Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fólkið sem réðst á þinghúsið og fólkið sem reyndi að stöðva árásina

Var árás­in á banda­ríska þing­hús­ið upp­haf nýs póli­tísks veru­leika en ekki enda­lok storma­samr­ar valda­tíð­ar Don­alds Trump? Því er reynt að svara í hlað­varp­inu Will Be Wild.

Fólkið sem réðst á þinghúsið og fólkið sem reyndi að stöðva árásina
Óeirðaseggir Í hlaðvarpinu Will Be Wild er rætt við fólkið sem tók þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021 en líka fólkið sem reyndi að stöðva hana. Mynd: EPA

Þann 6. janúar 2020 réðst æstur hópur fólks, fyrir áeggjan Donalds Trump sem þá bjó sig undir að láta af embætti forseta, inn í bandaríska þinghúsið, meðal annars til að koma í veg fyrir embættistöku Joe Biden sem Bandaríkjaforseta. Þótt rúm tvö ár séu liðin frá árásinni er margt enn óuppgert þegar kemur að henni, jafnvel þó búið sé að kveða upp fyrstu dómana yfir þeim sem tóku þátt í árásinni.

Í hlaðvarpinu Will Be Wild kafa Andrea Bernstein og Ilya Marritz ofan í öflin og ástæðurnar sem leiddu til árásarinnar og hvað gerist næst. Var árásin mögulega upphaf að einhverju en ekki endalokin á stormasamri embættistíð Trumps?

Viðmælendurnir eru fjölbreyttir, allt frá táningi, sem óttaðist mögulega ofbeldisfull áform föður síns, til fólks sem tók virkan þátt í árásinni. Bernstein og Marritz fara yfir atburðarásina sem leiddi til árásarinnar en yfirferðinni lýkur ekki þar heldur velta þau …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár