Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvolpurinn hjálpaði henni að rata út úr sorginni

„Skipp­er var með leið­ar­kort­ið út úr dýpstu sorg­inni þeg­ar amma mín dó fyr­ir tíu ár­um. Mað­ur­inn minn sótti hann án minn­ar vit­und­ar þeg­ar hann sá hvað ég tók and­lát ömmu nærri mér. Ég verð hon­um æv­in­lega þakk­lát fyr­ir þessa gjöf,“ seg­ir Paul­ina Naj­meg.

Hvolpurinn hjálpaði henni að rata út úr sorginni
Paulina Najmeg
Elskaður og ber aldurinn velPaulina segir að Skipper sé elskaður og þess vegna beri hann aldurinn vel

Skipper var þriggja mánaða þegar hann kom til mín, spræk lítil kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar. Núna er hann tíu ára og ég sakna hans mest af öllum ástvinum mínum í Póllandi. Ég og maðurinn minn höfum búið í Borgarnesi í rúmt ár. Ég vinn á kaffihúsi sem er kennt við kyrrðina og líður vel. Við ætluðum að vera hér í eitt ár en okkur finnst gott að búa hér og ætlum að lengja dvölina um eitt ár. Ég ætlaði að taka Skipper með mér þegar við fluttum hingað í fyrra en honum líður illa í bíl þannig að ég vildi hvorki leggja á hann bílferð né flugferð.

Þá kom ekki til greina að skilja hann eftir í einangrun hér á Íslandi eins og lög gera ráð fyrir. Þannig að Skipper varð eftir hjá ættingjum mínum í minni heimaborg, Gdansk, og býr við gott atlæti.

„Kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar“
Paulina Najmeg

Ég skrapp heim í nokkra daga í október og þá var Skipper tortrygginn og virtist ekki treysta mér. En ég fór heim aftur fyrir jól og gat þá dvalið lengur og eftir nokkra daga varð hann sjálfum sér líkur og vék varla frá mér. Skipper er nú eldri borgari í Gdansk og ber aldurinn mjög vel. Ég er stundum spurð hvort hann sé hvolpur. Það er af því að honum líður vel og það á við um hunda eins og mannfólkið að það sést þegar við erum elskuð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í Borgarnesi

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár