Þann 6. janúar 2020 réðst æstur hópur fólks, fyrir áeggjan Donalds Trump sem þá bjó sig undir að láta af embætti forseta, inn í bandaríska þinghúsið, meðal annars til að koma í veg fyrir embættistöku Joe Biden sem Bandaríkjaforseta. Þótt rúm tvö ár séu liðin frá árásinni er margt enn óuppgert þegar kemur að henni, jafnvel þó búið sé að kveða upp fyrstu dómana yfir þeim sem tóku þátt í árásinni.
Í hlaðvarpinu Will Be Wild kafa Andrea Bernstein og Ilya Marritz ofan í öflin og ástæðurnar sem leiddu til árásarinnar og hvað gerist næst. Var árásin mögulega upphaf að einhverju en ekki endalokin á stormasamri embættistíð Trumps?
Viðmælendurnir eru fjölbreyttir, allt frá táningi, sem óttaðist mögulega ofbeldisfull áform föður síns, til fólks sem tók virkan þátt í árásinni. Bernstein og Marritz fara yfir atburðarásina sem leiddi til árásarinnar en yfirferðinni lýkur ekki þar heldur velta þau …
Athugasemdir