stað, eins og seðlabankastjóri orðaði það, hefur aðhald í ríkisfjármálum minnkað frá því sem það var áður. Þetta er auðvitað hábölvað fyrir heimilin í landinu, blóðugt fyrir fyrirtækin í landinu og alvarlegur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni,“ sagði hann. 

Spurði Sigmar í hvaða stöðu Íslendingar væru í þessari baráttu þegar æðstu ráðamenn Seðlabankans segðu það berum orðum að ríkisstjórnin væri stödd í öðrum veruleika en bankinn og segðu fullum fetum með fótboltalíkingu að hún hefði spilað sóló og skorað sjálfsmark. „Það er auðvitað ekkert nýtt að það vanti stundum jarðtengingu í Stjórnarráðið en að fá þessa faglegu hagfræðilegu greiningu frá Seðlabankanum á ríkisstjórninni er óneitanlega svolítið kröftugt. Við skulum hafa það í huga næst þegar við verslum í matinn eða tökum bensín að landinu er stjórnað af fólki sem hefur með aðgerðaleysi beinlínis unnið gegn því að þessar vörur lækki. Við ættum líka að muna þegar viðskiptabankarnir hækka vextina á húsnæðislánunum að sú hækkun skrifast á stjórnarflokkana. Við erum jú með ríkisstjórn sem er stödd í öðrum veruleika en við hin. Hún spilar sóló og skorar sjálfsmörk. Hún er að tapa leiknum af því að hún ræður ekki við verkefnið.“

Kyndi undir verðbólguna með fjárlögum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar gerði vaxtahækkun einnig að umtalsefni undir sama lið á þinginu í dag. „Í dag sáum við í enn eitt skiptið stýrivaxtahækkanir hjá peningastefnunefnd Seðlabankans um 0,5 prósent, hækkun sem bitnar lóðbeint á heimilum í landinu. Peningastefnunefnd lýsti því líka yfir í morgun að verðbólguhorfur hefðu versnað frá síðasta fundi. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga segja í dag við fjölmiðla að stýrivaxtahækkunin sé einfaldlega hryllileg tíðindi og rothögg fyrir lántakendur, rothögg fyrir fólkið í landinu sem skuldar og að hækkunin nú muni þýða að fólk geti ekki ráðið við sínar afborganir. Það er orðið öllum ljóst að ríkisstjórnin kynti undir verðbólguna með fjárlögum þar sem gjöld á almenning voru hækkuð og engar raunverulegar tekjur sóttar þar sem þenslan er í raun og veru.“

Sagði hún að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu verið mjög yfirlýsingaglaðir þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt í haust þar sem þeir sögðu að fjárlögin myndu vinna gegn verðbólgu. Rósa Björk telur að það hafi aldeilis ekki orðið úr. 

Bitnar á heimilum landsinsRósa Björk segir að vaxtahækkunin bitni „lóðbeint á heimilum í landinu“.

„Fjárlagafrumvarp ársins 2023 gerði í upphafi ráð fyrir 89 milljarða hallarekstri þrátt fyrir þenslu, kraftmikinn hagvöxt og hátt atvinnustig. Mikilvægum fjárfestingum var hins vegar frestað og loks voru öll krónutölugjöld ríkisins skrúfuð algjörlega upp í topp. Eftir breytingar á fjárlögunum var hallinn kominn upp í 120 milljarða og það er óábyrgt að sækja ekki tekjur á móti þessum vaxandi halla. Ríkisstjórnin þarf að reka aðra ríkisfjármálastefnu sem vinnur gegn verðbólgu en ekki grípa til tilviljanakenndra aðgerða sem bitna svo á heimilum í landinu eða hjálpa alla vega ekki heimilum í landinu að bregðast við því ástandi sem nú ríkir,“ sagði hún. 

Boltarnir detti dauðir niður eða endi í eigin marki

Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lét sig ekki vanta í umræður um vaxtahækkanir á þingi í dag en hún sagði að með fjárlögum ársins 2023 hefði ríkisstjórnin slegið enn eitt Íslandsmetið í eyðslu, skilað enn og aftur fjárlögum sem ykju ríkisútgjöld um tugi milljarða og halla. 

Ríkisstjórnin illa undirbúinHanna Katrín segir að ríkisstjórnin hafi töluvert fleiri bolta til að nota en gallinn sé að hún kom einfaldlega illa undirbúin til leiks.

„Í kjölfarið hækkaði verðbólga í janúar í 9,9 prósent hér á landi, þvert á þróun annars staðar í Evrópu. Um þessa stöðu hefur ríkt nokkuð hávær þögn á stjórnarheimilinu ef frá eru taldar tilraunir til að koma sökinni yfir á almenning í formi skilaboða um að fólk eyði bara miklu, sé ekki að hjálpa, skilji ekki vandann, skilji ekki að við erum öll í þessu saman. Málið er að við erum ekki öll í þessu verkefni saman að hafa hemil á verðbólgunni sem er, svo vitnað sé í orð hagfræðingsins Miltons Friedmans, einn helsti skaðvaldur í hverju þjóðfélagi. Friedman hló að þeirri fullyrðingu að neyslu almennings væri um að kenna eða launþegahreyfingunni eða fyrirtækjum. Stjórnvöld beri ábyrgðina og helsta verkefni þeirra á tímum sem þessum sé að hafa hemil á ríkisútgjöldum, að eyða ekki um efni fram. 

Með stýrivaxtahækkun Seðlabankans í dag standa meginvextir bankans í 6,5 prósent. Þetta eru áttföldun frá því í maí 2021, nokkuð sem er farið að þyngja róðurinn verulega hjá fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum landsins. Hlutverk Seðlabankans er að hafa hemil á verðbólgu með vaxtaákvörðunum. Þetta er í raun eini bolti bankans í þessari keppni en yfirstandandi keppnistímabil í baráttunni við þennan landsins forna fjanda hefur nú staðið í um það bil eitt og hálft ár. Ríkisstjórnin hefur töluvert fleiri bolta til að nota en gallinn er að hún kom einfaldlega illa undirbúin til leiks. Undirbúningstímabilið var illa nýtt, leikskipulagið er lélegt, samspilið svona og svona og niðurstaðan eftir því. Boltarnir detta dauðir niður eða enda í eigin marki. Og aðhald í ríkisfjármálum komst ekki einu sinni í lið ríkisstjórnarinnar,“ sagði hún. 

Lýsti Hanna Katrín eftir „afreksstefnu gegn verðbólgu og samhentu, vel völdu liði sem á séns í að vinna þessa keppni fyrir okkur“.

Stjórnmálamenn geti ekki látið Seðlabankann einan um að sporna gegn verðbólgu

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar tjáði sig um vaxtahækkanirnar á Facebook í dag en þar segir hann að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndi undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. 

„Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í dag eins og komið hefur skýrt fram í fréttum. Við jafnaðarmenn vöruðum við þessu í hverri þingræðunni á fætur annarri í haust. Seðlabankinn varaði við og ótal hagsmunaaðilar vöruðu við en ríkisstjórnin hlustaði ekki. Fjárlagafrumvarp ársins 2023 gerði í upphafi ráð fyrir 89 milljarða hallarekstri þrátt fyrir þenslu, kraftmikinn hagvöxt og hátt atvinnustig. 

Meðan fjárlögin voru til umfjöllunar á vettvangi Alþingis komu fram nýjar og dekkri verðbólguspár og stýrivextir voru hækkaðir enn frekar. En stjórnarmeirihlutinn á Alþingi skeytti engu um þessi hættumerki heldur þvert á móti. Þau gerðu breytingar á frumvarpinu sem fólu í sér útgjaldaaukningu upp á tugi milljarða til viðbótar án þess að aflað væri nýrra tekna til að vega á móti þensluáhrifum útgjaldanna – fóru með hallann upp í 120 milljarða.“

Ömurlegar afleiðingarJóhann Páll telur að ef ríkisfjármálin rói ekki í sömu átt og peningastefnan muni vextir einfaldlega haldast háir eða hækka enn frekar með ömurlegum afleiðingum fyrir skuldsett heimili

Jóhann Páll segir að stýrivaxtahækkunin í dag eigi sér ýmsar ástæður og þetta misræmi milli tekna og gjalda í ríkisbúskapnum sé ein af þeim. 

„Stjórnmálamenn geta ekki látið Seðlabankann einan um að sporna gegn verðbólgu. Ef ríkisfjármálin róa ekki í sömu átt og peningastefnan munu vextir einfaldlega haldast háir eða hækka enn frekar með ömurlegum afleiðingum fyrir skuldsett heimili. 

Við verðum að skipta um kúrs. Við jafnaðarmenn munum halda áfram að tala fyrir ábyrgri ríkisfjármálastefnu þar sem velferðarkerfinu er beitt með markvissum hætti til að styðja við heimili sem þurfa á stuðningi að halda og unnið er gegn þenslu með sanngjörnum sköttum á hæstu tekjur og hvalrekagróða,“ skrifar hann. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Þegar fræðihroki, menntahroki og valdahroki toppar góð sannreynd vinnubrögð þar sem menn sanna mál sitt með staðreyndum ekki blaðri... þá fáum við þessa vitleysu... vaxtahækkanir hækka allt og flytja eigur þeirra eignalitlu til hinna ríku... og hafa nákvæmlega engin tölfræðilega sannanleg áhrif á peningarmagn í umferð... því þeir kunna ekki raunveruleikann bara excelinn. Þeir sem verða að taka lán fjölgar og þeir sem græða á lánum og lántökum velta þessu bara áfram. Enginn munur á Saruman og Sauron.. nema flottari föt.

    Ó og Due diligence, KYC og SMT eiga líka við eftirlitsskylda aðila og hefðu komið í veg fyrir massíft peningaþvætti hjá Seðló. Ekki svo að greiningaraðilar né svokallaðir rannsakendur geti farið á klósettið án þess að sóða það allt út þó ljósið sé kveikt... í slíkum málum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár