Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1029. spurningaþraut: Hljómsveitin Sycamore Tree, orrustuþotur og fleira

1029. spurningaþraut: Hljómsveitin Sycamore Tree, orrustuþotur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund var flugvélin sem þarna er orðin flak eitt?

***

Aðalspurningar:

1.  Íslenska hljómsveitin Sycamore Tree hefur starfað í mörg ár en ekki alltaf verið áberandi. Þetta er í raun dúet og nýtur nú vinsælda fyrir lagið How Does It Feel? Söngkona hljómsveitarinnar er ekki síður kunn fyrir leik en söng. Þó var frami hennar kannski mestur er hún lék söngkonu. Hún heitir ... hvað?

2.  Hinn partur dúetsins er hins vegar þekktur fatahönnuður auk þess að vera tónlistarmaður. Hann hefur og barist fyrir hag heimilislausra. Hann heitir ... hvað?

3.  Í hvaða landi er orrustuvöllurinn Waterloo?

4.  Hvaða hershöfðingi telst vera sigurvegari í orrustunni við Waterloo?

5.  Úkraínumenn hafa óskað eftir því að fá bandarískar orrustuþotur sér til hjálpar gegn innrás Rússa. Því hefur verið heldur treglega tekið af Bandaríkjamönnum en hvað kallast þessar þotur?

6.  Paavo Nurmi var ótrúlegur íþróttamaður á þriðja áratug 20. aldar. Hann setti þá 22 heimsmet og vann 9 gullverðlaun á ólympíuleikum. Í hverju keppti Nurmi? Hér þarf svarið að vera þokkalega návæmt.

7.  Frá hvaða landi var Nurmi?

8.  Í hvaða fljóti er Dettifoss?

9.  Til er á latínu bók, annaðhvort frá fyrstu eða fimmtu öld eftir Krist, og er Apicius nokkur sagður höfundur hennar. Fátt er varðveitt af svo gömlum bókum af þessu tagi, en bókin nefnist De re culinaria. Hvernig bók er þetta?

10.  Yupik, Kerasan, Zuni, Oodham, Ojibwe og Hopi eru allt tungumál sem töluð eru í einu og sama ríkinu, þótt vissulega séu þau ekki útbreiddustu málin í því ríki. Hvaða ríki er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er sú hin hláturmilda kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ágústa Eva.

2.  Gunnar Hilmarsson eða einfaldlega Gunni Hilmars.

3.  Belgíu.

4.  Wellington. Blücher kom og við sögu en Wellington telst hafa verið honum æðri.

5.  F-16. Þær ku nefndar Fighting Falcon en óþarfi er að vita það.

6.  Millivegalengda- og/eða langhlaupari. Hann hljóp í rauninni varla nokkurn tíma heilt maraþon-haup og fékk ekki verðlaun fyrir slíkt svo „maraþon-hlaup“ dæmist ekki rétt svar. Og „hlaup“ duga ekki. Þið fáið hins vegar rétt fyrir hvorttveggja — „millivegalengdir“ og „langhlaup“.

7.  Finnlandi.

8.  Jökulsá á fjöllum.

9.  Matreiðslubók.

10.  Bandaríkin. Þetta eru nokkur af tungumálum innfæddra (Indíána).

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er flakið af DC-3 vélinni á Sólheimasangi. Eric Cheng tók myndina með dróna.

Á neðri myndinni hlær leikkonan Jennifer Aniston.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár