Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvolpurinn hjálpaði henni að rata út úr sorginni

„Skipp­er var með leið­ar­kort­ið út úr dýpstu sorg­inni þeg­ar amma mín dó fyr­ir tíu ár­um. Mað­ur­inn minn sótti hann án minn­ar vit­und­ar þeg­ar hann sá hvað ég tók and­lát ömmu nærri mér. Ég verð hon­um æv­in­lega þakk­lát fyr­ir þessa gjöf,“ seg­ir Paul­ina Naj­meg.

Hvolpurinn hjálpaði henni að rata út úr sorginni
Paulina Najmeg
Elskaður og ber aldurinn velPaulina segir að Skipper sé elskaður og þess vegna beri hann aldurinn vel

Skipper var þriggja mánaða þegar hann kom til mín, spræk lítil kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar. Núna er hann tíu ára og ég sakna hans mest af öllum ástvinum mínum í Póllandi. Ég og maðurinn minn höfum búið í Borgarnesi í rúmt ár. Ég vinn á kaffihúsi sem er kennt við kyrrðina og líður vel. Við ætluðum að vera hér í eitt ár en okkur finnst gott að búa hér og ætlum að lengja dvölina um eitt ár. Ég ætlaði að taka Skipper með mér þegar við fluttum hingað í fyrra en honum líður illa í bíl þannig að ég vildi hvorki leggja á hann bílferð né flugferð.

Þá kom ekki til greina að skilja hann eftir í einangrun hér á Íslandi eins og lög gera ráð fyrir. Þannig að Skipper varð eftir hjá ættingjum mínum í minni heimaborg, Gdansk, og býr við gott atlæti.

„Kelirófa sem hjálpaði mér út úr dimmum dal sorgarinnar“
Paulina Najmeg

Ég skrapp heim í nokkra daga í október og þá var Skipper tortrygginn og virtist ekki treysta mér. En ég fór heim aftur fyrir jól og gat þá dvalið lengur og eftir nokkra daga varð hann sjálfum sér líkur og vék varla frá mér. Skipper er nú eldri borgari í Gdansk og ber aldurinn mjög vel. Ég er stundum spurð hvort hann sé hvolpur. Það er af því að honum líður vel og það á við um hunda eins og mannfólkið að það sést þegar við erum elskuð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í Borgarnesi

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár