Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki ánægð­ur með fram­göngu Pírata í um­ræðu um út­lend­inga­frum­varp­ið og sak­ar flokk­inn um að halda Al­þingi í gísl­ingu. Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist vera sama sinn­is en hann sagði á þingi í dag að það að ör­fá­ir þing­menn héldu þing­inu í gísl­ingu væri „vont fyr­ir stjórn­mál­in á Ís­landi“ og alls ekki til heilla fyr­ir þjóð­ina.

„Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum“
Störf þingsins Birgir segir að móttaka hælisleitenda hér á landi sé komin í ógöngur. Mynd: Davíð Þór

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar þingflokk Pírata um að halda Alþingi í gíslingu vegna umræðu um útlendingafrumvarpið. Þetta gerði hann undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Önnur umræða um frumvarpið fer nú fram en hún hefur staðið yfir í tæpa 72 klukkutíma allt í allt. 

Fjármála- og efnahagsráðherrann, Bjarni Benediktsson, hafði nokkrum mínútum fyrr sagt að örfáir þingmenn tækju „þingið í gíslingu“ svo dögum skipti. Það væri slæmt fyrir orðspor Alþingis.

Birgir sagði í ræðu sinni að móttaka hælisleitenda væri komin í ógöngur. „Til landsins streyma rúmlega 500 manns í hverjum mánuði og fer fjölgandi. Sveitarfélögin eru komin að þolmörkum. Reykjanesbær neitar að taka við fleirum. Félagsþjónustan og skólarnir eru að sligast undan álagi. Heilbrigðiskerfið er yfirfullt.“

Hann telur að Ísland veiti bestu þjónustuna í Evrópu fyrir hælisleitendur og sé með veikustu löggjöfina. „Þess vegna streymir hingað fólk langt umfram það sem við ráðum við. Engan skal undra að hlutfallslega tökum við á móti margfalt fleirum hælisleitendum en Norðurlöndin.“ Tók hann dæmi og sagði að 1.200 manns hefðu komið til Íslands frá Venesúela á síðasta ári. Í Noregi hefðu þeir verið 80.

„Það er brýnt að Alþingi færi lögin um útlendinga til samræmis við það sem gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Við þurfum að læra af reynslu þeirra í málaflokknum og til þess eru vítin að varast þau. Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum, sex þingmönnum sem vilja galopin landamæri. Reyndar verður ekki séð að nokkur munur sé á málflutningi Samfylkingar og Viðreisnar hvað þetta varðar,“ sagði hann í ræðu sinni í dag. 

Óbreytt löggjöf í útlendingamálum „leiðir okkur í ógöngur“

Áður en störf þingsins hófust kom fjármála- og efnahagsráðherra í pontu og sagði að þingmenn þyrftu að sníða sér stakk eftir vexti. „Óbreytt löggjöf í útlendingamálum leiðir okkur í ógöngur. Útlendingamálin verða að taka mið af smæð þjóðarinnar.“

Fjármála- og efnahagsráðherraBjarni vill að Píratar hætti „málþófinu“ svo þingmenn geti haldið áfram að vinna vinnuna sína.

Hann sagðist vera þeirrar skoðunar „að þegar menn haga sér eins og gert er í þessu máli sem hér hefur verið á dagskrá undanfarna daga, að beita sér í grímulausu málþófi en þykjast vera á sama tíma að greiða fyrir störfum þingsins, þá dragi töluvert úr virðingu fyrir þingstörfunum og stjórnmálastarf í landinu“.

Þá sagði Bjarni að þegar þingið sýndi ekki getu til þess að leyfa meirihlutaviljanum að ná fram að ganga og þeirri forgangsröðun sem yfirgnæfandi meirihluti þingmanna væri sammála um að þyrfti að vera á þingi, vegna þess að örfáir þingmenn tækju þingið í gíslingu svo dögum skipti, þá væri það slæmt fyrir orðspor Alþingis. „Það sé vont fyrir stjórnmálin á Íslandi og það sé alls ekki til heilla fyrir þjóðina,“ sagði hann og bætti við: „Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnunna.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • "Það væri slæmt fyrir orðspor Alþingis"? Orðspor alþingis er svo djúpt sokkið í skítinn af völdum Bjarna Ben og mafíunnar sem sumir kalla sjálfstæðisflokk að dýpra verður ekki sokkið.
    0
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Er það ekki Jón Gunnarson sem lagði frumvarpið fram í bullandi andstöðu við umsagnir við fruvarpið og vissi fyrirfram um andstöðuna? Jón heldur þinginu í gíslingu.
    2
    • BB
      Björn Björnsson skrifaði
      Jón heldur ekki landinu ekki í gíslingu það eru Píratar
      0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins"
    Er í raun þingmaður Miðflokksins en gerðist
    Kvislingur Sjálfstæðisflokksins.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár