Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1028. spurningaþraut: Tilgangslaus barátta við ímyndaðan óvin

1028. spurningaþraut: Tilgangslaus barátta við ímyndaðan óvin

Fyrri aukaspurning:

Hvað heita þessar filmstjörnur? Hafa verður nöfnin á þeim báðum rétt, annars fæst ekkert stig.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er spyrill í Gettu betur þetta árið?

2.  Afar fáar konur hafa komist til raunverulegra valda í Kína mjög lengi. Um tíma á seinni hluta 20. var Jiang Qing þó í hópi helsta valdafólks í landinu. Í krafti hvers komst hún upphaflega til áhrifa?

3.  Jiang Qing heyrði til hópi sem virtist um tíma þess albúinn að ná öllum helstu völdum í landinu stóra. Hvað var hópurinn kallaður?

4.  Hvaða heitir höfuðborgin í Nepal?

5.  Hjónin Roy og Gaye Raymond stofnuðu búð í Palo Alto í Kaliforníu 1977. Búðin var helguð tilteknum varningi og gekk strax vel. Árið 1982 voru búðirnar orðnar fimm og þá seldu hjónin fyrirtækið Leslie nokkrum Wexner. Óhætt er að segja að hann hafi sigrað heiminn með búðakeðjunni og nú eru meira en 1.000 búðir bara í Bandaríkjunum og fjöldinn allur víða um veröld. Wexner hefur hins vegar sætt vaxandi gagnrýni fyrir stjórnarhætti sína, ekki síst gagnvart konum sem þykir sérlega slæmt af því langstærstur hluti viðskiptavina eru konur. Hvað heitir búðakeðjan?

6.  Hversu löng var sprungan sem Skaftáreldar komu úr 1783? Var hún 2,5 kílómetrar, 5 kílómetrar, 7,5 kílómetrar, 10 kílómetrar, 15 kílómetrar, 20 kílómetrar eða 25 kílómetrar?

7.  Hver skrifaði skáldsöguna um Don Kíkóta?

8.  Frá þeirri sögu er runnin ein frægasta táknmynd bókmenntanna um tilganslausa baráttu við ímyndaðan óvin. Hver er sú táknmynd?

9.  Alex Jones, Graham Coxon og Dave Rowntree stofnuðu hljómsveit árið 1988. Þeir eru enn í hljómsveitinni, ásamt reyndar fjórða karlinum og þeim frægasta. Hvað heitir hljómsveitin.

10.  Og hvað heitir þá kunningi okkar, fjórði hljómsveitarkarlinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi eyjaklasi? Til fróðleiks má skjóta því að höfuðborg eyjaklasans (Malé, 143.000 íbúar) má sjá þarna.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kristjana Arnarsdóttir.

2.  Hún var eiginkona Maós formanns.

3.  Fjórmenningaklíkan, Gang of Four.

4.  Katmandú.

5.  Victoria's Secret.

6.  25 kílómetrar.

7.  Cervantes.

8.  Barátta Don Kíkóta við vindmyllurnar.

9.  Blur.

10.  Damon Albarn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á neðri myndinni eru Julia Roberts og George Clooney.

Á neðra skjáskotinu eru Maldíva-eyjar í Indlandshafi. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár