Skipper var þriggja mánaða þegar hann kom til mín, spræk lítil kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar. Núna er hann tíu ára og ég sakna hans mest af öllum ástvinum mínum í Póllandi. Ég og maðurinn minn höfum búið í Borgarnesi í rúmt ár. Ég vinn á kaffihúsi sem er kennt við kyrrðina og líður vel. Við ætluðum að vera hér í eitt ár en okkur finnst gott að búa hér og ætlum að lengja dvölina um eitt ár. Ég ætlaði að taka Skipper með mér þegar við fluttum hingað í fyrra en honum líður illa í bíl þannig að ég vildi hvorki leggja á hann bílferð né flugferð.
Þá kom ekki til greina að skilja hann eftir í einangrun hér á Íslandi eins og lög gera ráð fyrir. Þannig að Skipper varð eftir hjá ættingjum mínum í minni heimaborg, Gdansk, og býr við gott atlæti.
„Kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar“
Ég skrapp heim í nokkra daga í október og þá var Skipper tortrygginn og virtist ekki treysta mér. En ég fór heim aftur fyrir jól og gat þá dvalið lengur og eftir nokkra daga varð hann sjálfum sér líkur og vék varla frá mér. Skipper er nú eldri borgari í Gdansk og ber aldurinn mjög vel. Ég er stundum spurð hvort hann sé hvolpur. Það er af því að honum líður vel og það á við um hunda eins og mannfólkið að það sést þegar við erum elskuð.
Athugasemdir (1)