Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1026. spurningaþraut: Hvar vex stærsta blóm í heimi?

1026. spurningaþraut: Hvar vex stærsta blóm í heimi?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða landi er þessi mynd tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Montgolfier-bræðurnir í Frakklandi þróuðu á 18. öld ákveðið fyrirbæri fyrstir allra. Hvað var það?

2.  Hvað nefndist höllin þar sem Rússakeisarar höfðu aðalaðsetur 1732-1917?

3.  Yangon (áður skrifað Rangún) var höfuðborg í ríki einu þar til árið 2006 þegar ríkisstjórn landsins flutti höfuðborgina til Naypyidaw. Hvaða land er hér um að ræða?

4.  Bandaríski íþróttamaðurinn Tom Brady settist á dögunum í helgan stein. Hvaða íþrótt stundaði hann?

5.  Fyrir hvaða kjördæmi situr Jón Gunnarsson á þingi?

6.  Sif Sigmarsdóttir er rithöfundur og pistlahöfundur. Hvar birtast pistlar hennar?

7.  Norræna gyðjan Sif var fræg fyrir ákveðið útlitseinkenni sem þótti sérlega glæsilegt. Hvað var það?

8.  Sif átti eiginmann í goðheimum og var hann einn kröftugasti karlguðinn. Hann hét ... hvað?

9.  „Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í ...“ söng Ómar Ragnarsson á sínum tíma. En í hverju var Grýla?

10.  Stærsta blóm í heimi er heill metri í þvermál og heitir Rafflesia. Jurtin sú vex nær eingöngu á nokkrum stórum eyjum tiltekins ríkisins. Hvaða ríki er það?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi kona sótti okkur heim á dögunum. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Loftbelgir

2.  Vetrarhöllin.

3.  Míanmar eða Búrma.

4.  Amerískan fótbolta.

5.  Suðvestur.

6.  Fréttablaðinu.

7.  Hárið.

8.  Þór.

9.  Gamla hellinum.

10.  Indónesíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir goshverinn Old Faithful sem er í Bandaríkjunum.

Á neðri mydninni er fiðluleikarinn Anne-Sophie Mutter.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár