Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1031. spurningaþraut: Hver bað hvern að drepa hvern?

1031. spurningaþraut: Hver bað hvern að drepa hvern?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir persónan sem Ólafía Hrönn er að leika þarna?

***

Aðalspurningar:

1.  Ein vinsælasta kvikmyndin 1970 var rómantísk mynd sem fjallaði um ástfangið ungt fólk sem Ryan O'Neil og Ali MacGraw léku. Þau giftast en stúlkan reynist svo dauðvona úr hvítblæði. Hvað hét þessi hjartnæma ástarsaga?

2.  Fimmtíu árum síðar var mjög vinsæl ekki síður hjartnæm mynd þótt á annan hátt væri. Þar léku þær Saoirse Ronan, Emma Watson, Florence Pugh og Eliza Scanlen March-systurnar fjórar sem þurfa að takast á við hitt og þetta í lífinu. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin 2020 en hvað hét hún? 

3.  Hvaða orð þýðir skraut en má líka nota (með svolítilli viðbót) yfir algengar grastegundir?

4.  Hvaða stjörnumerki er að ganga í garð þessa dagana í dýrahringnum?

5.  Í hvaða landi er Netanyahu forsætisráðherra?

6.  Einu sinni gerðist það að Símon knútur bað Árna beisk að drepa mann. Árni beiskur gerði það, þótt maðurinn bæði sér vægðar. Hvern drap Árni beiskur?

7.  Í hvaða hljómsveit léku og sungu hinir ósamlyndu Gallagher-bræður?

8.  Hvaða lið varð Íslandsmeistari í körfubolta kvenna síðastliðið vor?

9.  En hvaða lið vann í karlaflokki?

10.  Þann 13. nóvember síðastliðinn tryggði fótboltaliðið Palmeiras sér sigur í meistarakeppni karla í heimalandi sínu og var það í 11. sinn sem Palmeiras varð meistari. En í hvaða landi?

***

Seinni aukaspurning:

Borð hvaða spils er að sjá á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Love Story.

2.  Little Women.

3.  Punt.

4.  Fiskarnir.

5.  Ísrael.

6.  Snorra Sturluson.

7.  Oasis.

8.  Njarðvík.

9.  Valur.

10.  Brasilíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ólafía Hrönn að leika lögreglukonuna Elínborgu í myndinni Mýrin eftir sögu Arnaldar Indriðasonar.

Á neðri myndinni má sjá hið japanska Go.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár