Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði sam­band við Að­al­stein Leifs­son og bað hann um að huga að ör­yggis­kerfi á heim­ili sínu. Ekki var um að ræða við­bragð við beinni hót­un.

Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Brimrót Mikið hefur gengið á í kjaraviðræðum undanfarnar vikur. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari hefur staðið í hringiðju þess ats. Mynd: RÚV

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hafði samband við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara fyrir skömmu og upplýstu hann um að talið væri líklegt að ógn steðjaði að öryggi hans. Þetta staðfestir Aðalsteinn í samtali við Heimildina en lagði áherslu á að ekki hafi verið um að ræða upplýsingar um beina hótun gegn honum eða fjölskyldu hans og ekki væri því ástæða fyrir hann að óttast um öryggi sitt eða heimilisfólks síns.

„Greiningardeildin hafði samband við mig og þar var rætt um að ég hugaði að öryggiskerfi á heimili mínu. Ég vil að það komi skýrt fram að ekki var um að ræða viðbragð eða upplýsingar um beina hótun í minn garð eða fjölskyldu minnar. Ég hef ekki ástæðu til að efast um öryggi heimilisins eftir þetta samtal en geri hins vegar eðlilegar ráðstafanir í samræmi við þær leiðbeiningar sem ég fékk,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Heimildina. 

Áður hafði verið greint frá því að búið væri að ráða öryggisvörð til starfa á skrifstofum Ríkissáttasemjara. Það mun hafa verið gert eftir að starfsmenn embættisins urðu fyrir áreiti.

Ekki að ásaka einn eða neinn

Aðalsteinn segist leggja áherslu á að hann sé ekki að ásaka einn eða neinn þeirra sem deiluaðila sem nú takast á í kjaraviðræðum um að eiga aðild eða bera ábyrgð á því að nú skuli hafa verið hert á öryggisráðstöfunum, hjá embættinu og honum persónulega. Harkan í deilunni og orðræðan á samfélagsmiðlum og víðar, hefur þó ekki farið framhjá honum.

„Jú ég hef auðvitað orðið var mjög harða orðræðu sem hefur auðvitað verið óþægileg fyrir mig en ekki síður mína nánustu. Ég held hins vegar að nú sé verkefnið að landa þessum deilum. Það er mitt hlutverk. Hins vegar velti ég því upp hvort við ættum kannski mögulega að setjast aðeins yfir það, þegar þessu verkefni lýkur, að skoða hvort og hvernig umræða þróaðist í tengslum við þessara kjaraviðræður og hvort það sé eitthvað sem við kærum okkur um að verði vaninn.“

Greiningardeildin vill ekki tjá sig

Í samtali við Heimildina sagði Runólfur Þórhallsson, yfirmaður greiningardeildar, aðspurður um til hvaða aðgerða embætti ríkislögreglustjóra hefði gripið vegna mats deildarinnar á öryggisógn í garð Aðalsteins að hann vildi ekki tjá sig um málið yfir höfuð. „Við höfum ekki hingað til tjáð okkur um öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum, og munum ekki gera það á næstunni.“ Þegar Runólfur var spurður enn frekar um hvers eðlis sú ógn sem talin væri steðja að Aðalsteini væri gaf hann sama svar, að embættið myndi ekki tjá sig frekar um málið.

Morgunblaðið greindi frá því 2. febrúar síðastliðinn að það hefði heimildir fyrir því að öryggisgæsla í húsnæði ríkissáttasemjara hefði verið aukin, og hefði það, eftir því sem næst yrði komist, verið gert eftir að hatursfull ummæli og jafnvel ógnandi hefðu farið að birtast á samfélagsmiðlum. Spurður hvort embætti ríkislögreglustjóra hefði komið að málum við þá auknu öryggisgæslu svaraði Runólfur: „Svarið sem Morgunblaðið fékk frá okkur var að lögregla hefði ekki komið að neinni útfærslu á öryggisráðstöfunum í starfsstöðvum ríkissáttasemjara.“

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er ástæða þess að öryggisgæsla var aukin í húsnæði ríkissáttasemjara upplýsingar þær sem greiningardeildin kynnti Aðalsteini um mögulega ógn við öryggi hans. Embætti ríkislögreglustjóra kemur hins vegar ekki að þeirri auknu gæslu.

Ríkissáttasemjari hefur sætt mikilli gagnrýni, einkum af hálfu Eflingarfélaga, eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Hefur sú gagnrýni bæði komið fram af hálfu forsvarsmanna Eflingar en einnig af hálfu almennra félaga, og þá á samfélagsmiðlum. Efling hefur þannig farið formlega fram á að Aðalsteinn víki sæti í deilunni. Telur stéttarfélagið að ríkissáttasemjari hafi brotið gegn samráðsskyldu og stjórnsýsluframkvæmd með framlagningu miðlunartillögunnar, að hann dragi taum Samtaka atvinnulífsins í deilunni, að samskipti hans við, og tilmæli til, Eflingar hafi verið misvísandi og að málshöfðun embættisins á hendur Eflingu sé fordæmalaus og framganga hans harkaleg.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Aðabjörn B Sverrissons skrifaði
    Það kom bein hótun um að skaða Sólveigu Önnu en engin greiningardeild vaknaði
    Það var skotið á bíl borgarstjóra en greiningardeildin svaf enn betur
    Það var talað illa um sáttasemjara og greiningardeildin vaknaði upp með andfælum.
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Auðvaldið sér vel um sína.
    0
  • VM
    Viðar Magnússon skrifaði
    Greiningar deildin virðast bara að embættismenn séu þess verðugir að hljóta vermd hef ekki orðið var við áhyggjur þeirra vegna þeirrar orðræðu sem hefur verið um Sólveigu Önnu
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
6
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár