Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018

Upp­gjör Icelanda­ir Group fyr­ir ár­ið 2022 var birt í gær. Þar má lesa að fé­lag­ið horfi fram á bjart­ari tíma, í kjöl­far þess að hafa tap­að 826 millj­ón­um króna á síð­asta ári, sé mið­að við árs­loka­gengi banda­ríkja­dals. Upp­safn­að tap fé­lags­ins frá ár­inu 2018 nem­ur um 80 millj­örð­um. „Við höf­um náð vopn­um okk­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri.

Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018
Icelandair Flugfélagið tók sjö nýjar Boeing 737-MAX vélar í notkun á árinu 2022. Mynd: Icelandair

Tap Icelandair Group á síðasta ári nam 5,8 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 826 milljóna króna sé miðað við gengi dollara gagnvart krónu á síðasta degi nýliðins árs (USD = 142,5 kr.).

Afkoma félagsins var mun betri en árið 2021, er félagið tapaði 105 milljónum dala, jafnvirði 13,7 milljarða króna á árslokagengi þess árs. Rekstrarafkoma félagsins fyrir fjármagnsliði og skattgreiðslur (EBIT) var jákvæð um 2,6 milljarða króna á síðasta ári.

Flugfélagið birti uppgjör sitt síðdegis í gær og lýsir árinu 2022 sem ári viðsnúnings, en kórónuveirufaraldurinn lék félagið eins og önnur flugfélög grátt. Rekstur Icelandair hafði þó einnig verið þungur fyrir faraldurinn og flugfélagið hafði tapað fé á hverju ári síðan 2018. Uppsafnað tap félagsins síðan þá nemur samtals um 80 milljörðum króna, miðað við árslokagengi hvers árs, og þar af nam tapið rúmum 50 milljörðum árið 2020.

Uppgjör Icelandair virðist hafa farið ágætlega í fjárfesta, en á öðrum tímanum í dag hafði gengi hlutabréfa í félaginu hækkað um rúm 3,3 prósent innan dagsins í um 2 milljarða króna viðskiptum.

„Við höfum náð vopnum okkar“

Á síðasta ári flutti Icelandair 3,6 milljónir farþega, 2,2 milljónum fleiri en árið 2021, og horfa stjórnendur félagsins björtum augum á árið 2023, en flugáætlun félagsins hefur aldrei verið jafn umfangsmikil með flugframboð til 54 áfangastaða. 

Staðan sé sterkBogi Nils Bogason forstjóri lýsir árinu 2022 sem ári viðsnúnings í rekstri Icelandair Group.

„Sterk tekjumyndum með met farþegatekjum á seinni hluta ársins og stórbætt EBIT hlutfall sýnir að viðskiptalíkan félagsins hefur enn og aftur sannað gildi sitt. Við höfum náð vopnum okkar og höldum ótrauð áfram, sterkari en nokkru sinni fyrr, með stærstu flugáætlun í sögu félagsins á þessu ári þegar kemur að tíðni og fjölda áfangastaða,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra félagsins í tilkynningu.

Gengur á gjafabréfastaflann

Í uppgjöri Icelandair kemur fram að við áramót hafi félagið verið búið að selja flugmiða í ferðir sem ekki enn höfðu verið farnar fyrir alls 212,3 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna.

Kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér umfangsmikla útgáfu inneigna af hálfu flugfélagsins, en sá stafli hefur rúmlega helmingast frá árslokum 2021. Á þeim tímapunkti áttu viðskiptavinir Icelandair alls 83,7 milljónir dala í inneignum hjá félaginu án þess að vera búnir að bóka sér flug, en við árslok 2022 var upphæðin komin niður í 41,1 milljón dala, jafnvirði 5,8 milljarða króna.

Eigið fé Icelandair Group í lok árs nam 273,4 milljónum dollara, eða 33,8 milljörðum króna.

Meta tjón af lokun Reykjanesbrautar á milljarð

Fram kemur í yfirlýsingu Boga Nils forstjóra, sem fylgdi uppgjörstilkynningu félagsins, að Icelandair meti tjón sitt af skítviðrinu sem gekk yfir í desembermánuði og leiddi m.a. til lokunar Reykjanesbrautar, á sama tíma og Keflavíkurflugvöllur var opinn, á um einn milljarð króna. 

Bogi Nils segir að tjónið megi að langmestu leyti rekja til lokunar akvegarins og segir í því ljósi „ánægjulegt og mikilvægt að innviðaráðherra hafi sett af stað vinnu til að tryggja að slíkt ástand muni ekki skapast aftur við sambærilegar veðuraðstæður“.

Forstjórinn segir ljóst að rekstrarumhverfi flugfélagsins verði „áfram krefjandi með verðbólguþrýstingi og hækkun launakostnaðar“ en að stjórnendur félagsins séu „sannfærð um að eftirspurn verði áfram mikil eftir ferðalögum og að mikil tækifæri séu fyrir Ísland sem áfangastað“ eins og þegar sjáist merki í „sterku bókunarflæði“ næstu misserin.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár