Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvolpurinn hjálpaði henni að rata út úr sorginni

„Skipp­er var með leið­ar­kort­ið út úr dýpstu sorg­inni þeg­ar amma mín dó fyr­ir tíu ár­um. Mað­ur­inn minn sótti hann án minn­ar vit­und­ar þeg­ar hann sá hvað ég tók and­lát ömmu nærri mér. Ég verð hon­um æv­in­lega þakk­lát fyr­ir þessa gjöf,“ seg­ir Paul­ina Naj­meg.

Hvolpurinn hjálpaði henni að rata út úr sorginni
Paulina Najmeg
Elskaður og ber aldurinn velPaulina segir að Skipper sé elskaður og þess vegna beri hann aldurinn vel

Skipper var þriggja mánaða þegar hann kom til mín, spræk lítil kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar. Núna er hann tíu ára og ég sakna hans mest af öllum ástvinum mínum í Póllandi. Ég og maðurinn minn höfum búið í Borgarnesi í rúmt ár. Ég vinn á kaffihúsi sem er kennt við kyrrðina og líður vel. Við ætluðum að vera hér í eitt ár en okkur finnst gott að búa hér og ætlum að lengja dvölina um eitt ár. Ég ætlaði að taka Skipper með mér þegar við fluttum hingað í fyrra en honum líður illa í bíl þannig að ég vildi hvorki leggja á hann bílferð né flugferð.

Þá kom ekki til greina að skilja hann eftir í einangrun hér á Íslandi eins og lög gera ráð fyrir. Þannig að Skipper varð eftir hjá ættingjum mínum í minni heimaborg, Gdansk, og býr við gott atlæti.

„Kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar“
Paulina Najmeg

Ég skrapp heim í nokkra daga í október og þá var Skipper tortrygginn og virtist ekki treysta mér. En ég fór heim aftur fyrir jól og gat þá dvalið lengur og eftir nokkra daga varð hann sjálfum sér líkur og vék varla frá mér. Skipper er nú eldri borgari í Gdansk og ber aldurinn mjög vel. Ég er stundum spurð hvort hann sé hvolpur. Það er af því að honum líður vel og það á við um hunda eins og mannfólkið að það sést þegar við erum elskuð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í Borgarnesi

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár