Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki ánægð­ur með fram­göngu Pírata í um­ræðu um út­lend­inga­frum­varp­ið og sak­ar flokk­inn um að halda Al­þingi í gísl­ingu. Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist vera sama sinn­is en hann sagði á þingi í dag að það að ör­fá­ir þing­menn héldu þing­inu í gísl­ingu væri „vont fyr­ir stjórn­mál­in á Ís­landi“ og alls ekki til heilla fyr­ir þjóð­ina.

„Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum“
Störf þingsins Birgir segir að móttaka hælisleitenda hér á landi sé komin í ógöngur. Mynd: Davíð Þór

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar þingflokk Pírata um að halda Alþingi í gíslingu vegna umræðu um útlendingafrumvarpið. Þetta gerði hann undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Önnur umræða um frumvarpið fer nú fram en hún hefur staðið yfir í tæpa 72 klukkutíma allt í allt. 

Fjármála- og efnahagsráðherrann, Bjarni Benediktsson, hafði nokkrum mínútum fyrr sagt að örfáir þingmenn tækju „þingið í gíslingu“ svo dögum skipti. Það væri slæmt fyrir orðspor Alþingis.

Birgir sagði í ræðu sinni að móttaka hælisleitenda væri komin í ógöngur. „Til landsins streyma rúmlega 500 manns í hverjum mánuði og fer fjölgandi. Sveitarfélögin eru komin að þolmörkum. Reykjanesbær neitar að taka við fleirum. Félagsþjónustan og skólarnir eru að sligast undan álagi. Heilbrigðiskerfið er yfirfullt.“

Hann telur að Ísland veiti bestu þjónustuna í Evrópu fyrir hælisleitendur og sé með veikustu löggjöfina. „Þess vegna streymir hingað fólk langt umfram það sem við ráðum við. Engan skal undra að hlutfallslega tökum við á móti margfalt fleirum hælisleitendum en Norðurlöndin.“ Tók hann dæmi og sagði að 1.200 manns hefðu komið til Íslands frá Venesúela á síðasta ári. Í Noregi hefðu þeir verið 80.

„Það er brýnt að Alþingi færi lögin um útlendinga til samræmis við það sem gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Við þurfum að læra af reynslu þeirra í málaflokknum og til þess eru vítin að varast þau. Alþingi hefur verið tekið í gíslingu af Pírötum, sex þingmönnum sem vilja galopin landamæri. Reyndar verður ekki séð að nokkur munur sé á málflutningi Samfylkingar og Viðreisnar hvað þetta varðar,“ sagði hann í ræðu sinni í dag. 

Óbreytt löggjöf í útlendingamálum „leiðir okkur í ógöngur“

Áður en störf þingsins hófust kom fjármála- og efnahagsráðherra í pontu og sagði að þingmenn þyrftu að sníða sér stakk eftir vexti. „Óbreytt löggjöf í útlendingamálum leiðir okkur í ógöngur. Útlendingamálin verða að taka mið af smæð þjóðarinnar.“

Fjármála- og efnahagsráðherraBjarni vill að Píratar hætti „málþófinu“ svo þingmenn geti haldið áfram að vinna vinnuna sína.

Hann sagðist vera þeirrar skoðunar „að þegar menn haga sér eins og gert er í þessu máli sem hér hefur verið á dagskrá undanfarna daga, að beita sér í grímulausu málþófi en þykjast vera á sama tíma að greiða fyrir störfum þingsins, þá dragi töluvert úr virðingu fyrir þingstörfunum og stjórnmálastarf í landinu“.

Þá sagði Bjarni að þegar þingið sýndi ekki getu til þess að leyfa meirihlutaviljanum að ná fram að ganga og þeirri forgangsröðun sem yfirgnæfandi meirihluti þingmanna væri sammála um að þyrfti að vera á þingi, vegna þess að örfáir þingmenn tækju þingið í gíslingu svo dögum skipti, þá væri það slæmt fyrir orðspor Alþingis. „Það sé vont fyrir stjórnmálin á Íslandi og það sé alls ekki til heilla fyrir þjóðina,“ sagði hann og bætti við: „Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnunna.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • "Það væri slæmt fyrir orðspor Alþingis"? Orðspor alþingis er svo djúpt sokkið í skítinn af völdum Bjarna Ben og mafíunnar sem sumir kalla sjálfstæðisflokk að dýpra verður ekki sokkið.
    0
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Er það ekki Jón Gunnarson sem lagði frumvarpið fram í bullandi andstöðu við umsagnir við fruvarpið og vissi fyrirfram um andstöðuna? Jón heldur þinginu í gíslingu.
    2
    • BB
      Björn Björnsson skrifaði
      Jón heldur ekki landinu ekki í gíslingu það eru Píratar
      0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins"
    Er í raun þingmaður Miðflokksins en gerðist
    Kvislingur Sjálfstæðisflokksins.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
2
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
8
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
10
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár