Einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi en geta ekki snúið til baka til heimalands síns, af ýmsum ástæðum, og ílengjast því hér á landi lýsa aðstæðum sínum hér þannig að þau hafi ekki færi á því að lifa „mannsæmandi lífi“. Þau lýsa því að þau hafi ekki almennilegan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir börnin sín, og eigi í gríðarlegum erfiðleikum með að fá atvinnuleyfi til að geta unnið fyrir sér. Þeim líði það illa að einhver þeirra hafa íhugað að enda líf sitt vegna aðstæðna en flest glími þau við þunglyndi, streitu, svefnleysi og mikla einangrun.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rauða Krossins um stöðu þessa hóps og aðstæður sem þau búa við. Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 2017 séu 64 einstaklingar í þessari stöðu en Rauði krossinn tók viðtöl við fimmtán þeirra, allt einstaklinga frá Nígeríu og Írak sem hafa sum …
Athugasemdir