Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1029. spurningaþraut: Hljómsveitin Sycamore Tree, orrustuþotur og fleira

1029. spurningaþraut: Hljómsveitin Sycamore Tree, orrustuþotur og fleira

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund var flugvélin sem þarna er orðin flak eitt?

***

Aðalspurningar:

1.  Íslenska hljómsveitin Sycamore Tree hefur starfað í mörg ár en ekki alltaf verið áberandi. Þetta er í raun dúet og nýtur nú vinsælda fyrir lagið How Does It Feel? Söngkona hljómsveitarinnar er ekki síður kunn fyrir leik en söng. Þó var frami hennar kannski mestur er hún lék söngkonu. Hún heitir ... hvað?

2.  Hinn partur dúetsins er hins vegar þekktur fatahönnuður auk þess að vera tónlistarmaður. Hann hefur og barist fyrir hag heimilislausra. Hann heitir ... hvað?

3.  Í hvaða landi er orrustuvöllurinn Waterloo?

4.  Hvaða hershöfðingi telst vera sigurvegari í orrustunni við Waterloo?

5.  Úkraínumenn hafa óskað eftir því að fá bandarískar orrustuþotur sér til hjálpar gegn innrás Rússa. Því hefur verið heldur treglega tekið af Bandaríkjamönnum en hvað kallast þessar þotur?

6.  Paavo Nurmi var ótrúlegur íþróttamaður á þriðja áratug 20. aldar. Hann setti þá 22 heimsmet og vann 9 gullverðlaun á ólympíuleikum. Í hverju keppti Nurmi? Hér þarf svarið að vera þokkalega návæmt.

7.  Frá hvaða landi var Nurmi?

8.  Í hvaða fljóti er Dettifoss?

9.  Til er á latínu bók, annaðhvort frá fyrstu eða fimmtu öld eftir Krist, og er Apicius nokkur sagður höfundur hennar. Fátt er varðveitt af svo gömlum bókum af þessu tagi, en bókin nefnist De re culinaria. Hvernig bók er þetta?

10.  Yupik, Kerasan, Zuni, Oodham, Ojibwe og Hopi eru allt tungumál sem töluð eru í einu og sama ríkinu, þótt vissulega séu þau ekki útbreiddustu málin í því ríki. Hvaða ríki er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er sú hin hláturmilda kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ágústa Eva.

2.  Gunnar Hilmarsson eða einfaldlega Gunni Hilmars.

3.  Belgíu.

4.  Wellington. Blücher kom og við sögu en Wellington telst hafa verið honum æðri.

5.  F-16. Þær ku nefndar Fighting Falcon en óþarfi er að vita það.

6.  Millivegalengda- og/eða langhlaupari. Hann hljóp í rauninni varla nokkurn tíma heilt maraþon-haup og fékk ekki verðlaun fyrir slíkt svo „maraþon-hlaup“ dæmist ekki rétt svar. Og „hlaup“ duga ekki. Þið fáið hins vegar rétt fyrir hvorttveggja — „millivegalengdir“ og „langhlaup“.

7.  Finnlandi.

8.  Jökulsá á fjöllum.

9.  Matreiðslubók.

10.  Bandaríkin. Þetta eru nokkur af tungumálum innfæddra (Indíána).

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er flakið af DC-3 vélinni á Sólheimasangi. Eric Cheng tók myndina með dróna.

Á neðri myndinni hlær leikkonan Jennifer Aniston.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
6
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár