Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvolpurinn hjálpaði henni að rata út úr sorginni

„Skipp­er var með leið­ar­kort­ið út úr dýpstu sorg­inni þeg­ar amma mín dó fyr­ir tíu ár­um. Mað­ur­inn minn sótti hann án minn­ar vit­und­ar þeg­ar hann sá hvað ég tók and­lát ömmu nærri mér. Ég verð hon­um æv­in­lega þakk­lát fyr­ir þessa gjöf,“ seg­ir Paul­ina Naj­meg.

Hvolpurinn hjálpaði henni að rata út úr sorginni
Paulina Najmeg
Elskaður og ber aldurinn velPaulina segir að Skipper sé elskaður og þess vegna beri hann aldurinn vel

Skipper var þriggja mánaða þegar hann kom til mín, spræk lítil kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar. Núna er hann tíu ára og ég sakna hans mest af öllum ástvinum mínum í Póllandi. Ég og maðurinn minn höfum búið í Borgarnesi í rúmt ár. Ég vinn á kaffihúsi sem er kennt við kyrrðina og líður vel. Við ætluðum að vera hér í eitt ár en okkur finnst gott að búa hér og ætlum að lengja dvölina um eitt ár. Ég ætlaði að taka Skipper með mér þegar við fluttum hingað í fyrra en honum líður illa í bíl þannig að ég vildi hvorki leggja á hann bílferð né flugferð.

Þá kom ekki til greina að skilja hann eftir í einangrun hér á Íslandi eins og lög gera ráð fyrir. Þannig að Skipper varð eftir hjá ættingjum mínum í minni heimaborg, Gdansk, og býr við gott atlæti.

„Kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar“
Paulina Najmeg

Ég skrapp heim í nokkra daga í október og þá var Skipper tortrygginn og virtist ekki treysta mér. En ég fór heim aftur fyrir jól og gat þá dvalið lengur og eftir nokkra daga varð hann sjálfum sér líkur og vék varla frá mér. Skipper er nú eldri borgari í Gdansk og ber aldurinn mjög vel. Ég er stundum spurð hvort hann sé hvolpur. Það er af því að honum líður vel og það á við um hunda eins og mannfólkið að það sést þegar við erum elskuð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í Borgarnesi

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár