Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1

Þröst­ur mun starfa á Rás 1 út mán­uð­inn en Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir tek­ur við skyld­um hans sem dag­skrár­stjóri.

Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1
Hættir Þröstur hættir á Rás 1 um næstu mánaðamót. Mynd: MBL / Arnþór Birkisson

Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, mun hætta sem dagskrárstjóri Rásar eitt 1. mars. Þetta tilkynnti hann á morgunfundi með starfsmönnum rásarinnar í morgun. Mun Þröstur starfa á Rás 1 út mánuðinn en Þórunn Elísabet Bogadóttir mun taka við hans helstu verkefnum.

Þröstur var ráðinn dagskrárstjóri Rásar 1 í apríl árið 2014 og hefur gustað nokkuð um hann í störfum. Í desember 2018 greindi Vísir frá því að vinnustaðasálfræðingur hafi verið kallaður til að fara yfir samskipti starfsmanna á Rás 1. Ástæðan mun hafa verið óánægja sem birtist í vinnustaðakönnun RÚV meðal starfsmanna Rásar 1. Var haft eftir ónefndum starfsmönnum rásarinnar í frétt Vísis að vandinn sneri aðeins að einum manni, Þresti.

Árlegt mat starfsmanna RÚV á frammistöðu stjórnenda var lagt fyrir í lok síðasta árs og hefur það verið til kynningar innan deilda fyrirtækisins að undanförnu. Ekki var þó búið að kynna starfsmönnum Rásar 1 matið í gær. Þegar Þröstur tilkynnti að hann myndi láta af störfum sagðist hann lengi hafa verið að velta fyrir sér að hætta.

Hvorki náðist í Þröst né í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært 13:46: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að Þröstur hefði lýst því að niðurstöður starfsmats hefðu vegið inn í ákvörðun hans um að hætta. Þetta mun ekki vera rétt og er því leiðrétt. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MH
    Margrét Hrefna skrifaði
    Mér finnst mikil eftirsjá í Þresti. Ég hlusta alltaf á viðtalsþætti hans.
    1
  • Er ekki orðið ansi erfitt að atarfa á RUV?
    0
    • BG
      Birna Gunnarsdóttir skrifaði
      Það er allavega orðið ansi erfitt að hlusta á það.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár