Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1029. spurningaþraut: Hljómsveitin Sycamore Tree, orrustuþotur og fleira

1029. spurningaþraut: Hljómsveitin Sycamore Tree, orrustuþotur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund var flugvélin sem þarna er orðin flak eitt?

***

Aðalspurningar:

1.  Íslenska hljómsveitin Sycamore Tree hefur starfað í mörg ár en ekki alltaf verið áberandi. Þetta er í raun dúet og nýtur nú vinsælda fyrir lagið How Does It Feel? Söngkona hljómsveitarinnar er ekki síður kunn fyrir leik en söng. Þó var frami hennar kannski mestur er hún lék söngkonu. Hún heitir ... hvað?

2.  Hinn partur dúetsins er hins vegar þekktur fatahönnuður auk þess að vera tónlistarmaður. Hann hefur og barist fyrir hag heimilislausra. Hann heitir ... hvað?

3.  Í hvaða landi er orrustuvöllurinn Waterloo?

4.  Hvaða hershöfðingi telst vera sigurvegari í orrustunni við Waterloo?

5.  Úkraínumenn hafa óskað eftir því að fá bandarískar orrustuþotur sér til hjálpar gegn innrás Rússa. Því hefur verið heldur treglega tekið af Bandaríkjamönnum en hvað kallast þessar þotur?

6.  Paavo Nurmi var ótrúlegur íþróttamaður á þriðja áratug 20. aldar. Hann setti þá 22 heimsmet og vann 9 gullverðlaun á ólympíuleikum. Í hverju keppti Nurmi? Hér þarf svarið að vera þokkalega návæmt.

7.  Frá hvaða landi var Nurmi?

8.  Í hvaða fljóti er Dettifoss?

9.  Til er á latínu bók, annaðhvort frá fyrstu eða fimmtu öld eftir Krist, og er Apicius nokkur sagður höfundur hennar. Fátt er varðveitt af svo gömlum bókum af þessu tagi, en bókin nefnist De re culinaria. Hvernig bók er þetta?

10.  Yupik, Kerasan, Zuni, Oodham, Ojibwe og Hopi eru allt tungumál sem töluð eru í einu og sama ríkinu, þótt vissulega séu þau ekki útbreiddustu málin í því ríki. Hvaða ríki er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er sú hin hláturmilda kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ágústa Eva.

2.  Gunnar Hilmarsson eða einfaldlega Gunni Hilmars.

3.  Belgíu.

4.  Wellington. Blücher kom og við sögu en Wellington telst hafa verið honum æðri.

5.  F-16. Þær ku nefndar Fighting Falcon en óþarfi er að vita það.

6.  Millivegalengda- og/eða langhlaupari. Hann hljóp í rauninni varla nokkurn tíma heilt maraþon-haup og fékk ekki verðlaun fyrir slíkt svo „maraþon-hlaup“ dæmist ekki rétt svar. Og „hlaup“ duga ekki. Þið fáið hins vegar rétt fyrir hvorttveggja — „millivegalengdir“ og „langhlaup“.

7.  Finnlandi.

8.  Jökulsá á fjöllum.

9.  Matreiðslubók.

10.  Bandaríkin. Þetta eru nokkur af tungumálum innfæddra (Indíána).

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er flakið af DC-3 vélinni á Sólheimasangi. Eric Cheng tók myndina með dróna.

Á neðri myndinni hlær leikkonan Jennifer Aniston.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár